Höndum í höfn í Þorlákshöfn lokað: „Velgengnin varð okkur að falli“ Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2021 09:01 Hjónin Dagný Magnúsdóttir og Vignir Arnarson eru eigendur staðarins. vísir Veitingastaðnum Hendur í höfn við Selvogsbraut í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Eigendur staðarins segja rekstrarumhverfið í faraldrinum hafa verið mjög erfitt og þau hafi nú ákveðið að láta staðar numið. „Nú er svo komið að ég get bara ekki meir,“ segir Dagný Magnúsdóttir, annar eigandi staðarins, í samtali við Vísi. Dagný segir þetta mögulega vera erfiðustu ákvörðun sem þau hjónin hafi þurft að taka í lífinu, það er að loka staðnum. „Þetta er eins og maður hafði ætlað að senda barnið sitt til ættleiðingar. Þetta er yngsta barnið okkar, það er bara þannig,“ segir Dagný. Hjónin Dagný og Vignir Arnarson segjast vonast til að einhver muni taka við rekstrinum, annað hvort með því að kaupa staðinn eða leigja. Þurftu sjálf að hlaupa hraðar Dagný og Vignir stofnuðu fyrirtækið árið 2010 og oprnuðu svo veitingastað þremur árum síðar. „Við erum nýlega búin að opna staðinn í nýju og stærra húsnæði, árið 2018, og búin að reka hann þar í rúmt ár þegar faraldurinn skellur á. Þegar þú ert með veitingarekstur í Covid, eins og allir vita, þá var það mjög erfitt, sérstaklega þegar þú ert úti á landi. Þú vissir að það var ekkert jafnvægi í reglugerðum. Þú vissir aldrei hvort þú gætir ráðið inn fólk, eða ekki ráðið inn fólk, hvort þú þyrftir að segja upp starfsfólki og svo framvegis.“ Staðurinn gerði út á að þjónusta flestum lífstíls- og ofnæmishópum.Hendur í höfn Hún segir að allt tengt Covid hafa verið mjög erfitt. „Það var erfitt að standa skil á öllum opinberum gjöldum og svo að heyra fólk á atvinnuleysisskrá segja að það væri ekki reiðubúið að fara að vinna og betra væri að vera þar áfram. Þetta á sama tíma og maður sá sól vera að hækka á lofti og við vildum fara ráða fólk. Fyrst hélt ég að þetta snerist um að fólk nennti ekki að vinna, en svo heyrði ég fólk segja að það væri einfaldlega betra að þiggja áfram bætur en að byrja að vinna og verða sagt upp skömmu síðar þegar ný reglugerð tæki gildi. Það fór rosalega illa með andlega og líkamlega heilsu þar sem ég þurfti bara sjálf að hlaupa hraðar.“ Fjölskyldufyrirtæki blæðir í svona ástandi Vignir bætir við: „Svona litlu fjölskyldufyrirtæki blæðir í svona ástandi sem hefur staðið í um tvö ár. Þetta þýddi það að við þurftum að hlaupa helmingi hraðar. Við þurftum að setja mikið af peningum, prívat og persónulega, inn í fyrirtækið. Og á sama tíma segir ríkið við mann: „Þú borgar bara allt sem þú skuldar, kallinn minn.“ Lífeyrissjóðirnir voru samt erfiðastir, enda buðu ekki upp á nein úrræði fyrir rekstraraðila.“ Veitingastaðurinn fór heldur ekki varhluta af því að ferðamönnum fækkaði verulega á þessum tíma. „Okkar stærsti hópur viðskiptavina hefur samt blessunarlega verið Íslendingar. Við höfum verið mjög heppin með það. Maður er búinn að leggja blóð, svita og tár í þetta fyrirtæki og svo kemur bara að því að maður er bara búinn. Maður er samt auðvitað alveg brjálæðislega þakklátur fyrir alla velvildina og meðbyrinn sem maður hefur fengið. Það hefur auðvitað verið af því að maður hefur verið að gera eitthvað sem aðrir hafa ekki verið að gera,“ segir Dagný. „Þetta fyrirtæki er algerlega búið að koma Þorlákshöfn á kortið,“ bætir Vignir við. Staðurinn hefur verið til húsa við Selvogsbraut í Þorlákshöfn.Hendur í höfn Fordómar Dagný segir að þau hafi lagt í mikla fjárfestingu þegar þau opnuðu á nýja staðnum 2018. „Fjárfestingin þar var í raun tíu sinnum hærri en á litla staðnum. Það er tvennt ólíkt að opna stóran, metnaðarfullan stað, og svo að vera með lítið kaffihús.