Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2021 13:14 Fyrstu drög að íbúðargerðum hverfisins. Mynd/Akureyrarbær Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. Akureyrarbær kynnti í dag drög að deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðasvæði vestan Borgarbrautar. Markmiðið er að leggja grunn að hverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum og grænum svæðum sem verður aðlaðandi búsetukostur, að því er segir á vef bæjarins. Reiknað er með að í íbúðirnar 970 geti hýst 1.900 til 2.300 íbúa. Gert er ráð fyrir að íbúðir í fjölbýli verði um 77-80 prósent en afgangurinn í sérbýli. Reiknað er með fjölbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum. Stefnt er að því að hefja uppbyggingu úr suðri vegna nálægðar við Síðuskóla þar sem svigrúm er til að fjölga nemendum. Hverfið séð úr norðri.Akureyrarbær Sjálfbær þróun er sögð vera lykilatriði samkvæmt tillögunni og birtist hún meðal annars í blágrænum ofanvatnslausnum sem stefnt er að því að nota í hverfinu. Við enda botngata er gert ráð fyrir snjósöfnunarsvæðum sem tengjast ofanvatnslausnum svo ekki þurfi að aka snjó burt eftir mokstur. Þá er lagt til að kvöð verði sett á lóðir fjölbýlishúsa um trjágróður, að því er fram kemur á vef bæjarins. Bærinn hefur útbúið vefsvæði þar sem hægt er að kynna sér frekari upplýsingar um hverfið. Þriðjudaginn 12. október kl. 16-19 verður tillagan sett fram til kynningar í menningarhúsinu Hofi. Starfsfólk bæjarins og skipulagsráðgjafi verða á staðnum til að segja frá og svara spurningum. Akureyri Skipulag Umhverfismál Húsnæðismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Akureyrarbær kynnti í dag drög að deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðasvæði vestan Borgarbrautar. Markmiðið er að leggja grunn að hverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum og grænum svæðum sem verður aðlaðandi búsetukostur, að því er segir á vef bæjarins. Reiknað er með að í íbúðirnar 970 geti hýst 1.900 til 2.300 íbúa. Gert er ráð fyrir að íbúðir í fjölbýli verði um 77-80 prósent en afgangurinn í sérbýli. Reiknað er með fjölbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum. Stefnt er að því að hefja uppbyggingu úr suðri vegna nálægðar við Síðuskóla þar sem svigrúm er til að fjölga nemendum. Hverfið séð úr norðri.Akureyrarbær Sjálfbær þróun er sögð vera lykilatriði samkvæmt tillögunni og birtist hún meðal annars í blágrænum ofanvatnslausnum sem stefnt er að því að nota í hverfinu. Við enda botngata er gert ráð fyrir snjósöfnunarsvæðum sem tengjast ofanvatnslausnum svo ekki þurfi að aka snjó burt eftir mokstur. Þá er lagt til að kvöð verði sett á lóðir fjölbýlishúsa um trjágróður, að því er fram kemur á vef bæjarins. Bærinn hefur útbúið vefsvæði þar sem hægt er að kynna sér frekari upplýsingar um hverfið. Þriðjudaginn 12. október kl. 16-19 verður tillagan sett fram til kynningar í menningarhúsinu Hofi. Starfsfólk bæjarins og skipulagsráðgjafi verða á staðnum til að segja frá og svara spurningum.
Akureyri Skipulag Umhverfismál Húsnæðismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira