Hvað ætlar þú að prenta í matinn? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Brynja Laxdal skrifa 29. september 2021 11:31 Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla. Það er komin ný kynslóð matar á sjónarsviðið, nýir próteingjafar bætast við fæðukeðjuna og hver veit nema eftir nokkur ár hættum við að spyrja hvað er í matinn heldur hvað eigum við að prenta í matinn. Því er nefnilega spáð er að þrívíddar matarprentarar verði jafn algeng heimilisvara og örbylgjuofninn. Við gætum t.d. líka farið að framleiða svínasíður eða nautalundir með stofnfrumutækni og slegið á umræður um skortstöðu og innflutning og hver veit nema við förum að rækta suðræna ávexti hérlendis með stofnfrumutækni. Lóðréttur landbúnaður mun færast í aukana þar sem ræktuð eru salöt, grænsprettur, æt blóm og meira að segja er wasabi framleitt hér á landi með vatnsræktarkerfi. Jarðhitinn til matvælaframleiðslu er alveg sér á báti fyrir okkur Íslendinga og endalausir möguleikar til að nýta hann. Þrátt fyrir þessa nýju tækni munum við ætíð eiga okkar matarmenningu sem á rætur til forfeðra okkar sem sýndu ótrúlega hæfni til að lifa af kalda og dimma vetur. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar og fellur vel að þeim atvinnugreinum sem eru um allar landsbyggðir. Hún er vaxandi af því að yngri kynslóðin um 20 – 40 ára vill fræðast um menningu og sögu í gegnum matinn. En fljótlega fara fleiri þættir að skipta máli því heilsa, umhverfisvernd og sjálfbærni er neytendum hugleikið og við þurfum líka að læra að miðla þessum upplýsingum í gegnum matinn. Þörf er á markvissri kynningarstefnu sem hefur það að markmiði að skapa áhuga og eftirspurn eftir matartengdri afþreyingu og nærsamfélagsneyslu en ekki síður að bregðast við þeim áhuga og þeirri eftirspurn sem þegar er til staðar. Efla þarf samfélagsvitund um þá sérstöðu til matvælaframleiðslu sem við búum við, þekkingu á matararfleifð okkar og um tækifæri til framtíðar. Að byggja upp áfangastað sem ætlar sér sess sem eftirsóttur mataráfangastaður krefst öflugrar samvinnu og samtakamáttar til að slagkraftur skilaboðanna verði sterkur. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum. Nýta þarf meðbyrinn sem er til staðar og knýja á um nauðsynlegar breytingar til að standa undir ímynd Íslands sem áhugaverðs mataráfangastaðar. Til að fara enn frekar yfir öll þau óþrjótandi tækifæri sem framtíðin hefur uppá að bjóða í mat og ferðaþjónustu verður efnt til viðburðaveislu á Austurlandi fimmtudaginn 30.september sem hefst með ráðstefnunni Nordic Food in Tourism. Ráðstefnan er hluti af þriggja ára verkefni sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og leitt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslenska ferðaklasanum og Matís með samstarfi allra Norðurlandanna. Auk ráðstefnunnar fimmtudaginn 30. september er efnt til Matarmóts á föstudaginn og lausnarmótið Hacking Austurland verður í gangi frá 30. September – 2.október. Enn er opið fyrir skráningu á streymishluta ráðstefnunnar inni á www.nordicfoodintourism.is. Upplýsingar um matarmótið má finna á www.austurbru.is. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst kl 10:00. Alls hafa um 250 manns víðs vegar að úr heiminum skráð sig á ráðstefnuna enda þétt og áhugaverð dagskrá með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Allar nánari upplýsingar má finna hér: www.nordicfoodintourism.is Höfundar eru verkefnastjórar og tengiliðir verkefnisins. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Brynja Laxdal, verkefnastjóri Nordic Food in Tourism Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla. Það er komin ný kynslóð matar á sjónarsviðið, nýir próteingjafar bætast við fæðukeðjuna og hver veit nema eftir nokkur ár hættum við að spyrja hvað er í matinn heldur hvað eigum við að prenta í matinn. Því er nefnilega spáð er að þrívíddar matarprentarar verði jafn algeng heimilisvara og örbylgjuofninn. Við gætum t.d. líka farið að framleiða svínasíður eða nautalundir með stofnfrumutækni og slegið á umræður um skortstöðu og innflutning og hver veit nema við förum að rækta suðræna ávexti hérlendis með stofnfrumutækni. Lóðréttur landbúnaður mun færast í aukana þar sem ræktuð eru salöt, grænsprettur, æt blóm og meira að segja er wasabi framleitt hér á landi með vatnsræktarkerfi. Jarðhitinn til matvælaframleiðslu er alveg sér á báti fyrir okkur Íslendinga og endalausir möguleikar til að nýta hann. Þrátt fyrir þessa nýju tækni munum við ætíð eiga okkar matarmenningu sem á rætur til forfeðra okkar sem sýndu ótrúlega hæfni til að lifa af kalda og dimma vetur. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar og fellur vel að þeim atvinnugreinum sem eru um allar landsbyggðir. Hún er vaxandi af því að yngri kynslóðin um 20 – 40 ára vill fræðast um menningu og sögu í gegnum matinn. En fljótlega fara fleiri þættir að skipta máli því heilsa, umhverfisvernd og sjálfbærni er neytendum hugleikið og við þurfum líka að læra að miðla þessum upplýsingum í gegnum matinn. Þörf er á markvissri kynningarstefnu sem hefur það að markmiði að skapa áhuga og eftirspurn eftir matartengdri afþreyingu og nærsamfélagsneyslu en ekki síður að bregðast við þeim áhuga og þeirri eftirspurn sem þegar er til staðar. Efla þarf samfélagsvitund um þá sérstöðu til matvælaframleiðslu sem við búum við, þekkingu á matararfleifð okkar og um tækifæri til framtíðar. Að byggja upp áfangastað sem ætlar sér sess sem eftirsóttur mataráfangastaður krefst öflugrar samvinnu og samtakamáttar til að slagkraftur skilaboðanna verði sterkur. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum. Nýta þarf meðbyrinn sem er til staðar og knýja á um nauðsynlegar breytingar til að standa undir ímynd Íslands sem áhugaverðs mataráfangastaðar. Til að fara enn frekar yfir öll þau óþrjótandi tækifæri sem framtíðin hefur uppá að bjóða í mat og ferðaþjónustu verður efnt til viðburðaveislu á Austurlandi fimmtudaginn 30.september sem hefst með ráðstefnunni Nordic Food in Tourism. Ráðstefnan er hluti af þriggja ára verkefni sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og leitt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslenska ferðaklasanum og Matís með samstarfi allra Norðurlandanna. Auk ráðstefnunnar fimmtudaginn 30. september er efnt til Matarmóts á föstudaginn og lausnarmótið Hacking Austurland verður í gangi frá 30. September – 2.október. Enn er opið fyrir skráningu á streymishluta ráðstefnunnar inni á www.nordicfoodintourism.is. Upplýsingar um matarmótið má finna á www.austurbru.is. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst kl 10:00. Alls hafa um 250 manns víðs vegar að úr heiminum skráð sig á ráðstefnuna enda þétt og áhugaverð dagskrá með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Allar nánari upplýsingar má finna hér: www.nordicfoodintourism.is Höfundar eru verkefnastjórar og tengiliðir verkefnisins. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Brynja Laxdal, verkefnastjóri Nordic Food in Tourism
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar