Eldar fyrir krónprinsinn og fær viðamikla umfjöllun á BBC á sama deginum Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2021 19:49 Matseðill kvöldsins á Bessastöðum. Vísir Hann hefur verið ágætur, dagurinn hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni kokki og eiganda veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum. Á sama degi og matarvefur BBC segir hann vera að umbreyta íslenskri matarhefð sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins Danmerkur á Bessastöðum í kvöld. Fjallað var um Gísla og veitingastað hans á matarvef BBC, en fréttavefur breska ríkisútvarpsins er einn sá víðlesnasti í heiminum. Er Gísli sagður vera í forystusveit matarhreyfingar sem vilji virða íslenska matarhefð, en á sama tíma knýja fram framþróun. Umfjöllun matarvefs BBC er einstaklega ítarleg þar sem farið er vel yfir feril Gísla og veitingastað hans í Eyjum. Gísli situr ekki auðum höndum í kvöld því líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins sem kom til landsins í kvöld ásamt danskri sendinefnd til þess að kynna sér íslensk orkumál. Matseðilinn er ekki af verri endanum líkt og kom fram hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni okkar sem fór yfir matseðilinn í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Má þar nefna beltisþara með sveppakremi og reyktri súrmjólk, þorskroð með hvannardufti og loðnuhrogni, hörpuskel með birkismjöri og þaragljáa, svo dæmi séu nefnd. Friðrik krónprins Danmerkur var gestur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld.Vísir/Egill „Við hlökkum til að geta sýnt okkar góðu gesti frá Danmörku hvað við höfum upp á að bjóða í vistvænni og umhverfisvænni matseld. Ég efast ekki um að þessar kræsingar munu renna ljúflega niður í maga þeirra,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali við Heimi Má. Guðna hlakkaði til að fá gesti í formlegt kvöldmatarboð, enda langt síðan slíkt hefur verið haldið á Bessastöðum. „Hér hefur ekki verið heimsókn af þessu tagi í vel á annað ár og gaman að taka á móti Friðriki krónprins.“ Matur Forseti Íslands Kóngafólk Danmörk Orkumál Umhverfismál Veitingastaðir Vestmannaeyjar Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Fjallað var um Gísla og veitingastað hans á matarvef BBC, en fréttavefur breska ríkisútvarpsins er einn sá víðlesnasti í heiminum. Er Gísli sagður vera í forystusveit matarhreyfingar sem vilji virða íslenska matarhefð, en á sama tíma knýja fram framþróun. Umfjöllun matarvefs BBC er einstaklega ítarleg þar sem farið er vel yfir feril Gísla og veitingastað hans í Eyjum. Gísli situr ekki auðum höndum í kvöld því líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins sem kom til landsins í kvöld ásamt danskri sendinefnd til þess að kynna sér íslensk orkumál. Matseðilinn er ekki af verri endanum líkt og kom fram hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni okkar sem fór yfir matseðilinn í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Má þar nefna beltisþara með sveppakremi og reyktri súrmjólk, þorskroð með hvannardufti og loðnuhrogni, hörpuskel með birkismjöri og þaragljáa, svo dæmi séu nefnd. Friðrik krónprins Danmerkur var gestur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld.Vísir/Egill „Við hlökkum til að geta sýnt okkar góðu gesti frá Danmörku hvað við höfum upp á að bjóða í vistvænni og umhverfisvænni matseld. Ég efast ekki um að þessar kræsingar munu renna ljúflega niður í maga þeirra,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali við Heimi Má. Guðna hlakkaði til að fá gesti í formlegt kvöldmatarboð, enda langt síðan slíkt hefur verið haldið á Bessastöðum. „Hér hefur ekki verið heimsókn af þessu tagi í vel á annað ár og gaman að taka á móti Friðriki krónprins.“
Matur Forseti Íslands Kóngafólk Danmörk Orkumál Umhverfismál Veitingastaðir Vestmannaeyjar Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira