Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. september 2021 17:11 Ingi Tryggvason, yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Samsett Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. Það vakti athygli í dag þegar tengdadóttir hótelstjórans eyddi myndum af óinnsigluðum kjörgögnum á Instagram-reikning sínum eftir fyrri talninguna. Enginn annar er sjáanlegur í talningarsalnum á myndunum og hafa spurningar vaknað um það hvort hún hafi verið þar ein inni á milli talninganna. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum Vísis í allan dag en eiginmaður hennar sagði fyrr í dag að hann teldi það afar ólíklegt að hún hafi verið ein í salnum. Ingi Tryggvason segir líklegast að myndirnar hafi verið teknar fyrir utan hinn eiginlega talningasal en við talningu á Hótel Borgarnesi er stórum sal skipt upp í tvo hluta; sal þar sem atkvæðin eru talin og svo forsalur þar sem starfsmenn hótelsins sinntu störfum sínum og framreiddu mat og drykki fyrir kjörnefndina. Starfsmenn hótelsins gætu vel hafa farið Það er ekki lokað á milli þessara svæða en tveir inngangar eru að forsal, sem Ingi kveðst hafa læst þegar talningafólkið fór heim sunnudagsmorguninn áður en ákveðið var að ráðast í endurtalningu. Hann telur líklegt að tengdadóttir hótelstjórans hafi tekið myndina úr forsalnum á meðan hann var þar sjálfur viðstaddur við frágang eftir talninguna. Ingi segir ekkert óeðlilegt við það. En hefði starfsfólk hótelsins alveg geta farið inn í salinn þegar þú varst farinn af svæðinu? „Já, það gætu starfsmenn hafa farið inn í rýmið þarna að framan ef þau þyrftu. Þar er meðal annars stjórnbúnaður og eitthvað þannig það getur vel verið að þau hafi farið þangað. En það eru öryggismyndavélar á svæðinu þannig það sést náttúrulega nákvæmlega ef það hefur einhver gengið þar um,“ segir Ingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndavélarnar í gangi þennan tíma sem óinnsigluð kjörgögnin voru geymd í salnum. Eins og greint hefur verið frá er Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, búinn að kæra endurtalninguna til lögreglunnar á Vesturlandi. Hún mun því væntanlega rannsaka myndefni öryggismyndavélanna en þeir lögreglumenn embættisins sem fréttastofa hefur náð í hafa allir neitað að tjá sig um málið og vísað á lögreglustjórann Gunnar Örn Jónsson. Hann hefur hvorki svarað símtölum fréttastofu í dag né skriflegum skilaboðum. Ingi ítrekar þá fullvissu sína um að enginn hafi átt við kjörgögnin á milli talninganna. „Enda veit ég ekki hvar fólk hefði átt að fá kjörseðla. Þegar ég kom aftur var allt nákvæmlega eins og ég hafði gengið frá því. Það hefði ekki verið hægt að eiga við gögnin án þess að ég myndi sjá það,“ segir hann. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Það vakti athygli í dag þegar tengdadóttir hótelstjórans eyddi myndum af óinnsigluðum kjörgögnum á Instagram-reikning sínum eftir fyrri talninguna. Enginn annar er sjáanlegur í talningarsalnum á myndunum og hafa spurningar vaknað um það hvort hún hafi verið þar ein inni á milli talninganna. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum Vísis í allan dag en eiginmaður hennar sagði fyrr í dag að hann teldi það afar ólíklegt að hún hafi verið ein í salnum. Ingi Tryggvason segir líklegast að myndirnar hafi verið teknar fyrir utan hinn eiginlega talningasal en við talningu á Hótel Borgarnesi er stórum sal skipt upp í tvo hluta; sal þar sem atkvæðin eru talin og svo forsalur þar sem starfsmenn hótelsins sinntu störfum sínum og framreiddu mat og drykki fyrir kjörnefndina. Starfsmenn hótelsins gætu vel hafa farið Það er ekki lokað á milli þessara svæða en tveir inngangar eru að forsal, sem Ingi kveðst hafa læst þegar talningafólkið fór heim sunnudagsmorguninn áður en ákveðið var að ráðast í endurtalningu. Hann telur líklegt að tengdadóttir hótelstjórans hafi tekið myndina úr forsalnum á meðan hann var þar sjálfur viðstaddur við frágang eftir talninguna. Ingi segir ekkert óeðlilegt við það. En hefði starfsfólk hótelsins alveg geta farið inn í salinn þegar þú varst farinn af svæðinu? „Já, það gætu starfsmenn hafa farið inn í rýmið þarna að framan ef þau þyrftu. Þar er meðal annars stjórnbúnaður og eitthvað þannig það getur vel verið að þau hafi farið þangað. En það eru öryggismyndavélar á svæðinu þannig það sést náttúrulega nákvæmlega ef það hefur einhver gengið þar um,“ segir Ingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndavélarnar í gangi þennan tíma sem óinnsigluð kjörgögnin voru geymd í salnum. Eins og greint hefur verið frá er Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, búinn að kæra endurtalninguna til lögreglunnar á Vesturlandi. Hún mun því væntanlega rannsaka myndefni öryggismyndavélanna en þeir lögreglumenn embættisins sem fréttastofa hefur náð í hafa allir neitað að tjá sig um málið og vísað á lögreglustjórann Gunnar Örn Jónsson. Hann hefur hvorki svarað símtölum fréttastofu í dag né skriflegum skilaboðum. Ingi ítrekar þá fullvissu sína um að enginn hafi átt við kjörgögnin á milli talninganna. „Enda veit ég ekki hvar fólk hefði átt að fá kjörseðla. Þegar ég kom aftur var allt nákvæmlega eins og ég hafði gengið frá því. Það hefði ekki verið hægt að eiga við gögnin án þess að ég myndi sjá það,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira