Árásarmaðurinn sagður 37 ára danskur ríkisborgari Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2021 06:23 Lögregla bað íbúa um að vera heima á meðan hún rannsakaði þá staði þar sem árásarmaðurinn fór um. epa/Hakon Mosvold Larsen Fimm eru látnir og tveir særðir eftir árás bogamanns í bænum Kongsberg í Noregi í gær. Lögregla hefur handtekið 37 ára Dana sem er grunaður um hroðaverkið. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki en mögulega sé um hryðjuverk að ræða. Forsætisráðherrann Erna Solberg sagði málið „hryllilegt“ á blaðamannafundi í gær. „Ég skil að margir séu hræddir en það er mikilvægt að leggja áherslu á að lögreglan er nú við stjórnvölinn,“ sagði hún. Árásin er sögð hafa hafist í Coop Extra-verslun í vesturhluta Kongsberg. Annar særðu er lögreglumaður sem var ekki á vakt en var að versla í versluninni. Talsmaður Coop staðfesti að „alvarlegt atvik“ hefði átt sér stað í einni verslun en enginn starfsmanna hefði særst. Lögreglustjórinn Oyvind Aas sagði að árásarmaðurinn hefði sloppið frá lögreglu í fyrstu en hefði verið handtekinn um það bil hálftíma eftir að hann lét til skarar skríða. Lögregla telur mögulega um hryðjuverk að ræða.epa/Torstein Boe Vitni sagðist hafa orðið var við að eitthvað var að gerast og séð konu leita skjóls. Í framhaldinu hefði hún séð „mann standa á horninu með örvar í örvamæli á öxlinni og boga í höndinni“. „Eftir á sá ég fólk hlaupa til að bjarga lífi sínu. Ein þeirra var kona sem hélt í höndina á barni,“ sagði sjónavotturinn í samtali við TV2. Lögregla hefur greint frá því að það sé einnig í skoðun hvort maðurinn kunni að hafa beitt öðrum vopnum en boganum í árásinni. Hverfi í borginni voru lokuð af í gær og íbúar beðnir um að halda sig innandyra á meðan lögregla rannsakaði þá staði þar sem grunaði fór um og safnaði sönnunargögnum. Bæjarstjórinn Kari Anne Sand segir alla íbúa sem þess þurfa munu fá áfallahjálp. Hinn grunaði, sem er sagður hafa búið í Kongsberg, var fluttur á lögreglustöð í Drammen og hefur reynst samstarfsfús, að sögn lögmannsins sem honum var skipaður. Sá staðfesti að móðir mannsins væri dönsk en vildi ekki tjá sig um skjólstæðing sinn að öðru leyti. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Danmörk Tengdar fréttir Íslendingur í Kongsberg sleginn eftir árás bogamannsins Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki. 13. október 2021 22:54 Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 13. október 2021 20:52 Minnst fjórir létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Forsætisráðherrann Erna Solberg sagði málið „hryllilegt“ á blaðamannafundi í gær. „Ég skil að margir séu hræddir en það er mikilvægt að leggja áherslu á að lögreglan er nú við stjórnvölinn,“ sagði hún. Árásin er sögð hafa hafist í Coop Extra-verslun í vesturhluta Kongsberg. Annar særðu er lögreglumaður sem var ekki á vakt en var að versla í versluninni. Talsmaður Coop staðfesti að „alvarlegt atvik“ hefði átt sér stað í einni verslun en enginn starfsmanna hefði særst. Lögreglustjórinn Oyvind Aas sagði að árásarmaðurinn hefði sloppið frá lögreglu í fyrstu en hefði verið handtekinn um það bil hálftíma eftir að hann lét til skarar skríða. Lögregla telur mögulega um hryðjuverk að ræða.epa/Torstein Boe Vitni sagðist hafa orðið var við að eitthvað var að gerast og séð konu leita skjóls. Í framhaldinu hefði hún séð „mann standa á horninu með örvar í örvamæli á öxlinni og boga í höndinni“. „Eftir á sá ég fólk hlaupa til að bjarga lífi sínu. Ein þeirra var kona sem hélt í höndina á barni,“ sagði sjónavotturinn í samtali við TV2. Lögregla hefur greint frá því að það sé einnig í skoðun hvort maðurinn kunni að hafa beitt öðrum vopnum en boganum í árásinni. Hverfi í borginni voru lokuð af í gær og íbúar beðnir um að halda sig innandyra á meðan lögregla rannsakaði þá staði þar sem grunaði fór um og safnaði sönnunargögnum. Bæjarstjórinn Kari Anne Sand segir alla íbúa sem þess þurfa munu fá áfallahjálp. Hinn grunaði, sem er sagður hafa búið í Kongsberg, var fluttur á lögreglustöð í Drammen og hefur reynst samstarfsfús, að sögn lögmannsins sem honum var skipaður. Sá staðfesti að móðir mannsins væri dönsk en vildi ekki tjá sig um skjólstæðing sinn að öðru leyti.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Danmörk Tengdar fréttir Íslendingur í Kongsberg sleginn eftir árás bogamannsins Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki. 13. október 2021 22:54 Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 13. október 2021 20:52 Minnst fjórir létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Íslendingur í Kongsberg sleginn eftir árás bogamannsins Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki. 13. október 2021 22:54
Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 13. október 2021 20:52
Minnst fjórir létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24