“ Dagný segir að það sem hafi einkennt veitingastaðinn Hendur í höfn vera að hann hafi þjónað öllum ofnæmis- og lífstílshópum. „Við unnum allt frá grunni. Keyptum allt sem við gátum beint af býli. Svo var mannauðurinn það sem gerði þetta fyrirtæki. Við lögðum upp með að vera með hreint fæði og sinna öllum. Ég þekki það vel af eigin skinni hvað það getur verið mikið mál að fara út að borða, því ég er sjálf með svo mikið fæðuofnæmi. Það eru líka fordómar fyrir þessu, en hjá okkur var þetta ekkert mál.“ Þorlákshafnarbúar í sorgarferli Vignir segir fréttirnar hafa komið flatt upp á bæjarbúa. Dagný og Vignir hafi sett inn færslu á Facebook-síðu staðarins um lokunina í gær og segist Dagný enn ekki hafa treyst sér til að lesa athugasemdir bæjarbúa. Henni skilst þó að bæjarbúar séu hryggir vegna ákvörðunarinnar en sýni henni skilning. Dagný segir þau Vigni hafa fengið einhverjar fyrirspurnir frá áhugasömum um kaup eða leigu á staðnum. „Það fyrsta sem þeir spyrja er hvort ég myndi fylgja með,“ segir Dagný. „Ég segi alveg hiklaust: Ég er svo mikið tilbúin að vera þarna, og vinna þarna. Það er bara of mikið þegar þú stendur vaktina allan daginn að eiga reksturinn eftir þegar þú kemur heim á kvöldin. Þetta fyrirtæki óx mér eiginlega yfir höfuð. Við þurftum ekkert að hafa fyrir því að vera með góða traffík, fullt hús, sérstaklega um helgar. Það er samt erfitt að lifa veturinn af.“ „Það má segja að velgengnin hafi orðið okkur að falli,“ segir Vignir. „Þetta varð bara alltof stórt í höndunum á okkur.“ Veitingastaðir Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Dagný segir þetta mögulega vera erfiðustu ákvörðun sem þau hjónin hafi þurft að taka í lífinu, það er að loka staðnum. „Þetta er eins og maður hafði ætlað að senda barnið sitt til ættleiðingar. Þetta er yngsta barnið okkar, það er bara þannig,“ segir Dagný. Hjónin Dagný og Vignir Arnarson segjast vonast til að einhver muni taka við rekstrinum, annað hvort með því að kaupa staðinn eða leigja. Þurftu sjálf að hlaupa hraðar Dagný og Vignir stofnuðu fyrirtækið árið 2010 og oprnuðu svo veitingastað þremur árum síðar. „Við erum nýlega búin að opna staðinn í nýju og stærra húsnæði, árið 2018, og búin að reka hann þar í rúmt ár þegar faraldurinn skellur á. Þegar þú ert með veitingarekstur í Covid, eins og allir vita, þá var það mjög erfitt, sérstaklega þegar þú ert úti á landi. Þú vissir að það var ekkert jafnvægi í reglugerðum. Þú vissir aldrei hvort þú gætir ráðið inn fólk, eða ekki ráðið inn fólk, hvort þú þyrftir að segja upp starfsfólki og svo framvegis.“ Staðurinn gerði út á að þjónusta flestum lífstíls- og ofnæmishópum.Hendur í höfn Hún segir að allt tengt Covid hafa verið mjög erfitt. „Það var erfitt að standa skil á öllum opinberum gjöldum og svo að heyra fólk á atvinnuleysisskrá segja að það væri ekki reiðubúið að fara að vinna og betra væri að vera þar áfram. Þetta á sama tíma og maður sá sól vera að hækka á lofti og við vildum fara ráða fólk. Fyrst hélt ég að þetta snerist um að fólk nennti ekki að vinna, en svo heyrði ég fólk segja að það væri einfaldlega betra að þiggja áfram bætur en að byrja að vinna og verða sagt upp skömmu síðar þegar ný reglugerð tæki gildi. Það fór rosalega illa með andlega og líkamlega heilsu þar sem ég þurfti bara sjálf að hlaupa hraðar.