Innlent

Ó­vissu­stigi vegna ó­veðursins af­létt

Atli Ísleifsson skrifar
Appelsínugular og gular viðvaranir voru í gildi á landinu.
Appelsínugular og gular viðvaranir voru í gildi á landinu. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.

Kröpp og djúp lægð gekk með norðurströndinni í gær og sveigði yfir Vestfirði í gærkvöldi. Veðurstofan gaf út appelsínugular viðvaranir á norðvestantil og gular viðvaranir víða annars staðar vegna þessa en þær eru ekki lengur í gildi.


Tengdar fréttir

Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði

Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi.

Veturinn skall á með skömmum fyrirvara

Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×