Ekki verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 26. september 2021 00:36 Séð yfir Vík í Mýrdal í Mýrdalshreppi. Vísir/EINAR Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna samhliða Alþingiskosningunum í dag. Tillagan var samþykkt í hinum sveitarfélögunum, alla jafna með naumum meirihluta. Í Ásahreppi var tillögunni hafnað með 78,7% greiddra atkvæða, 27 með og 107 á móti. Á kjörsókn voru 136 og kjörsókn 85,5%. Í Skaftárhreppi var tillagan samþykkt með 74,8% atkvæða, 202 með og 68 á móti. Á kjörskrá voru 370 og kjörsókn 75%. Íbúar í Rangárþingi ytra samþykktu sameiningu með 51% atkvæða, 453 með og 435 á móti. Á kjörskrá voru 1.247 og kjörsókn 73%. Úrslit í Mýrdalshreppi voru á þá leið að tillagan var samþykkt með 52% atkvæða, 133 með og 122 á móti. Á kjörskrá voru 370 og var kjörsókn 70,81%. Tillagan var samþykkt í Rangárþingi eystra með 52% atkvæða, 498 með og 455 á móti. 1.306 voru á kjörskrá og var kjörsókn 74,8%. Ætla ekki að nýta heimild til að sameina sveitarfélögin fjögur Sveitarstjórnirnar fimm höfðu gefið það út fyrir kosningar að heimild til að sameina þau sveitarfélög þar sem sameining er samþykkt þótt henni sé hafnað í einhverju sveitarfélaganna sem tillagan varðar verði ekki nýtt. Verður því ekki af sameiningu á Suðurlandi. Sveitarstjórnirnar skipuðu verkefnahóp í apríl árið 2020 til að kanna hvaða áhrif sameiningin myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Í kjölfar viðræðna var ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu. Voru viðræðurnar unnar í samræmi við stefnu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaganna þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu smærri sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36 „Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31 Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna samhliða Alþingiskosningunum í dag. Tillagan var samþykkt í hinum sveitarfélögunum, alla jafna með naumum meirihluta. Í Ásahreppi var tillögunni hafnað með 78,7% greiddra atkvæða, 27 með og 107 á móti. Á kjörsókn voru 136 og kjörsókn 85,5%. Í Skaftárhreppi var tillagan samþykkt með 74,8% atkvæða, 202 með og 68 á móti. Á kjörskrá voru 370 og kjörsókn 75%. Íbúar í Rangárþingi ytra samþykktu sameiningu með 51% atkvæða, 453 með og 435 á móti. Á kjörskrá voru 1.247 og kjörsókn 73%. Úrslit í Mýrdalshreppi voru á þá leið að tillagan var samþykkt með 52% atkvæða, 133 með og 122 á móti. Á kjörskrá voru 370 og var kjörsókn 70,81%. Tillagan var samþykkt í Rangárþingi eystra með 52% atkvæða, 498 með og 455 á móti. 1.306 voru á kjörskrá og var kjörsókn 74,8%. Ætla ekki að nýta heimild til að sameina sveitarfélögin fjögur Sveitarstjórnirnar fimm höfðu gefið það út fyrir kosningar að heimild til að sameina þau sveitarfélög þar sem sameining er samþykkt þótt henni sé hafnað í einhverju sveitarfélaganna sem tillagan varðar verði ekki nýtt. Verður því ekki af sameiningu á Suðurlandi. Sveitarstjórnirnar skipuðu verkefnahóp í apríl árið 2020 til að kanna hvaða áhrif sameiningin myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Í kjölfar viðræðna var ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu. Voru viðræðurnar unnar í samræmi við stefnu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaganna þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu smærri sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36 „Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31 Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36
„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31
Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14