Segir ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 15:07 Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að áhættumikil fjárfesting hennar í Kviku banka hafi skilað hagnaði. Kaupréttarauki hennar í bankanum var til umfjöllunar í aðdraganda kosninganna. Þetta sagði Kristrún í Silfrinu í dag. Þar var hún að tala um mál sem varðaði hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka, þar sem hún starfaði sem aðalhagfræðingur frá byrjun árs 2018 til janúar 2021. Kristrún sagðist vilja hafa þetta allt á borðinu, fyrst hún væri að taka sér sæti á þingi. Í Silfrinu segir Kristrún að henni og öðrum starfsmönnum hafi verið boðið að kaupa bréf í bankanum. Einhverjir hafi ekki gert það, þar sem fjárfestingin hafi verið metin mjög áhættusöm. Kristún keypti fyrir þrjár milljónir króna og segir að framan af hafi lítið verið uppúr fjárfestingunni að fá. Kristrún fór nákvæmlega yfir hver hagnaður hennar var. Hagnaður sem hún gat innleyst á þremur dagsetningum fram í tímann. Fyrst seldi hún þriðjung af bréfum sínum í Kviku í janúar 2020 og þá fékk Kristrún átta milljónir króna, eftir skatta. Síðan hafi Covid skollið á og hlutabréfamarkaðir fallið í verði. Þá hafi verið útlit fyrir að afgangur bréfa hennar væru verðlaus. Kristrún segist hafa verið búin undir það því hún hafi frá upphafi vitað að þetta væri mikil áhættufjárfesting. Þá var tilkynnt um samruna Kviku og TM og miklar vaxtalækkanir hafi orðið á Íslandi. Sala númer tvö fór fram í janúar, rétt áður en Kristrún hætti í Kviku, og þá var hagnaður hennar orðinn um 30 milljónir króna, eftir skatta. Kristrún á enn þriðjung af bréfum sínum í Kviku og segir að miðað við stöðuna fyrir helgi væri hægt að verðmeta bréf hennar á 45 milljónir króna, eftir skatta. Það getur Kristrún ekki leyst út fyrr en eftir áramót og veit hún ekki hvert gengi Kviku verður þá. Í aðdraganda kosninganna í síðasta mánuði birti Kristrún færslu á Facebook þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Það ver eftir að miðlarnir fjölluðu um að hún hefði ekki svarað fyrirspurnum þeirra um kaupréttaraukann. Sjá einnig: Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Kristrún sagði í Silfrinu að hún hefði ekki vitað hvers virði bréfin væru þegar umræðan um kaupréttaraukann fór af stað fyrir kosningar. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í Silfrinu í dag. Þar var hún að tala um mál sem varðaði hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka, þar sem hún starfaði sem aðalhagfræðingur frá byrjun árs 2018 til janúar 2021. Kristrún sagðist vilja hafa þetta allt á borðinu, fyrst hún væri að taka sér sæti á þingi. Í Silfrinu segir Kristrún að henni og öðrum starfsmönnum hafi verið boðið að kaupa bréf í bankanum. Einhverjir hafi ekki gert það, þar sem fjárfestingin hafi verið metin mjög áhættusöm. Kristún keypti fyrir þrjár milljónir króna og segir að framan af hafi lítið verið uppúr fjárfestingunni að fá. Kristrún fór nákvæmlega yfir hver hagnaður hennar var. Hagnaður sem hún gat innleyst á þremur dagsetningum fram í tímann. Fyrst seldi hún þriðjung af bréfum sínum í Kviku í janúar 2020 og þá fékk Kristrún átta milljónir króna, eftir skatta. Síðan hafi Covid skollið á og hlutabréfamarkaðir fallið í verði. Þá hafi verið útlit fyrir að afgangur bréfa hennar væru verðlaus. Kristrún segist hafa verið búin undir það því hún hafi frá upphafi vitað að þetta væri mikil áhættufjárfesting. Þá var tilkynnt um samruna Kviku og TM og miklar vaxtalækkanir hafi orðið á Íslandi. Sala númer tvö fór fram í janúar, rétt áður en Kristrún hætti í Kviku, og þá var hagnaður hennar orðinn um 30 milljónir króna, eftir skatta. Kristrún á enn þriðjung af bréfum sínum í Kviku og segir að miðað við stöðuna fyrir helgi væri hægt að verðmeta bréf hennar á 45 milljónir króna, eftir skatta. Það getur Kristrún ekki leyst út fyrr en eftir áramót og veit hún ekki hvert gengi Kviku verður þá. Í aðdraganda kosninganna í síðasta mánuði birti Kristrún færslu á Facebook þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Það ver eftir að miðlarnir fjölluðu um að hún hefði ekki svarað fyrirspurnum þeirra um kaupréttaraukann. Sjá einnig: Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Kristrún sagði í Silfrinu að hún hefði ekki vitað hvers virði bréfin væru þegar umræðan um kaupréttaraukann fór af stað fyrir kosningar.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira