Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 21:51 Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær fagna saman að leikslokum. EPA-EFE/Peter Powell „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Solskjær viðurkenndi að sínir menn hefðu verið heppnir í kvöld ásamt því sem hann hrósaði liði Villareal í hástert. Liðið hefur ekki enn tapað leik í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, en hefur hins vegar gert fimm jafntefli í sex leikjum til þessa. „Við þurftum að henda skynseminni út um gluggann og vorum heppnir undir lokin. Þeir eru mjög gott lið sem er rosalega erfitt að brjóta á bak aftur. Þeir hafa ekki tapað leik síðan löngu fyrir úrslitaleikinn (í Evrópudeildinni) og hafa spilað við góð lið á þeim tíma. Þetta var erfiður leikur því við erum á heimavelli og viljum vinna en þeir hafa spilað mjög vel. Ef við pressum þá ekki stíft þá sitja þeir til baka og líður vel með það.“ „Stundum snýst þetta ekki um að senda hingað eða senda þangað heldur snýst þetta um stuðningsfólkið á vellinum – það hefur sogið boltann í netið nokkrum sinnum áður, ég veit allt um það – og svo áttu alltaf möguleika þegar Cristiano er á vellinum.“ „Jesse er örugglega ósáttur með að spila ekki meira en kemur inn á og hefur áhrif á leikinn. Það er það sem maður gerir þegar maður er varamaður hjá þessu félagi,“ sagði þjálfarinn um innkomu Jesse Lingard af varamannabekknum en hann lagði upp sigurmark leiksins. „Já, hann er svo góður fyrir framan markið og hann hefur áhrif á alla. Stuðningsfólkið, leikmennina og klúbbinn í heild sinni,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í Ronaldo. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir lekmennina. Að vinna leik svona, eftir að við töpuðum leik í Bern (gegn Young Boys) á þann hátt sem við gerðum þá er þetta frábært. Ég vill frekar fá sigur og tap heldur en tvö jafntefli. Atalanta er mjög gott lið og allir leikir á þessu getustigi eru erfiðir. Við sáum úrslit í gær sem maður trúir varla en þetta er Evrópskur fótbolti í dag, munurinn er svo lítill,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Solskjær viðurkenndi að sínir menn hefðu verið heppnir í kvöld ásamt því sem hann hrósaði liði Villareal í hástert. Liðið hefur ekki enn tapað leik í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, en hefur hins vegar gert fimm jafntefli í sex leikjum til þessa. „Við þurftum að henda skynseminni út um gluggann og vorum heppnir undir lokin. Þeir eru mjög gott lið sem er rosalega erfitt að brjóta á bak aftur. Þeir hafa ekki tapað leik síðan löngu fyrir úrslitaleikinn (í Evrópudeildinni) og hafa spilað við góð lið á þeim tíma. Þetta var erfiður leikur því við erum á heimavelli og viljum vinna en þeir hafa spilað mjög vel. Ef við pressum þá ekki stíft þá sitja þeir til baka og líður vel með það.“ „Stundum snýst þetta ekki um að senda hingað eða senda þangað heldur snýst þetta um stuðningsfólkið á vellinum – það hefur sogið boltann í netið nokkrum sinnum áður, ég veit allt um það – og svo áttu alltaf möguleika þegar Cristiano er á vellinum.“ „Jesse er örugglega ósáttur með að spila ekki meira en kemur inn á og hefur áhrif á leikinn. Það er það sem maður gerir þegar maður er varamaður hjá þessu félagi,“ sagði þjálfarinn um innkomu Jesse Lingard af varamannabekknum en hann lagði upp sigurmark leiksins. „Já, hann er svo góður fyrir framan markið og hann hefur áhrif á alla. Stuðningsfólkið, leikmennina og klúbbinn í heild sinni,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í Ronaldo. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir lekmennina. Að vinna leik svona, eftir að við töpuðum leik í Bern (gegn Young Boys) á þann hátt sem við gerðum þá er þetta frábært. Ég vill frekar fá sigur og tap heldur en tvö jafntefli. Atalanta er mjög gott lið og allir leikir á þessu getustigi eru erfiðir. Við sáum úrslit í gær sem maður trúir varla en þetta er Evrópskur fótbolti í dag, munurinn er svo lítill,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira