Til hamingju Ísland! Sigríður Hrund Pétursdóttir og Unnur Elva Arnardóttir skrifa 14. október 2021 08:00 Það er einstakt að við skulum leyfa okkur að halda og hampa verkefni sem Jafnvægisvog FKA er til að varða veginn á jafnréttisgöngu Íslands. Ákvörðunin um jafnrétti hefur verið tekin. Einmitt núna erum við í útfærsluæfingum af fullum krafti, á mismunandi vegu og með alls kyns árangri. Það er einstakt, frábært og eftirtektarvert. Það sem hjálpar til þegar verið er að ganga gegn hefðum, venjum og ráðandi gildum fyrri tíma er ekki einungis hins sameiginlega ákvörðun sem við höfum öll tekið heldur einnig styrkur stuðningur ólíkra hagsmunahópa. Fræðasamfélagið styður okkur öll með því að leggja til rannsóknir á jafnréttismálum og birtir niðurstöður jöfnum höndum. Hið opinbera setur lög og reglur til að varða leiðina og gerir gott um betur með því að stilla eigin innri rekstur af og lögbinda jafnan rétt í nefndum, ráðum og stöðuveitingum. Þar sem okkur gengur hvar hægast í jafnvægisæfingunum er í einkageiranum, hvort sem um er að ræða í framkvæmdastjórnum, stjórnum eða hvað þá skráðum Kauphallarfélögum. 14-2 bliknar þar við hlið – staðan er nefnilega 19-1 þar. En við höfum Jafnvægisvog FKA til að minna okkur á, styrkja og hvetja. Ekki má gleyma að alþjóðavæðing nútímans setur Ísland sem skástræti í Alheimsþorpinu, staðsetning sem við komumst ekki undan. Nýir mælikvarðar um rekstur fyrirtækja kveða meðal annars á um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og þar skorar jafnrétti og fjölbreytni hátt. Jafnrétt og fjölbreytni eru lykilbreytur sem einblína á að fá fleiri ólíkar raddir að borðinu, hagkerfinu öllu til hagsbóta, samfélaginu til giftu og gæfusemi. Það er eitt stærsta hagsmunamál samtímans að útrýma lýðbreytum sem aldri, kyni og uppruna í atvinnulífinu til að undirbúa frjóan svörð fyrir grósku komandi tíma. Ísland er best í heimi í jafnrétti. Það er til Íslands litið og eftir því tekið í Alheimsþorpinu. Skástrætið þykir kröftugt, hlaðið smáu og knáu fólki sem hikar ekki við að framkvæma með gleði, þolinmæði og þrautseigju. Sýnum okkur sjálfum og Þorpinu hvernig framúrskarandi flottar æfingar í jafnrétti líta út. Gangi okkur vel og góða skemmtun. Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKAUnnur Elva Arnardóttir varaformaður FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er einstakt að við skulum leyfa okkur að halda og hampa verkefni sem Jafnvægisvog FKA er til að varða veginn á jafnréttisgöngu Íslands. Ákvörðunin um jafnrétti hefur verið tekin. Einmitt núna erum við í útfærsluæfingum af fullum krafti, á mismunandi vegu og með alls kyns árangri. Það er einstakt, frábært og eftirtektarvert. Það sem hjálpar til þegar verið er að ganga gegn hefðum, venjum og ráðandi gildum fyrri tíma er ekki einungis hins sameiginlega ákvörðun sem við höfum öll tekið heldur einnig styrkur stuðningur ólíkra hagsmunahópa. Fræðasamfélagið styður okkur öll með því að leggja til rannsóknir á jafnréttismálum og birtir niðurstöður jöfnum höndum. Hið opinbera setur lög og reglur til að varða leiðina og gerir gott um betur með því að stilla eigin innri rekstur af og lögbinda jafnan rétt í nefndum, ráðum og stöðuveitingum. Þar sem okkur gengur hvar hægast í jafnvægisæfingunum er í einkageiranum, hvort sem um er að ræða í framkvæmdastjórnum, stjórnum eða hvað þá skráðum Kauphallarfélögum. 14-2 bliknar þar við hlið – staðan er nefnilega 19-1 þar. En við höfum Jafnvægisvog FKA til að minna okkur á, styrkja og hvetja. Ekki má gleyma að alþjóðavæðing nútímans setur Ísland sem skástræti í Alheimsþorpinu, staðsetning sem við komumst ekki undan. Nýir mælikvarðar um rekstur fyrirtækja kveða meðal annars á um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og þar skorar jafnrétti og fjölbreytni hátt. Jafnrétt og fjölbreytni eru lykilbreytur sem einblína á að fá fleiri ólíkar raddir að borðinu, hagkerfinu öllu til hagsbóta, samfélaginu til giftu og gæfusemi. Það er eitt stærsta hagsmunamál samtímans að útrýma lýðbreytum sem aldri, kyni og uppruna í atvinnulífinu til að undirbúa frjóan svörð fyrir grósku komandi tíma. Ísland er best í heimi í jafnrétti. Það er til Íslands litið og eftir því tekið í Alheimsþorpinu. Skástrætið þykir kröftugt, hlaðið smáu og knáu fólki sem hikar ekki við að framkvæma með gleði, þolinmæði og þrautseigju. Sýnum okkur sjálfum og Þorpinu hvernig framúrskarandi flottar æfingar í jafnrétti líta út. Gangi okkur vel og góða skemmtun. Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKAUnnur Elva Arnardóttir varaformaður FKA
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar