Markaðurinn sér stöðugleika í niðurstöðum kosninganna Snorri Másson skrifar 27. september 2021 12:40 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir Kauphöllin er græn á fyrsta virka degi eftir Alþingiskosningar. Komið hefur fram að sitjandi ríkisstjórn á nú í viðræðum um að halda áfram samstarfinu og aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að markaðir bregðist vel við slíkum stöðugleika. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi, sem er betri tölfræði en sést hefur á síðustu vikum vegna óvissu um stjórnmálin og sömuleiðis neikvæðra tíðinda á heimsmörkuðum. Mest viðskipti í morgun hafa verið með bréf í Arion banka eða fyrir 1,1 milljarð og sker bankinn sig þar verulega úr. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo eða sem nemur tæpum sex prósentum. Í sjávarútvegsfyrirtækinu Brim nemur hækkunin fimm og hálfu prósenti. Þá hækka bankarnir allir í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréf í Íslandsbanka, Arion banka og Kviku banka hækka öll um þrjú til fjögur prósent. „Þetta er talsverð hækkun á hlutabréfunum og töluverð lækkun á ríkisskuldabréfunum, ekkert sem er óþekkt svosem þegar fréttir sem skipta máli koma fram sérstaklega yfir helgi þar sem markaðar eru lokaðir á meðan. Þannig að þetta er töluverð sveifla en alls ekki eitthvað sem er óalgengt,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur þá lækkað töluvert, sem Jón Bjarki telur ekki síður tíðindi. „Það má lesa sem svo að skuldabréfamegin séu markaðsaðilar kannski að vænta minni verðbólgu og meira aðhalds í ríkisfjármálum en væntingar voru um fyrir helgi, að það verði ekki eins mikil skuldsetning þegar fram í sækir og verðbólgan skaplegri,“ segir Jón Bjarki. Meirihlutinn hélt í kosningunum og formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa gefið út að þeir muni ræða möguleikann á áframhaldandi samstarfi. „Þá hafa markaðir umhverfi sem þeir þekkja og óháð horfunum um skattaumhverfi, fjármálastefnu og mögulega hættu á meiri verðbólgu þá er bara stöðugleikinn sjálfur, meiri vissa um nánustu framtíð alltaf jákvæð fyrir markaði,“ segir Jón Bjarki. Alþingiskosningar 2021 Kauphöllin Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi, sem er betri tölfræði en sést hefur á síðustu vikum vegna óvissu um stjórnmálin og sömuleiðis neikvæðra tíðinda á heimsmörkuðum. Mest viðskipti í morgun hafa verið með bréf í Arion banka eða fyrir 1,1 milljarð og sker bankinn sig þar verulega úr. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo eða sem nemur tæpum sex prósentum. Í sjávarútvegsfyrirtækinu Brim nemur hækkunin fimm og hálfu prósenti. Þá hækka bankarnir allir í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréf í Íslandsbanka, Arion banka og Kviku banka hækka öll um þrjú til fjögur prósent. „Þetta er talsverð hækkun á hlutabréfunum og töluverð lækkun á ríkisskuldabréfunum, ekkert sem er óþekkt svosem þegar fréttir sem skipta máli koma fram sérstaklega yfir helgi þar sem markaðar eru lokaðir á meðan. Þannig að þetta er töluverð sveifla en alls ekki eitthvað sem er óalgengt,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur þá lækkað töluvert, sem Jón Bjarki telur ekki síður tíðindi. „Það má lesa sem svo að skuldabréfamegin séu markaðsaðilar kannski að vænta minni verðbólgu og meira aðhalds í ríkisfjármálum en væntingar voru um fyrir helgi, að það verði ekki eins mikil skuldsetning þegar fram í sækir og verðbólgan skaplegri,“ segir Jón Bjarki. Meirihlutinn hélt í kosningunum og formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa gefið út að þeir muni ræða möguleikann á áframhaldandi samstarfi. „Þá hafa markaðir umhverfi sem þeir þekkja og óháð horfunum um skattaumhverfi, fjármálastefnu og mögulega hættu á meiri verðbólgu þá er bara stöðugleikinn sjálfur, meiri vissa um nánustu framtíð alltaf jákvæð fyrir markaði,“ segir Jón Bjarki.
Alþingiskosningar 2021 Kauphöllin Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira