Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2021 10:39 Geimfarinu DART verður skotið upp í næsta mánuði en það á að skella á litlu smástirni til að skoða hvort hægt sé að beina mögulega hættulegum loftsteinum frá jörðinni. Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Tilgangur þessa verkefnis er að kanna hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn. Af því mætti svo ráða möguleikana á því að nýta þá tækni síðar meir til að hnika burt smástirnum sem stefna hættulega nálægt jörðu. Verkefnið kallast DART (Double Asteroid Redirection Test) og verður farinu skotið upp í flaug frá SpaceX hinn 23. nóvember næstkomandi. Ef allt fer að óskum, mun það ná marki sínu í september 2022 og skella á smáhnettinum Dimorphos á meira en 20 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Dimorphos er lítill fylgihnöttur smástirnis og er af svipaðri stærð, um 160 metrar í þvermál, og þau smástirni sem líkleg þykja til að ógna Jörðinni í fyllingu tímans. Samkvæmt frétt CNN er gert ráð fyrir að áreksturinn muni aðeins draga úr hraða hnattarins um 1%, en það hafi þó í för með sér að umferðartími Dimorphos um smástirnið Didymos muni tefjast um nokkrar mínútur. Þremur árum eftir áreksturinn mun svo Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, skjóta upp fari að nafni Hera, sem mun fljúga að Dimorphosi og mæla áhrifin af árekstrinum. Varnir gegn hættum af smástirnum sem geta skollið á Jörðinni er í forgangi hjá geimvísindastofnunum heimsins og verður fróðlegt að sjá hvort þarna verði komin raunhæf lausn til sjálfsvarnar jarðarinnar gegn ógnum utan úr óravíddum geimsins. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Tilgangur þessa verkefnis er að kanna hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn. Af því mætti svo ráða möguleikana á því að nýta þá tækni síðar meir til að hnika burt smástirnum sem stefna hættulega nálægt jörðu. Verkefnið kallast DART (Double Asteroid Redirection Test) og verður farinu skotið upp í flaug frá SpaceX hinn 23. nóvember næstkomandi. Ef allt fer að óskum, mun það ná marki sínu í september 2022 og skella á smáhnettinum Dimorphos á meira en 20 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Dimorphos er lítill fylgihnöttur smástirnis og er af svipaðri stærð, um 160 metrar í þvermál, og þau smástirni sem líkleg þykja til að ógna Jörðinni í fyllingu tímans. Samkvæmt frétt CNN er gert ráð fyrir að áreksturinn muni aðeins draga úr hraða hnattarins um 1%, en það hafi þó í för með sér að umferðartími Dimorphos um smástirnið Didymos muni tefjast um nokkrar mínútur. Þremur árum eftir áreksturinn mun svo Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, skjóta upp fari að nafni Hera, sem mun fljúga að Dimorphosi og mæla áhrifin af árekstrinum. Varnir gegn hættum af smástirnum sem geta skollið á Jörðinni er í forgangi hjá geimvísindastofnunum heimsins og verður fróðlegt að sjá hvort þarna verði komin raunhæf lausn til sjálfsvarnar jarðarinnar gegn ógnum utan úr óravíddum geimsins.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira