Jón Þór: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2021 09:00 Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, harmar það að leikur liðsins í undanúrslitum Mjólkurbikarsins geti ekki farið fram á Ísafirði. Mynd/Skjáskot „Við slógum Íslandsmeistarana út í 8 liða úrslitum og núna þurfum við aftur að slá Íslandsmeistarana út í undanúrslitum“, segir Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra sem mætir Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum á morgun. Hann harmar þó að leikurinn geti ekki farið fram á Ísafirði. „Þetta er frábært verkefni sem við erum að fara í, og alltaf skemmtileg keppni,“ sagði Jón Þór í samtali við Stöð 2 í gær. „Það er frábært að vera kominn svona langt og það er mikill spenningur í leikmannahópnum, ekki spurning.“ Leikur Vestra og Víkings átti að fara fram á Olís-vellinum á Ísafirði, en mikill snjór hefur sett strik í reikninginn og því þarf að spila leikinn á Meistaravöllum í Vesturbæ. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan. Þetta er auðvitað stórleikur og nýkrýndir Íslandsmeistarar að spila í undanúrslitum í bikar. Auðvitað hefðum við viljað gera það á Ísafirði á okkar velli og fyrir framan okkar fólk.“ „Það var fullt af fólki búið að kaupa flug og bóka gistingu og þar fram eftir götunum þannig að þetta hefur auðvitað áhrif á marga.“ En hvernig sér Jón fyrir sér að Lengjudeildarliðið Vestri geti skákað Íslandsmeisturunum? „Við erum ágætlega sjóaðir í því. Valur var Íslandsmeistari þegar við slógum þá út í átta liða úrslitunum og nú fáum við aftur það verkefni að slá út Íslandsmeistarana.“ „Auðvitað er Víkingur með frábært lið og hefur gengið frábærlega í sumar. En að sama skapi þá er þetta bara eins og í Valsleiknum. Við höfum fyrst og fremst verið að einbeita okkur að okkar leik og þróa hann. Það hefur gengið vel í sumar og það er taktur sem að við þurfum að ná í þessum leik á morgun,“ sagði Jón Þór að lokum. Viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Leikur Vestra og Víkings hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Mjólkurbikarinn Vestri Fótbolti Ísafjarðarbær Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
„Þetta er frábært verkefni sem við erum að fara í, og alltaf skemmtileg keppni,“ sagði Jón Þór í samtali við Stöð 2 í gær. „Það er frábært að vera kominn svona langt og það er mikill spenningur í leikmannahópnum, ekki spurning.“ Leikur Vestra og Víkings átti að fara fram á Olís-vellinum á Ísafirði, en mikill snjór hefur sett strik í reikninginn og því þarf að spila leikinn á Meistaravöllum í Vesturbæ. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan. Þetta er auðvitað stórleikur og nýkrýndir Íslandsmeistarar að spila í undanúrslitum í bikar. Auðvitað hefðum við viljað gera það á Ísafirði á okkar velli og fyrir framan okkar fólk.“ „Það var fullt af fólki búið að kaupa flug og bóka gistingu og þar fram eftir götunum þannig að þetta hefur auðvitað áhrif á marga.“ En hvernig sér Jón fyrir sér að Lengjudeildarliðið Vestri geti skákað Íslandsmeisturunum? „Við erum ágætlega sjóaðir í því. Valur var Íslandsmeistari þegar við slógum þá út í átta liða úrslitunum og nú fáum við aftur það verkefni að slá út Íslandsmeistarana.“ „Auðvitað er Víkingur með frábært lið og hefur gengið frábærlega í sumar. En að sama skapi þá er þetta bara eins og í Valsleiknum. Við höfum fyrst og fremst verið að einbeita okkur að okkar leik og þróa hann. Það hefur gengið vel í sumar og það er taktur sem að við þurfum að ná í þessum leik á morgun,“ sagði Jón Þór að lokum. Viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Leikur Vestra og Víkings hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn Vestri Fótbolti Ísafjarðarbær Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira