Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra en þar með er öllum aðgerðum lokið við Sauðá sem Sauðárkrókur er kenndur við.
Fyrr í dag bárust lögreglunni upplýsingar um að Sauðá væri hætt að renna að mestu leyti. Talið var að krapastífla hafi myndast í henni og var biðlað til fólks að vera ekki á ferð við ánna eða í nágrenni.
Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að loka gatnamótum Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar.