Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2021 16:54 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttur með 2-0 sigur sinna manna í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok. „Mér líður mjög vel. Líður vel að hafa unnið sigur hér á Stjörnuvellinum. Það hefur gengið illa hérna undanfarið. Frábært að vinna og bónus a lenda í þriðja sæti en við erum gríðarlega ánægðir með það og ánægðir með að halda hreinu. Þetta gefur okkur smá drauma að eiga möguleika á Evrópusæti,“ sagði Rúnar í leikslok. Staðan var markalaus í leikhléi en KR-ingar komu grimmir út í síðari hálfleik og skoruðu þar tvö mörk. „Ég var ánægður með liðið að mestu leyti. Aðeins í fyrri hálfleik fannst mér við eiga full margar daprar sendingar og missa boltann illa. Hleypum þeim í skyndisóknir sem þeir eru góðir í en við náum svosem að verjast því ágætlega. Gerum svo tvö góð mörk í síðari hálfleik. Fyrra markið smá klafs en við erum að koma boltanum inn í teiginn, vinnum seinni bolta og Óskar klárar vel. Svo seinna markið okkar þá bara gerum við út um leikinn. Svo sáum við bara til þess að leikurinn myndi deyja út smátt og smátt,“ sagði Rúnar og bætti við „við vorum að fylgjast með stöðunni fyrir norðan allan tímann og vissum það snemma í fyrri hálfleik hver staðan væri. Það er erfitt að gera breytingar meðan leikurinn var í gangi í fyrri hálfleik. Það var fínt að geta tilkynnt strákunum stöðuna í hinum leikjunum inni í hálfleik og fá menn til að trúa að möguleikinn er til staðar.“ KR enda sem fyrr segir í 3.sæti deildarinnar eftir að ekki leit út fyrir lengi vel að þeir yrðu svo ofarlega. Rúnar segir markmið KR alltaf vera Íslandsmeistaratitill. „Nei við erum aldrei ánægðir ef við förum snemma út úr bikar og erum ekki í baráttu í síðustu umferð um að vinna titilinn. Við erum búnir að vera í fullmiklum eltingaleik í sumar og við setjum markið alltaf hátt. Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári. Það gengur ekki alltaf upp en markmiðin eru alltaf þau sömu. Við fáum á okkur fæst mörk, 19 að ég held, og vanalega vinnurðu Íslandsmótið ef þú færð á þig undir 20 mörk en við erum ekki búnir að skora nægilega mikið og höfum verið að missa leiki niður í jafntefli, sérstaklega í upphafi móts. Stutt á milli í þessu. Heilt yfir getum við verið ánægðir og tala nú ekki um ef við skyldum grísast í Evrópusæti,“ sagði Rúnar. Tímabilinu og er lokið og þá spyrja margir hvort allir verði áfram í Vesturbænum. Rúnar sagði það allt vera í vinnslu. „Ég er með samning áfram og fer ekki neitt nema þeir reki mig. Það eru einhverjir lausir endar. Einhverjir leikmenn sem eru að renna út á samningi en við erum búnir að vera í sambandi við flest alla þá. Það er búið að gefa mönnum aðeins undir fótinn og þeir vita að hverju þeir geta gengið hjá okkur og svo er bara spurning hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í því verkefni. Ég veit ekki um neinn sem er að fara en það gæti breyst á morgun,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Líður vel að hafa unnið sigur hér á Stjörnuvellinum. Það hefur gengið illa hérna undanfarið. Frábært að vinna og bónus a lenda í þriðja sæti en við erum gríðarlega ánægðir með það og ánægðir með að halda hreinu. Þetta gefur okkur smá drauma að eiga möguleika á Evrópusæti,“ sagði Rúnar í leikslok. Staðan var markalaus í leikhléi en KR-ingar komu grimmir út í síðari hálfleik og skoruðu þar tvö mörk. „Ég var ánægður með liðið að mestu leyti. Aðeins í fyrri hálfleik fannst mér við eiga full margar daprar sendingar og missa boltann illa. Hleypum þeim í skyndisóknir sem þeir eru góðir í en við náum svosem að verjast því ágætlega. Gerum svo tvö góð mörk í síðari hálfleik. Fyrra markið smá klafs en við erum að koma boltanum inn í teiginn, vinnum seinni bolta og Óskar klárar vel. Svo seinna markið okkar þá bara gerum við út um leikinn. Svo sáum við bara til þess að leikurinn myndi deyja út smátt og smátt,“ sagði Rúnar og bætti við „við vorum að fylgjast með stöðunni fyrir norðan allan tímann og vissum það snemma í fyrri hálfleik hver staðan væri. Það er erfitt að gera breytingar meðan leikurinn var í gangi í fyrri hálfleik. Það var fínt að geta tilkynnt strákunum stöðuna í hinum leikjunum inni í hálfleik og fá menn til að trúa að möguleikinn er til staðar.“ KR enda sem fyrr segir í 3.sæti deildarinnar eftir að ekki leit út fyrir lengi vel að þeir yrðu svo ofarlega. Rúnar segir markmið KR alltaf vera Íslandsmeistaratitill. „Nei við erum aldrei ánægðir ef við förum snemma út úr bikar og erum ekki í baráttu í síðustu umferð um að vinna titilinn. Við erum búnir að vera í fullmiklum eltingaleik í sumar og við setjum markið alltaf hátt. Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári. Það gengur ekki alltaf upp en markmiðin eru alltaf þau sömu. Við fáum á okkur fæst mörk, 19 að ég held, og vanalega vinnurðu Íslandsmótið ef þú færð á þig undir 20 mörk en við erum ekki búnir að skora nægilega mikið og höfum verið að missa leiki niður í jafntefli, sérstaklega í upphafi móts. Stutt á milli í þessu. Heilt yfir getum við verið ánægðir og tala nú ekki um ef við skyldum grísast í Evrópusæti,“ sagði Rúnar. Tímabilinu og er lokið og þá spyrja margir hvort allir verði áfram í Vesturbænum. Rúnar sagði það allt vera í vinnslu. „Ég er með samning áfram og fer ekki neitt nema þeir reki mig. Það eru einhverjir lausir endar. Einhverjir leikmenn sem eru að renna út á samningi en við erum búnir að vera í sambandi við flest alla þá. Það er búið að gefa mönnum aðeins undir fótinn og þeir vita að hverju þeir geta gengið hjá okkur og svo er bara spurning hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í því verkefni. Ég veit ekki um neinn sem er að fara en það gæti breyst á morgun,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira