FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 22:45 Larry Nassar afplánar nú jafngildi lífstíðardóms í fangelsi fyrir brot sín gegn fjölda fimleikakvenna. Vísir/Getty Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. Nassar braut gegn fjölda ungra fimleikastúlkna og kvenna, bæði í starfi sínu sem liðslæknir fimleikalandsliðsins og hjá Ríkisháskólanum í Michigan. Hann var sakfelldur fyrir kynferðislega misnotkun og vörslu á barnaklámi og afplánar nú jafngildi lífstíðarfangelsisdóms. Alríkislögreglan fékk fyrst vitneskju um stórfelld brot Nassar árið 2015 þegar Fimleikasamband Bandaríkjanna tilkynnti henni um þau. Þar dagaði málið uppi. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór hörðum orðum um tvo fulltrúa alríkislögreglunnar og hvernig þeir tóku á máli Nassar. Yfirmenn á skrifstofu FBI í Indianapolis hefðu ekki gert yfirvöldum í þeim ríkjum og sýslum sem Nassar framdi brotin viðvart um þau. Einn þeirra hefði logið að rannsakendum endurskoðandans til að hylma yfir eigin hagsmunaárekstra og mistök FBI, að því er segir í frétt New York Times. Yfirsjónir FBI hafi leitt til þess að Nassar hafi gefist tími til að brjóta á enn fleiri stúlkum áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann á endanum. Á fjórða hundrað stúlkna og kvenna hafa sakað Nassar um að brjóta á sér, þar á meðal Simone Biles, fremsta fimleikakona heims. Dómsmálaráðuneytið kaus að ákæra ekki FBI-fulltrúana fyrir framferði sitt á sínum tíma. Afar fátítt er sagt að ráðuneytið kjósi að endurskoða slíka ákvörðun. Simone Biles þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um brot Nassar og mistök FBI í síðasta mánuði.AP/Saul Loeb Ræddi við yfirmann fimleikasambandsins um starf Þegar ásakanirnar á hendur Nassar komu inn á borð FBI í Indianapolis átti W. Jay Abbott, yfirmaður útibúsins þar í viðræðum við forseta bandaríska fimleikasambandsins um starf fyrir Ólympíunefndina. Í skýrslu innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Abbot hafi sótt um starfið en ekki fengið það. Hann laug að rannsakendum að hann hefði ekki sóst eftir starfinu. Abbott er hættur störfum fyrir FBI. Michael Langeman, yfirmaður hjá FBI í Indianapolis, var rekinn í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa logið að rannsakendum til þess að gera sem minnst úr mistökum sínum eða réttlæta þau, að sögn Washington Post. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Lisa O. Monaco, aðstoðardómsmálaráðherra, hafa bæði eðist afsökunar á mistökum FBI í máli Nassar. Biles og fleiri fimleikakonur báru vitni um brot Nassar og mistök FBI á dögunum. Þar sagðist Biles kenna Nassar um en einnig „heilu kerfi sem gerðu brot hans möguleg og framlengdi þau“. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12 Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Nassar braut gegn fjölda ungra fimleikastúlkna og kvenna, bæði í starfi sínu sem liðslæknir fimleikalandsliðsins og hjá Ríkisháskólanum í Michigan. Hann var sakfelldur fyrir kynferðislega misnotkun og vörslu á barnaklámi og afplánar nú jafngildi lífstíðarfangelsisdóms. Alríkislögreglan fékk fyrst vitneskju um stórfelld brot Nassar árið 2015 þegar Fimleikasamband Bandaríkjanna tilkynnti henni um þau. Þar dagaði málið uppi. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór hörðum orðum um tvo fulltrúa alríkislögreglunnar og hvernig þeir tóku á máli Nassar. Yfirmenn á skrifstofu FBI í Indianapolis hefðu ekki gert yfirvöldum í þeim ríkjum og sýslum sem Nassar framdi brotin viðvart um þau. Einn þeirra hefði logið að rannsakendum endurskoðandans til að hylma yfir eigin hagsmunaárekstra og mistök FBI, að því er segir í frétt New York Times. Yfirsjónir FBI hafi leitt til þess að Nassar hafi gefist tími til að brjóta á enn fleiri stúlkum áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann á endanum. Á fjórða hundrað stúlkna og kvenna hafa sakað Nassar um að brjóta á sér, þar á meðal Simone Biles, fremsta fimleikakona heims. Dómsmálaráðuneytið kaus að ákæra ekki FBI-fulltrúana fyrir framferði sitt á sínum tíma. Afar fátítt er sagt að ráðuneytið kjósi að endurskoða slíka ákvörðun. Simone Biles þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um brot Nassar og mistök FBI í síðasta mánuði.AP/Saul Loeb Ræddi við yfirmann fimleikasambandsins um starf Þegar ásakanirnar á hendur Nassar komu inn á borð FBI í Indianapolis átti W. Jay Abbott, yfirmaður útibúsins þar í viðræðum við forseta bandaríska fimleikasambandsins um starf fyrir Ólympíunefndina. Í skýrslu innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Abbot hafi sótt um starfið en ekki fengið það. Hann laug að rannsakendum að hann hefði ekki sóst eftir starfinu. Abbott er hættur störfum fyrir FBI. Michael Langeman, yfirmaður hjá FBI í Indianapolis, var rekinn í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa logið að rannsakendum til þess að gera sem minnst úr mistökum sínum eða réttlæta þau, að sögn Washington Post. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Lisa O. Monaco, aðstoðardómsmálaráðherra, hafa bæði eðist afsökunar á mistökum FBI í máli Nassar. Biles og fleiri fimleikakonur báru vitni um brot Nassar og mistök FBI á dögunum. Þar sagðist Biles kenna Nassar um en einnig „heilu kerfi sem gerðu brot hans möguleg og framlengdi þau“.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12 Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12
Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15
Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent