Frá þessu segir í Facebook-færslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að ung hjón hafi hringt á slökkvilið og óskað eftir aðstoð við reyklosun.
„Þetta kennir okkur að leggja aldrei neitt ofan á eldavélina,“ segir í færslu slökkviliðs.
Fram kemur að slökkvilið hafi farið í 101 sjúkraflutning á síðasta sólarhring, jafn marga og sólarhringinn þar á undan. Þar af hafi verið 24 forgangsverkefni og átta vegna Covid-19.
„Dælubílar voru kallaðir út þrisvar sinnum, Farið var í umferðarslys við Esjuberg (Flatus lifir) ekki reyndist þörf á aðstoð slökkviliðs þar sem slysið reyndist minniháttar,“ segir í færslunni.