Rúnar greindi frá þessu sjálfur í samtali við mbl.is eftir 6-0 tap gegn Valsmönnum í lokaumferð Pespi Max deildar karla í dag.
Eins og áður segir tók Rúnar við liðinu undir lok tímabils og fékk það erfiða verkefni að halda liðinu í deild þeirra bestu. Það tókst þó ekki og því verður hans fyrsta verkefni á heilu tímabili sem aðalþjálfari að koma liðinu beinustu leið upp úr Lengjudeildinni og í fremstu röð á ný.
Fylkir hafnaði í 12. og neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar með 16 stig, en Rúnar var áður þjálfari Stjörnunnar þar sem að hann gerði liðið að bikar- og Íslandsmeisturum.
„Það verður mitt hlutverk að búa til nýtt lið hér. Ég hef fulla trú á því að við getum komið með mínar áherslur hérna inn og búið til skemmtilegt lið,“ sagði Rúnar Páll þegar hann ræddi við mbl.is.