Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 16:18 Alexei Navalní situr í fangelsi fyrir að rjúfa skilorð vegna umdeilds dóms frá 2014. AP/Alexander Zemlianichenko Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Tilvist málsins var opinberuð af yfirvöldum í Rússlandi í dag. Í yfirlýsingunni er háttsemi Navalnís og annarra lýst sem glæpsamlegri. Þar segir að hann og bandamenn hans hafi ætlað að koma óorði á yfirvöld Rússlands og stefnumál þeirra, grafa undan stöðugleika og ýta undir mótmæli meðal almennings. Markmiðið væri að leiða til ofbeldisfullrar valdatöku. Í frétt Reuters segir að bandamenn Navalnís og aðrir meðlimir samtakanna séu einnig með stöðu grunaðra vegna sama máls. Navalní er þegar í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra. Það var eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Nýja málið gegn Navalní byggir á lögum um öfgasamtök sem yfirvöld í Rússlandi hafa notað gegn samtökum Navalnís. Hann er nú sakaður um að hafa stofnað öfgasamtök en fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi hefur verið lokað á grundvelli laganna á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samtök Navalnís, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Navalní var í febrúar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð og var gert að sitja inni í tvö og hálft ár þar sem hann hafði áður verið í stofufangelsi í eitt ár. Hann var dæmdur eftir að hann sneri aftur til Moskvu frá Þýskalandi fyrir að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dómsins frá 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Hann sneri þó aftur til Rússlands um leið og hann gat, að eigin sögn, og var handtekinn við komuna til landsins. Skömmu síður var hann svo dæmdur. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Tilvist málsins var opinberuð af yfirvöldum í Rússlandi í dag. Í yfirlýsingunni er háttsemi Navalnís og annarra lýst sem glæpsamlegri. Þar segir að hann og bandamenn hans hafi ætlað að koma óorði á yfirvöld Rússlands og stefnumál þeirra, grafa undan stöðugleika og ýta undir mótmæli meðal almennings. Markmiðið væri að leiða til ofbeldisfullrar valdatöku. Í frétt Reuters segir að bandamenn Navalnís og aðrir meðlimir samtakanna séu einnig með stöðu grunaðra vegna sama máls. Navalní er þegar í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra. Það var eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Nýja málið gegn Navalní byggir á lögum um öfgasamtök sem yfirvöld í Rússlandi hafa notað gegn samtökum Navalnís. Hann er nú sakaður um að hafa stofnað öfgasamtök en fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi hefur verið lokað á grundvelli laganna á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samtök Navalnís, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Navalní var í febrúar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð og var gert að sitja inni í tvö og hálft ár þar sem hann hafði áður verið í stofufangelsi í eitt ár. Hann var dæmdur eftir að hann sneri aftur til Moskvu frá Þýskalandi fyrir að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dómsins frá 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Hann sneri þó aftur til Rússlands um leið og hann gat, að eigin sögn, og var handtekinn við komuna til landsins. Skömmu síður var hann svo dæmdur.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira