Telur að fjöldi muni leita réttar síns sama hvað verður ákveðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2021 12:00 Helga Vala Helgadóttir telur að fjölmargir muni leitar réttar síns sama hver niðurstaða kjörbréfanefndar verður.Magnús Davíð Norðdahl kærir framkvæmd talningarinnar í Norðvesturkjördæmi til Alþingis í dag. Vísir Samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem hefur þegar tilnefnt fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða. Hinir flokkarnir gera það síðar í dag. Oddviti Pirata hyggst kæra kosningarnar til Alþingis í dag. Þingmaður Samfylkingarinn segir líkur á að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns. Landskjörstjórn kemur saman í dag klukkan fjögur í dag til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar. Umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram er gefinn kostur á að koma til fundarins, í húsnæði nefndasviðs Alþingis. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Þá óskar þingforseti eftir tilnefningu frá þingflokksformönnum um fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða sem undirbýr rannsókn og fer yfir ágreiningsmál ef einhver eru varðandi alþingiskosningarnar. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti hefur sagst ætla að klára málið þannig að nefndin geti komið saman á fyrsta fundi á mánudag. Þórunn Sveinbjarnadóttir fyrir Samfylkingu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Samfylkingin búin að tilnefna Þórunni Sveinbjarnardóttur í kjörbréfanefnd en hún er kjördæmakjörin í Suðvesturkjördæmi. Hinir flokkarnir ákveða sína fulltrúa síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir að við valið hafi verið horft til nokkurra þátta. „Við hugsuðum þetta aðeins og ákváðum að það væri hvorki uppbótarþingmaður sem málið varðar sem tæki sæti né heldur þingmenn Reykjavíkurkjördæma. Ástæðan er sú að þar erum við í þeirri stöðu að vera með einstakling sem datt út af þingi og annan sem datt inn.“ segir Helga Vala. Hún segir stöðuna afar flókna. „Ég held að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns sama hvað kjörbréfanefnd ákveður. Við í Samfylkingunni höfum kallað til okkar sérfræðinga vegna stöðunnar í Norðvesturkjördæmi og kannski best að segja sem minnst. Þetta er auðvitað alveg ferlegt mál og mjög alvarlegt. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsókn kjörbréfanefndar,“ segir Helga. Kærir til Alþingis í dag Magnús Davíð Norðdahl Pírati ætlar síðar í dag að skila inn kæru til Alþingis vegna framkvæmdar kosningarinnar í Norðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31 Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31 Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Landskjörstjórn kemur saman í dag klukkan fjögur í dag til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar. Umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram er gefinn kostur á að koma til fundarins, í húsnæði nefndasviðs Alþingis. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Þá óskar þingforseti eftir tilnefningu frá þingflokksformönnum um fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða sem undirbýr rannsókn og fer yfir ágreiningsmál ef einhver eru varðandi alþingiskosningarnar. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti hefur sagst ætla að klára málið þannig að nefndin geti komið saman á fyrsta fundi á mánudag. Þórunn Sveinbjarnadóttir fyrir Samfylkingu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Samfylkingin búin að tilnefna Þórunni Sveinbjarnardóttur í kjörbréfanefnd en hún er kjördæmakjörin í Suðvesturkjördæmi. Hinir flokkarnir ákveða sína fulltrúa síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir að við valið hafi verið horft til nokkurra þátta. „Við hugsuðum þetta aðeins og ákváðum að það væri hvorki uppbótarþingmaður sem málið varðar sem tæki sæti né heldur þingmenn Reykjavíkurkjördæma. Ástæðan er sú að þar erum við í þeirri stöðu að vera með einstakling sem datt út af þingi og annan sem datt inn.“ segir Helga Vala. Hún segir stöðuna afar flókna. „Ég held að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns sama hvað kjörbréfanefnd ákveður. Við í Samfylkingunni höfum kallað til okkar sérfræðinga vegna stöðunnar í Norðvesturkjördæmi og kannski best að segja sem minnst. Þetta er auðvitað alveg ferlegt mál og mjög alvarlegt. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsókn kjörbréfanefndar,“ segir Helga. Kærir til Alþingis í dag Magnús Davíð Norðdahl Pírati ætlar síðar í dag að skila inn kæru til Alþingis vegna framkvæmdar kosningarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31 Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31 Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31
Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31
Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52