„Nagladekk eru bara úrelt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2021 11:38 Ágústa Þóra Jónsdóttir er varaformaður Landverndar. Úr einkasafni/Vilhelm Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. Reykjavíkurborg sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun undir yfirskriftinni „Nagladekk eru ekki góður kostur í Reykjavík“. Borgin segir nagladekk hafa verið ofmetin í borgum og að mörg dæmi séu um að borgaryfirvöld banni hreinlega slík dekk eða leggi á þau sérstakt gjald. Það sé aftur á móti ekki leyfilegt samkvæmt umferðarlögum á Íslandi - en borgarbúar hvattir til að ígrunda vel val á dekkjum, nú þegar veturinn er handan við hornið. Ágústa Þóra Jónsdóttir varaformaður Landverndar áréttar mikilvægi öryggis í umferðinni - en nýjar rannsóknir, til dæmis könnun FÍB frá 2019 og sænsk rannsókn frá 2017, sýni að nagladekk séu ekki endilega besti kosturinn í því tilliti. Eldri rannsóknir á þessu eigi ekki við í borgum í dag. „Þær voru gerðar á bílum sem eru ekki með stöðugleikakerfi eða ABS-bremsur og í þessum rannsóknum kemur sérstaklega fram að ef bílar eru með stöðugleikakerfi og ABS-bremsur, þá erum við með jafngóð gæði fyrir nagladekk og venjuleg vetrardekk. Og í dag er þetta staðalbúnaður í öllum bílum. Þannig að við erum komin á þann stað þar sem nagladekk eru bara úrelt,“ segir Ágústa . „Góð vetrardekk eru jafngóð í hálku og nagladekk.“ Nagladekk helsti mengunarvaldurinn Þá bendir Ágústa á að loftmengun í Reykjavík, sem hafi farið yfir heilsuverndarmörk 52 daga í Reykjavík í fyrra, megi helst rekja til nagladekkja. „Sjötíu manns á ári eru að deyja ótímabærum dauða út af loftmengun,“ segir Ágústa. Það sé alls ekki nóg að sópa götur borgarinnar betur. „Það er algjörlega minniháttar miðað við hverju nagladekkin valda, nagladekkin valda tuttuguföldu sliti á vegunum miðað við venjuleg dekk,“ segir Ágústa. Samgöngur Reykjavík Nagladekk Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02 Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00 Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Reykjavíkurborg sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun undir yfirskriftinni „Nagladekk eru ekki góður kostur í Reykjavík“. Borgin segir nagladekk hafa verið ofmetin í borgum og að mörg dæmi séu um að borgaryfirvöld banni hreinlega slík dekk eða leggi á þau sérstakt gjald. Það sé aftur á móti ekki leyfilegt samkvæmt umferðarlögum á Íslandi - en borgarbúar hvattir til að ígrunda vel val á dekkjum, nú þegar veturinn er handan við hornið. Ágústa Þóra Jónsdóttir varaformaður Landverndar áréttar mikilvægi öryggis í umferðinni - en nýjar rannsóknir, til dæmis könnun FÍB frá 2019 og sænsk rannsókn frá 2017, sýni að nagladekk séu ekki endilega besti kosturinn í því tilliti. Eldri rannsóknir á þessu eigi ekki við í borgum í dag. „Þær voru gerðar á bílum sem eru ekki með stöðugleikakerfi eða ABS-bremsur og í þessum rannsóknum kemur sérstaklega fram að ef bílar eru með stöðugleikakerfi og ABS-bremsur, þá erum við með jafngóð gæði fyrir nagladekk og venjuleg vetrardekk. Og í dag er þetta staðalbúnaður í öllum bílum. Þannig að við erum komin á þann stað þar sem nagladekk eru bara úrelt,“ segir Ágústa . „Góð vetrardekk eru jafngóð í hálku og nagladekk.“ Nagladekk helsti mengunarvaldurinn Þá bendir Ágústa á að loftmengun í Reykjavík, sem hafi farið yfir heilsuverndarmörk 52 daga í Reykjavík í fyrra, megi helst rekja til nagladekkja. „Sjötíu manns á ári eru að deyja ótímabærum dauða út af loftmengun,“ segir Ágústa. Það sé alls ekki nóg að sópa götur borgarinnar betur. „Það er algjörlega minniháttar miðað við hverju nagladekkin valda, nagladekkin valda tuttuguföldu sliti á vegunum miðað við venjuleg dekk,“ segir Ágústa.
Samgöngur Reykjavík Nagladekk Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02 Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00 Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02
Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00
Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49