Jón Þór: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2021 09:00 Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, harmar það að leikur liðsins í undanúrslitum Mjólkurbikarsins geti ekki farið fram á Ísafirði. Mynd/Skjáskot „Við slógum Íslandsmeistarana út í 8 liða úrslitum og núna þurfum við aftur að slá Íslandsmeistarana út í undanúrslitum“, segir Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra sem mætir Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum á morgun. Hann harmar þó að leikurinn geti ekki farið fram á Ísafirði. „Þetta er frábært verkefni sem við erum að fara í, og alltaf skemmtileg keppni,“ sagði Jón Þór í samtali við Stöð 2 í gær. „Það er frábært að vera kominn svona langt og það er mikill spenningur í leikmannahópnum, ekki spurning.“ Leikur Vestra og Víkings átti að fara fram á Olís-vellinum á Ísafirði, en mikill snjór hefur sett strik í reikninginn og því þarf að spila leikinn á Meistaravöllum í Vesturbæ. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan. Þetta er auðvitað stórleikur og nýkrýndir Íslandsmeistarar að spila í undanúrslitum í bikar. Auðvitað hefðum við viljað gera það á Ísafirði á okkar velli og fyrir framan okkar fólk.“ „Það var fullt af fólki búið að kaupa flug og bóka gistingu og þar fram eftir götunum þannig að þetta hefur auðvitað áhrif á marga.“ En hvernig sér Jón fyrir sér að Lengjudeildarliðið Vestri geti skákað Íslandsmeisturunum? „Við erum ágætlega sjóaðir í því. Valur var Íslandsmeistari þegar við slógum þá út í átta liða úrslitunum og nú fáum við aftur það verkefni að slá út Íslandsmeistarana.“ „Auðvitað er Víkingur með frábært lið og hefur gengið frábærlega í sumar. En að sama skapi þá er þetta bara eins og í Valsleiknum. Við höfum fyrst og fremst verið að einbeita okkur að okkar leik og þróa hann. Það hefur gengið vel í sumar og það er taktur sem að við þurfum að ná í þessum leik á morgun,“ sagði Jón Þór að lokum. Viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Leikur Vestra og Víkings hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Mjólkurbikarinn Vestri Fótbolti Ísafjarðarbær Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
„Þetta er frábært verkefni sem við erum að fara í, og alltaf skemmtileg keppni,“ sagði Jón Þór í samtali við Stöð 2 í gær. „Það er frábært að vera kominn svona langt og það er mikill spenningur í leikmannahópnum, ekki spurning.“ Leikur Vestra og Víkings átti að fara fram á Olís-vellinum á Ísafirði, en mikill snjór hefur sett strik í reikninginn og því þarf að spila leikinn á Meistaravöllum í Vesturbæ. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan. Þetta er auðvitað stórleikur og nýkrýndir Íslandsmeistarar að spila í undanúrslitum í bikar. Auðvitað hefðum við viljað gera það á Ísafirði á okkar velli og fyrir framan okkar fólk.“ „Það var fullt af fólki búið að kaupa flug og bóka gistingu og þar fram eftir götunum þannig að þetta hefur auðvitað áhrif á marga.“ En hvernig sér Jón fyrir sér að Lengjudeildarliðið Vestri geti skákað Íslandsmeisturunum? „Við erum ágætlega sjóaðir í því. Valur var Íslandsmeistari þegar við slógum þá út í átta liða úrslitunum og nú fáum við aftur það verkefni að slá út Íslandsmeistarana.“ „Auðvitað er Víkingur með frábært lið og hefur gengið frábærlega í sumar. En að sama skapi þá er þetta bara eins og í Valsleiknum. Við höfum fyrst og fremst verið að einbeita okkur að okkar leik og þróa hann. Það hefur gengið vel í sumar og það er taktur sem að við þurfum að ná í þessum leik á morgun,“ sagði Jón Þór að lokum. Viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Leikur Vestra og Víkings hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn Vestri Fótbolti Ísafjarðarbær Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira