Innlent

Vara við fjölgun til­fella og hvetja börn til að halda sig til hlés

Eiður Þór Árnason skrifar
Covid-sýktum fjölgar nú á Akureyri.
Covid-sýktum fjölgar nú á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Minnst fjórtán hafa greinst með Covid-19 á Akureyri í dag og er mest um að ræða börn á gunnskólaaldri. Unnið er að því að rekja sýkingarnar en fjöldi sýna var tekinn í dag.

Fram kemur í „áríðandi tilkynningu“ frá aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra að tilfelli sem greinst hafi síðustu daga nái inn í flesta grunnskóla bæjarins.

Eru foreldrar hvattir til að halda börnum sínum til hlés í samskiptum við önnur börn á meðan rakning fer fram og yfirsýn næst, og á það einnig við um íþróttaæfingar. Jafnframt hvetur aðgerðastjórnin fólk til að skrá sig og börn sín í sýnatöku finni það til einkenna.

Ákveðið hefur verið að blása af fótboltamót nemenda í 8. til 10. bekk sem átti að fara fram á morgun vegna fjölgunar tilfella í grunnskólum bæjarins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×