“ Fjölskyldufyrirtæki blæðir í svona ástandi Vignir bætir við: „Svona litlu fjölskyldufyrirtæki blæðir í svona ástandi sem hefur staðið í um tvö ár. Þetta þýddi það að við þurftum að hlaupa helmingi hraðar. Við þurftum að setja mikið af peningum, prívat og persónulega, inn í fyrirtækið. Og á sama tíma segir ríkið við mann: „Þú borgar bara allt sem þú skuldar, kallinn minn.“ Lífeyrissjóðirnir voru samt erfiðastir, enda buðu ekki upp á nein úrræði fyrir rekstraraðila.“ Veitingastaðurinn fór heldur ekki varhluta af því að ferðamönnum fækkaði verulega á þessum tíma. „Okkar stærsti hópur viðskiptavina hefur samt blessunarlega verið Íslendingar. Við höfum verið mjög heppin með það. Maður er búinn að leggja blóð, svita og tár í þetta fyrirtæki og svo kemur bara að því að maður er bara búinn. Maður er samt auðvitað alveg brjálæðislega þakklátur fyrir alla velvildina og meðbyrinn sem maður hefur fengið. Það hefur auðvitað verið af því að maður hefur verið að gera eitthvað sem aðrir hafa ekki verið að gera,“ segir Dagný. „Þetta fyrirtæki er algerlega búið að koma Þorlákshöfn á kortið,“ bætir Vignir við. Staðurinn hefur verið til húsa við Selvogsbraut í Þorlákshöfn.Hendur í höfn Fordómar Dagný segir að þau hafi lagt í mikla fjárfestingu þegar þau opnuðu á nýja staðnum 2018. „Fjárfestingin þar var í raun tíu sinnum hærri en á litla staðnum. Það er tvennt ólíkt að opna stóran, metnaðarfullan stað, og svo að vera með lítið kaffihús.“ Dagný segir að það sem hafi einkennt veitingastaðinn Hendur í höfn vera að hann hafi þjónað öllum ofnæmis- og lífstílshópum. „Við unnum allt frá grunni. Keyptum allt sem við gátum beint af býli. Svo var mannauðurinn það sem gerði þetta fyrirtæki. Við lögðum upp með að vera með hreint fæði og sinna öllum. Ég þekki það vel af eigin skinni hvað það getur verið mikið mál að fara út að borða, því ég er sjálf með svo mikið fæðuofnæmi. Það eru líka fordómar fyrir þessu, en hjá okkur var þetta ekkert mál.“ Þorlákshafnarbúar í sorgarferli Vignir segir fréttirnar hafa komið flatt upp á bæjarbúa. Dagný og Vignir hafi sett inn færslu á Facebook-síðu staðarins um lokunina í gær og segist Dagný enn ekki hafa treyst sér til að lesa athugasemdir bæjarbúa. Henni skilst þó að bæjarbúar séu hryggir vegna ákvörðunarinnar en sýni henni skilning. Dagný segir þau Vigni hafa fengið einhverjar fyrirspurnir frá áhugasömum um kaup eða leigu á staðnum. „Það fyrsta sem þeir spyrja er hvort ég myndi fylgja með,“ segir Dagný. „Ég segi alveg hiklaust: Ég er svo mikið tilbúin að vera þarna, og vinna þarna. Það er bara of mikið þegar þú stendur vaktina allan daginn að eiga reksturinn eftir þegar þú kemur heim á kvöldin. Þetta fyrirtæki óx mér eiginlega yfir höfuð. Við þurftum ekkert að hafa fyrir því að vera með góða traffík, fullt hús, sérstaklega um helgar. Það er samt erfitt að lifa veturinn af.“ „Það má segja að velgengnin hafi orðið okkur að falli,“ segir Vignir. „Þetta varð bara alltof stórt í höndunum á okkur.“
Veitingastaðir Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira