Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Þar er haft eftir Ólöfu og forsvarsmönnum Eflingar að fulltrúar Icelandair hafi orðið margasaga um ástæður uppsagnarinnar; fyrst talað um trúnaðarbrest, þá samstarfsörðugleika. Því hafi einnig verið haldið fram að félagið hafi ekki vitað að hún væri trúnaðarmaður.
„Það var komið upp ósætti, meðal annars vegna kröfu yfirmanna um aukin verkefni okkar hlaðmanna,“ hefur Fréttablaðið eftir Ólöfu. „Þetta var mikið sjokk. Ég hef ekki verið rekin áður.“
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, gagnrýnir sérstaklega að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi stutt Icelandair í málinu og lýst yfir stuðningi við uppsögnina.
Málið hefur verið rætt á miðstjórnarfundi ASÍ.