„Þetta var bara góð hugmynd en núna er ég í ruglinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2021 10:31 Tobba Marínós lét drauminn rætast að opnaði Granóla barinn á dögunum. Fjölmiðlakonan Tobba Marinós hætti sem ritstjóri á DV og sneri sér alfarið að matvælarekstri. Tobba byrjaði á því að framleiða sykurlaust granóla með móður sinni og það verkefni óx þannig að hún gat ekki lengur sinnt því aðeins á kvöldin og ákvað að hella sér alfarið út í rekstur og opnaði fyrir stuttu Granólabarinn eða hollasta bar landsins að eigin sögn. Eva Laufey hitti Tobbu á barnum á dögunum og ræddi við hana fyrir Ísland í dag en innslagið var sýnt í gærkvöldi. „Mig langaði að það væri til bar sem maður gæti farið inn á áður en maður fer á hinn barinn. Þar gæti maður lagt aðeins inn hollu megin í lífinu og farið síðan inn á hinn og tekið út óhollu megin í lífinu,“ segir Tobba. Vörurnar eru allar án aukaefna. „Að öllu gríni slepptu er enginn, ekki sem ég veit um, veitingarstaður sem þú getur farið inn á og það er enginn viðbættur sykur, enginn aukaefni og ekkert drasl. Ég vildi geta labbað inn á stað með yngsta barnið mitt sem er þriggja ára og hún má bara fá allt.“ Tobba segir að það hafi tekið á að opna barinn. „Þetta er þriðja vinnan í röð sem ég fer í þar sem ég hugsaði, hver andskotinn var ég að gera. Ég er bara hér með hárnet allan sólahringinn og sé kannski fram á það að fá útborgað eftir tvö ár. Börnin mín eru bara alin upp af föður sínum. Ég get ekki svarað því hvað ég er að gera hérna en þetta var bara góð hugmynd en núna er ég í ruglinu. Ég ætla ekki að segja fjölskyldunni minni frá fleiri hugmyndum næstu sex mánuðina.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Veitingastaðir Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Tobba byrjaði á því að framleiða sykurlaust granóla með móður sinni og það verkefni óx þannig að hún gat ekki lengur sinnt því aðeins á kvöldin og ákvað að hella sér alfarið út í rekstur og opnaði fyrir stuttu Granólabarinn eða hollasta bar landsins að eigin sögn. Eva Laufey hitti Tobbu á barnum á dögunum og ræddi við hana fyrir Ísland í dag en innslagið var sýnt í gærkvöldi. „Mig langaði að það væri til bar sem maður gæti farið inn á áður en maður fer á hinn barinn. Þar gæti maður lagt aðeins inn hollu megin í lífinu og farið síðan inn á hinn og tekið út óhollu megin í lífinu,“ segir Tobba. Vörurnar eru allar án aukaefna. „Að öllu gríni slepptu er enginn, ekki sem ég veit um, veitingarstaður sem þú getur farið inn á og það er enginn viðbættur sykur, enginn aukaefni og ekkert drasl. Ég vildi geta labbað inn á stað með yngsta barnið mitt sem er þriggja ára og hún má bara fá allt.“ Tobba segir að það hafi tekið á að opna barinn. „Þetta er þriðja vinnan í röð sem ég fer í þar sem ég hugsaði, hver andskotinn var ég að gera. Ég er bara hér með hárnet allan sólahringinn og sé kannski fram á það að fá útborgað eftir tvö ár. Börnin mín eru bara alin upp af föður sínum. Ég get ekki svarað því hvað ég er að gera hérna en þetta var bara góð hugmynd en núna er ég í ruglinu. Ég ætla ekki að segja fjölskyldunni minni frá fleiri hugmyndum næstu sex mánuðina.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Veitingastaðir Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira