Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit laus allra mála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2021 14:35 Hæstiréttur Íslands hafnaði málskotsbeiðni ákæruvaldsins í málinu. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur féllst ekki á málskotsbeiðni ákæruvaldsins í máli lögreglumanns sem var sýknaður af ákæru um stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Málið má rekja til þess að Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Lítið magn og lítil gæði Héraðsdómur Suðurlands og Landsréttur sýknuðu lögreglumanninn þrátt fyrir að það teldist sannað að hann hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að þótt sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, en í málskotsbeiðni ríkissaksóknara segir að ákæruvaldið telji dóm Landsréttar bersýnilega rangan að efni til, auk þess sem að mikilvægt sé að fá úr því skorið af Hæstarétti hvernig beita eigi í ákvæði í hegningarlögum sem snýr að vanrækslu opinberra starfsmanna, ekki síst í ljósi þess að málið snúist um ætlað brot lögreglumanns í starfi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu. Þá sé niðurstaða Landsréttar um sýknu að hluta til byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Var beiðninni því hafnað. Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43 Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Málið má rekja til þess að Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Lítið magn og lítil gæði Héraðsdómur Suðurlands og Landsréttur sýknuðu lögreglumanninn þrátt fyrir að það teldist sannað að hann hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að þótt sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, en í málskotsbeiðni ríkissaksóknara segir að ákæruvaldið telji dóm Landsréttar bersýnilega rangan að efni til, auk þess sem að mikilvægt sé að fá úr því skorið af Hæstarétti hvernig beita eigi í ákvæði í hegningarlögum sem snýr að vanrækslu opinberra starfsmanna, ekki síst í ljósi þess að málið snúist um ætlað brot lögreglumanns í starfi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu. Þá sé niðurstaða Landsréttar um sýknu að hluta til byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43 Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41
Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43
Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41