Innlent

Sjaldgæfur gestur í Vatnsmýrinni

Samúel Karl Ólason skrifar
_MG_1303
Guðmundur Thoroddsen

Bognefur sást í Vatnsmýrinni í gær en sá fugl er mjög sjaldgæfur gestur hér á landi. Fuglinn er af storkættum og er skreyttur litríkum fjöðrum.

Bognefur sást í Vatnsmýrinni í gær en sá fugl er mjög sjaldgæfur gestur hér á landi. Fuglinn er af storkaættum og er skreyttur litríkum fjöðrum.

Guðmundur Thoroddsen

Guðmundur Thoroddsen tók myndir af bognefinum í Vatnsmýrinni og sendi á fréttastofuna í morgun. Hann segir fuglinn hafa verið mjög spakan og hann hafi virst hafa nóg fæði í mýrinni.

Í frétt RÚV um bognef sem fannst um borð í togara við Íslandsstrendur í fyrra var haft eftir Flækingsfuglanefnd að sá væri tíundi bognefurinn sem fundist hefði við landið frá 1842.

Eiríkur Jónsson sagði þó frá því í síðasta mánuði að bognefur hefði sést á Suðurnesjum, svo mögulega er bognefurinn í Vatnsmýrinni sá tólfti sem finnst hér á landi.

Árið 1998 sást bognefur í Sandgerði og var það í fyrsta sinn frá 1842 sem staðfest var að slíkur fugl hefði ratað til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×