36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Þorgils Jónsson skrifar 5. október 2021 21:40 Séð yfir Borgarfjarðarbrú. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fá tólf milljóna króna styrk vegna tilraunaverkefnis sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt sér ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu. Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. Fram kemur í tilkynningu frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti að Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra hafi staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrkina. Þeir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, en fyrr nefnd sjö verkefni taka til áranna 2021 og 2022. Alls bárust umsóknir vegna níu verkefna og óskir um tæpar 77 milljónir króna, en áætlaður heildarkostnaður þeirra verkefna nam samtals um 150 milljónum. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut verkefnið „Borgarfjörður – samþætt leiðakerfi“ Þar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær 12 milljónir króna sem deilast á tvö ár til að hefja tilraunaverkefni sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu Önnur verkefni sem hlutu styrk eru: Snæfellsnes – samræmt leiðakerfi. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær styrk til að vinna úr tillögum um samræmt leiðakerfi á Snæfellsnesi eftir fýsileikakönnun sem gerð var árið 2020. Tilgangurinn er að efla samgöngur á Snæfellsnesi. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Úttekt á aðgengi biðstöðva á landsbyggðinni. Öryrkjabandalag Íslands hlýtur styrk til að framkvæma heildstætt mat á ástandi stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni og setja fram tillögur að úrbótum. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Samfélagsleg nýsköpun. Samlegð farþega- og póstflutninga á Norðausturlandi. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hlýtur styrk til að vinna að frekari greiningu á hindrunum og umhverfi í farþega- og póstflutningum á Norðausturlandi. Þarfagreining hefur þegar verið gerð ásamt því að ræða við hagaðila. Nú er stefnt að því að vinna frekari greiningu ásamt því leita hagkvæmari lausna og fyrirmyndir sóttar til annarra landa. Styrkurinn nemur 3 milljónum króna. Loftbrúin – hvernig reynist hún? Austurbrú ses. hlýtur styrk til að gera viðhorfskönnun meðal notenda Loftbrúar, sem hófst fyrir ári síðan, og að meta notagildi og hlutverk hennar út frá henni. Styrkurinn nemur 7 milljónum króna. Nýtt kerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Fjarðabyggð hlýtur styrk til að þróa nýtt leiðakerfi almenningssamgangna, sem tók gildi 1. sept. sl. Verkefnið er 16 mánaða tilraunaverkefni en markmiðið er að gera Fjarðabyggð að einu atvinnu- og skólasóknarsvæði. Styrkurinn nemur 8 milljónum króna. Heilsueflandi almenningssamgöngur í Langanesbyggð. Langanesbyggð hlýtur styrk til að koma á almenningssamgöngum milli Bakkafjarðar og Þórshafnar og tvinna saman heildræna lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda- og tómstundaakstur. Byggð við Bakkaflóa hefur átt undir högg að sækja og verkefnið er liður í átaki gegn þeirri þróun. Styrkurinn nemur 1,2 milljónum króna. Samgöngur Strætó Fjarðabyggð Langanesbyggð Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti að Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra hafi staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrkina. Þeir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, en fyrr nefnd sjö verkefni taka til áranna 2021 og 2022. Alls bárust umsóknir vegna níu verkefna og óskir um tæpar 77 milljónir króna, en áætlaður heildarkostnaður þeirra verkefna nam samtals um 150 milljónum. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut verkefnið „Borgarfjörður – samþætt leiðakerfi“ Þar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær 12 milljónir króna sem deilast á tvö ár til að hefja tilraunaverkefni sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu Önnur verkefni sem hlutu styrk eru: Snæfellsnes – samræmt leiðakerfi. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær styrk til að vinna úr tillögum um samræmt leiðakerfi á Snæfellsnesi eftir fýsileikakönnun sem gerð var árið 2020. Tilgangurinn er að efla samgöngur á Snæfellsnesi. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Úttekt á aðgengi biðstöðva á landsbyggðinni. Öryrkjabandalag Íslands hlýtur styrk til að framkvæma heildstætt mat á ástandi stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni og setja fram tillögur að úrbótum. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Samfélagsleg nýsköpun. Samlegð farþega- og póstflutninga á Norðausturlandi. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hlýtur styrk til að vinna að frekari greiningu á hindrunum og umhverfi í farþega- og póstflutningum á Norðausturlandi. Þarfagreining hefur þegar verið gerð ásamt því að ræða við hagaðila. Nú er stefnt að því að vinna frekari greiningu ásamt því leita hagkvæmari lausna og fyrirmyndir sóttar til annarra landa. Styrkurinn nemur 3 milljónum króna. Loftbrúin – hvernig reynist hún? Austurbrú ses. hlýtur styrk til að gera viðhorfskönnun meðal notenda Loftbrúar, sem hófst fyrir ári síðan, og að meta notagildi og hlutverk hennar út frá henni. Styrkurinn nemur 7 milljónum króna. Nýtt kerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Fjarðabyggð hlýtur styrk til að þróa nýtt leiðakerfi almenningssamgangna, sem tók gildi 1. sept. sl. Verkefnið er 16 mánaða tilraunaverkefni en markmiðið er að gera Fjarðabyggð að einu atvinnu- og skólasóknarsvæði. Styrkurinn nemur 8 milljónum króna. Heilsueflandi almenningssamgöngur í Langanesbyggð. Langanesbyggð hlýtur styrk til að koma á almenningssamgöngum milli Bakkafjarðar og Þórshafnar og tvinna saman heildræna lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda- og tómstundaakstur. Byggð við Bakkaflóa hefur átt undir högg að sækja og verkefnið er liður í átaki gegn þeirri þróun. Styrkurinn nemur 1,2 milljónum króna.
Samgöngur Strætó Fjarðabyggð Langanesbyggð Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira