Vilja hraða orkuskiptum með grænum orkugarði á Reyðarfirði Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 13:13 Aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena Jeppsson frá CIP og Ríkarður Ríkarðsson frá Landsvirkjun. Í fremri röð: Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Jón B. Hákonarson frá Fjarðabyggð, Kristín Linda Árnadóttir frá Landsvirkjun, Jón Már Jónsson frá Síldarvinnslunni og Guðbjörg Rist frá Atmonia. Landsvirkjun Viljayfirlýsing um þátttöku fyrirtækja í uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði var undirrituð í gær. Vonast er til að verkefnin geti hraðað orkuskiptum á Íslandi. Landsvirkjun, fjárfestingafyrirtækið Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa unnið að því að kanna kosti þess að þróa slíkan orkugarð og nú hefur nýsköpunarfyrirtækið Atmonia, Síldarvinnslan og fiskeldisfyrirtækið Laxar bæst við. Þetta kemur fram í tilkynningu en að sögn samstarfsaðilanna er markmiðið með verkefninu að meta hvernig framleiðsla á rafeldsneyti gæti greitt fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi, sjóflutningum og landflutningum. Hugtakið rafeldsneyti er notað sem samheiti yfir eldsneytitegundir sem búnar eru til úr vetni sem fengið er með rafgreiningu vatns og íblöndun koltvísýrings Einnig stendur til að kanna möguleika á framleiðslu á kolefnislausum áburði auk hagnýtingar súrefnis, sem er hliðarafurð rafeldsneytisframleiðslu, í landeldi á fiski. Þá verða kostir þess að nýta glatvarma frá mögulegri rafeldsneytisframleiðslu til húshitunar á Reyðarfirði, sem er einn fárra þéttbýlisstaða á landinu sem ekki er með hitaveitu, kannaðir með Hitaveitu Fjarðabyggðar. Mikilvægur áfangi í þróun orkugarðs Að sögn Landsvirkjunar er aðkoma Atmonia, Síldarvinnslunnar og Laxa mikilvægur áfangi í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við þróun og greiningu á tækifærum sem felast í uppbyggingu græns orkugarðs á Reyðarfirði. Fleiri fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á aðkomu að verkefninu og viðræður standi nú yfir við þau. Að sögn Guðbjargar Rist, framkvæmdastjóra Atmonia, er meginmarkmið fyrirtækisins að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með nýrri tækni á sviði ammoníaks- og nítrat framleiðslu. Þátttaka í Græna orkugarðinum passi fullkomnlega inn í þá vegferð. „Markmið okkar með verkefninu á Reyðarfirði er að greiða fyrir grænum orkuskiptum á Íslandi og í Norður-Evrópu og bæta orkunýtingu með því að nýta kosti hringrásarhagkerfisins,“ segir Felix Pahl, einn meðeiganda CIP, í tilkynningu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að það verði spennandi áskorun fyrir fyrirtækið að nýta verðmætar hliðarafurðir eins og súrefni og nota þær til að skapa enn frekari verðmæti. „Við erum sífellt að leita leiða til að minnka kolefnisfótspor okkar, meðal annars með því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbærari orkugjafa. Þetta verkefni mun gera orkuskipti fýsilegri og verður vonandi til þess að framtíðin verði grænni en ella,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. Fjarðabyggð Umhverfismál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira
Landsvirkjun, fjárfestingafyrirtækið Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa unnið að því að kanna kosti þess að þróa slíkan orkugarð og nú hefur nýsköpunarfyrirtækið Atmonia, Síldarvinnslan og fiskeldisfyrirtækið Laxar bæst við. Þetta kemur fram í tilkynningu en að sögn samstarfsaðilanna er markmiðið með verkefninu að meta hvernig framleiðsla á rafeldsneyti gæti greitt fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi, sjóflutningum og landflutningum. Hugtakið rafeldsneyti er notað sem samheiti yfir eldsneytitegundir sem búnar eru til úr vetni sem fengið er með rafgreiningu vatns og íblöndun koltvísýrings Einnig stendur til að kanna möguleika á framleiðslu á kolefnislausum áburði auk hagnýtingar súrefnis, sem er hliðarafurð rafeldsneytisframleiðslu, í landeldi á fiski. Þá verða kostir þess að nýta glatvarma frá mögulegri rafeldsneytisframleiðslu til húshitunar á Reyðarfirði, sem er einn fárra þéttbýlisstaða á landinu sem ekki er með hitaveitu, kannaðir með Hitaveitu Fjarðabyggðar. Mikilvægur áfangi í þróun orkugarðs Að sögn Landsvirkjunar er aðkoma Atmonia, Síldarvinnslunnar og Laxa mikilvægur áfangi í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við þróun og greiningu á tækifærum sem felast í uppbyggingu græns orkugarðs á Reyðarfirði. Fleiri fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á aðkomu að verkefninu og viðræður standi nú yfir við þau. Að sögn Guðbjargar Rist, framkvæmdastjóra Atmonia, er meginmarkmið fyrirtækisins að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með nýrri tækni á sviði ammoníaks- og nítrat framleiðslu. Þátttaka í Græna orkugarðinum passi fullkomnlega inn í þá vegferð. „Markmið okkar með verkefninu á Reyðarfirði er að greiða fyrir grænum orkuskiptum á Íslandi og í Norður-Evrópu og bæta orkunýtingu með því að nýta kosti hringrásarhagkerfisins,“ segir Felix Pahl, einn meðeiganda CIP, í tilkynningu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að það verði spennandi áskorun fyrir fyrirtækið að nýta verðmætar hliðarafurðir eins og súrefni og nota þær til að skapa enn frekari verðmæti. „Við erum sífellt að leita leiða til að minnka kolefnisfótspor okkar, meðal annars með því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbærari orkugjafa. Þetta verkefni mun gera orkuskipti fýsilegri og verður vonandi til þess að framtíðin verði grænni en ella,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Fjarðabyggð Umhverfismál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira