Körfubolti

Baldur: Þetta eru gaurar sem eru stoltir af vörninni sinni

Árni Gísli Magnússon skrifar
Baldur Þór stýrði liði sínu til sigurs í kvöld.
Baldur Þór stýrði liði sínu til sigurs í kvöld. Vísir/Vilhelm

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með 14 stiga sigur sinna manna gegn Val í kvöld og var sérstaklega ánægður með varnarleikinn sem var frábær hjá liði hans.

„Ég var mjög sáttur með okkur varnarlega, við bara getum sett upp svakalega öflugan varnarleik og erum mjög hreyfanlegir í öllum stöðunum og allir vilja spila vörn, þetta eru gaurar sem eru stoltir af vörninni sinni og þetta virkaði vel í dag.”

„Í sjálfu sér vorum við svolítið að skipta um varnir, sem að gekk upp í leiknum, þeir skoruðu 62 stig þannig að það gekk mjög vel upp. Thomas er að stjórna vel, við erum að gefa honum svolítið svona leadership ability þar og hann er að gera það þannig að sáttur með fyrsta leik bara.”

Tindastóll er með marga mismunandi leikmenn í boði sem býður upp á nokkuð fjölbreyttan leikstíl og Baldur segir það gefa liðinu mikið.

„Ég vildi náttúrulega geta hreyft boltann núna frá hægri til vinstri og geta hlaupið boltascreen báðu megin og kannski vera með fleiri möguleika í sókn til að fá bara betra flæði og ég held að það eigi alveg eftir að ganga upp.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×