Félagsmenn Kennarasambandsins greiða atkvæði í rafrænni kosningu dagana 2. til 8. nóvember næstkomandi.
Þau sem buðu sig fram til formennsku í félaginu eru:
- Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands
- Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla
- Heimir Eyvindsson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði
- Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla.
Formannsskipti fara fram á áttunda þingi KÍ sem haldið verður í apríl á næsta ári, að því er segir í tilkynningu á vef Kennarabandsins.