Chappelle sakaður um transfóbíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 14:48 Dave Chappelle. Getty/Stacy Revere Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. Það er að segja að transfólk gæti ekki breytt líffræðilegu kyni sínu, eins og Rowling hafði áður haldið fram. Chappelle lýsti því einnig yfir að hann tilheyrði hreyfingu sem kallast TERF eða trans-exclusionary radical feminist, sem eru í stuttu máli sagt transfóbískir femínistar. Sjá einnig: Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Chappelle var að tala á tilfinningalegum nótum um vinskap sinn við Daphne Dorman, transkonu sem var grínisti en svipti sig lífi árið 2019 og það að LGBT-fólk virtist að hans mati æðra svörtu fólki í Bandaríkjunum. Það mætti skjóta svart fólk, sagði Chappelle, en enginn mætti móðga samkynhneigða. Var hann þar að vísa til máls rapparans DaBaby sem skaut mann til bana árið 2018. Hann sagðist hafa gert það í sjálfsvörn og var einungis ákærður fyrir vopnaburð. Chappelle sagðist í lok sýningar sinnar hættur að segja brandara um LGBT-fólk og bað það um að hætta að beita sér gegn „mínu fólki“ en þar var hann eins og fram kemur í frétt Guardian að vísa til fólks eins og DaBaby og grínistans Kevin Hart, sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir niðrandi og særandi ummæli um LGBT-fólk. Meðal annars sagði Chappelle um DaBaby að það að taka af honum lífsviðurværi hans væri til jafns við að drepa hann. Þá sagði hann reiður á svip að draumastarf Kevin Hart, það að kynna Óskarsverðlaunahátíðina, hefði verið tekið af honum á ósanngjarnan hátt. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Eins og fram kemur í frétt Sky News hefur Chapelle verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín af samtökum sem berjast fyrir réttindum transfólks vestanhafs. Þar á meðal samtaka eins og GLAAD og The National Black Justice Coalition. Framkvæmdastjóri NBJC segir brandara eins þá sem Chappelle hafi varpað fram ekki vera saklausa. Árið sem nú er farið að halla á stefni í að verða það banvænasta fyrir transfólk í Bandaríkjunum og meirihluti þeirra sem hafi dáið sé þeldökkt transfólk. It is deeply disappointing that Netflix allowed Dave Chappelle s lazy and hostile transphobia and homophobia to air on its platform." -David J. JohnsRead the full article on his special with the link https://t.co/KKvm78ZOqE pic.twitter.com/Le6AfxMZJc— NBJC (@NBJContheMove) October 7, 2021 Forsvarsmenn samtakanna og aðrir hafa krafist þess að sýning Chappelle verði fjarlægð af Netflix. Chappelle sjálfur virðist ekki hafa miklar áhyggjur. „Ef þetta er að vera slaufað, þá elska ég það,“ sagði grínistinn á samkomu í Hollywood Bowl í Los Angeles í gær. Samkvæmt frétt Deadline sagðist Chappelle ekki vilja rífast við neinn áður en hann gagnrýndi fyrirtæki og yfirvöld í Bandaríkjunum. Því næst sagði hann Bandaríkjamenn þurfa að treysta hvorum öðrum. Hann bætti svo við: „Til helvítis með Twitter“. Bandaríkin Hinsegin Netflix Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Það er að segja að transfólk gæti ekki breytt líffræðilegu kyni sínu, eins og Rowling hafði áður haldið fram. Chappelle lýsti því einnig yfir að hann tilheyrði hreyfingu sem kallast TERF eða trans-exclusionary radical feminist, sem eru í stuttu máli sagt transfóbískir femínistar. Sjá einnig: Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Chappelle var að tala á tilfinningalegum nótum um vinskap sinn við Daphne Dorman, transkonu sem var grínisti en svipti sig lífi árið 2019 og það að LGBT-fólk virtist að hans mati æðra svörtu fólki í Bandaríkjunum. Það mætti skjóta svart fólk, sagði Chappelle, en enginn mætti móðga samkynhneigða. Var hann þar að vísa til máls rapparans DaBaby sem skaut mann til bana árið 2018. Hann sagðist hafa gert það í sjálfsvörn og var einungis ákærður fyrir vopnaburð. Chappelle sagðist í lok sýningar sinnar hættur að segja brandara um LGBT-fólk og bað það um að hætta að beita sér gegn „mínu fólki“ en þar var hann eins og fram kemur í frétt Guardian að vísa til fólks eins og DaBaby og grínistans Kevin Hart, sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir niðrandi og særandi ummæli um LGBT-fólk. Meðal annars sagði Chappelle um DaBaby að það að taka af honum lífsviðurværi hans væri til jafns við að drepa hann. Þá sagði hann reiður á svip að draumastarf Kevin Hart, það að kynna Óskarsverðlaunahátíðina, hefði verið tekið af honum á ósanngjarnan hátt. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Eins og fram kemur í frétt Sky News hefur Chapelle verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín af samtökum sem berjast fyrir réttindum transfólks vestanhafs. Þar á meðal samtaka eins og GLAAD og The National Black Justice Coalition. Framkvæmdastjóri NBJC segir brandara eins þá sem Chappelle hafi varpað fram ekki vera saklausa. Árið sem nú er farið að halla á stefni í að verða það banvænasta fyrir transfólk í Bandaríkjunum og meirihluti þeirra sem hafi dáið sé þeldökkt transfólk. It is deeply disappointing that Netflix allowed Dave Chappelle s lazy and hostile transphobia and homophobia to air on its platform." -David J. JohnsRead the full article on his special with the link https://t.co/KKvm78ZOqE pic.twitter.com/Le6AfxMZJc— NBJC (@NBJContheMove) October 7, 2021 Forsvarsmenn samtakanna og aðrir hafa krafist þess að sýning Chappelle verði fjarlægð af Netflix. Chappelle sjálfur virðist ekki hafa miklar áhyggjur. „Ef þetta er að vera slaufað, þá elska ég það,“ sagði grínistinn á samkomu í Hollywood Bowl í Los Angeles í gær. Samkvæmt frétt Deadline sagðist Chappelle ekki vilja rífast við neinn áður en hann gagnrýndi fyrirtæki og yfirvöld í Bandaríkjunum. Því næst sagði hann Bandaríkjamenn þurfa að treysta hvorum öðrum. Hann bætti svo við: „Til helvítis með Twitter“.
Bandaríkin Hinsegin Netflix Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira