Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Snorri Másson skrifar 4. október 2021 15:21 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Stöð 2 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. Pandórulekinn, sem er sagður stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, hefur afhjúpað leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal eru þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn frá 91 landi. Þetta er um leið stærsta fjölmiðlasamstarf sögunnar; 600 blaðamenn frá 150 ólíkum fjölmiðlum í 117 löndum koma að verkefninu. Enn er óvíst hvort Ísland sé á meðal þessara landa, enda á fulltrúi íslenskra fjölmiðla í verkefninu eftir að birta sína umfjöllun. Stundin birtir sérblað um málið á föstudaginn í samstarfi við Reykjavík Media, en Jón Trausti Reynisson ritstjóri blaðsins kveðst í samtali við fréttastofu ekki geta upplýst um hvort þar sé fjallað um fjármál Íslendinga. Sjálfsagt að birta öll gögnin Kristinn Hrafnsson segir í samtali við Vísi að hann fagni vissulega birtingu Pandóruskjalanna en að á sama tíma sé í raun ekki hægt að fagna birtingunni fyrr en hún er öll. „Maður hefur ákveðinn skilning á að þetta sé gert í einhverjum skrefum yfir einhvern tíma, en kjarninn í þeirri stefnu sem við aðhyllumst er sá að þetta séu upplýsingar sem eigi bara að vera opinberar almenningi ef þær eru fréttnæmar yfir höfuð,“ segir Kristinn. Hann hvetur því alla sem eru aðilar að þessu samstarfi til að birta gögnin. „Mér finnst það sjálfsagt. Ef þú færð hrá gögn í hendurnar sem blaðamaður og vinnur síðan úr þeim fréttir, á í flestum tilvikum að vera auðvelt á tímum internetsins að gefa almenningi líka aðgang að frumgögnunum, það er bara vísindaleg nálgun,“ segir Kristinn. Kristinn bætir við að þegar ákveðið sé að hlífa valdafólki við svona birtingum í nafni persónuverndar afhjúpi það valdamisræmið sem ríki á milli almennings og fulltrúa ofurstétta. Almenningur geti lítið sem ekkert gert til að vernda eigin persónuupplýsingar, sem ganga kaupum og sölum án þess að hann fái nokkru um það ráðið, en valdafólk njóti verndar á borð við þessa. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá ólíkum löndum. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Hugsanlega er ástæða til að taka yfirlýsingum um „stærsta leka sögunnar“ með fyrirvara að mati Kristins, sem segir oft hægan leik að reikna sig upp í hæstu hæðir með því að leggja saman terabætin með útsmognum hætti. Að því sögðu dregur hann ekki í efa verulegt umfang málsins. Panama-skjölin WikiLeaks Fjölmiðlar Pandóruskjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Pandórulekinn, sem er sagður stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, hefur afhjúpað leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal eru þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn frá 91 landi. Þetta er um leið stærsta fjölmiðlasamstarf sögunnar; 600 blaðamenn frá 150 ólíkum fjölmiðlum í 117 löndum koma að verkefninu. Enn er óvíst hvort Ísland sé á meðal þessara landa, enda á fulltrúi íslenskra fjölmiðla í verkefninu eftir að birta sína umfjöllun. Stundin birtir sérblað um málið á föstudaginn í samstarfi við Reykjavík Media, en Jón Trausti Reynisson ritstjóri blaðsins kveðst í samtali við fréttastofu ekki geta upplýst um hvort þar sé fjallað um fjármál Íslendinga. Sjálfsagt að birta öll gögnin Kristinn Hrafnsson segir í samtali við Vísi að hann fagni vissulega birtingu Pandóruskjalanna en að á sama tíma sé í raun ekki hægt að fagna birtingunni fyrr en hún er öll. „Maður hefur ákveðinn skilning á að þetta sé gert í einhverjum skrefum yfir einhvern tíma, en kjarninn í þeirri stefnu sem við aðhyllumst er sá að þetta séu upplýsingar sem eigi bara að vera opinberar almenningi ef þær eru fréttnæmar yfir höfuð,“ segir Kristinn. Hann hvetur því alla sem eru aðilar að þessu samstarfi til að birta gögnin. „Mér finnst það sjálfsagt. Ef þú færð hrá gögn í hendurnar sem blaðamaður og vinnur síðan úr þeim fréttir, á í flestum tilvikum að vera auðvelt á tímum internetsins að gefa almenningi líka aðgang að frumgögnunum, það er bara vísindaleg nálgun,“ segir Kristinn. Kristinn bætir við að þegar ákveðið sé að hlífa valdafólki við svona birtingum í nafni persónuverndar afhjúpi það valdamisræmið sem ríki á milli almennings og fulltrúa ofurstétta. Almenningur geti lítið sem ekkert gert til að vernda eigin persónuupplýsingar, sem ganga kaupum og sölum án þess að hann fái nokkru um það ráðið, en valdafólk njóti verndar á borð við þessa. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá ólíkum löndum. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Hugsanlega er ástæða til að taka yfirlýsingum um „stærsta leka sögunnar“ með fyrirvara að mati Kristins, sem segir oft hægan leik að reikna sig upp í hæstu hæðir með því að leggja saman terabætin með útsmognum hætti. Að því sögðu dregur hann ekki í efa verulegt umfang málsins.
Panama-skjölin WikiLeaks Fjölmiðlar Pandóruskjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira