Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2021 16:54 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttur með 2-0 sigur sinna manna í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok. „Mér líður mjög vel. Líður vel að hafa unnið sigur hér á Stjörnuvellinum. Það hefur gengið illa hérna undanfarið. Frábært að vinna og bónus a lenda í þriðja sæti en við erum gríðarlega ánægðir með það og ánægðir með að halda hreinu. Þetta gefur okkur smá drauma að eiga möguleika á Evrópusæti,“ sagði Rúnar í leikslok. Staðan var markalaus í leikhléi en KR-ingar komu grimmir út í síðari hálfleik og skoruðu þar tvö mörk. „Ég var ánægður með liðið að mestu leyti. Aðeins í fyrri hálfleik fannst mér við eiga full margar daprar sendingar og missa boltann illa. Hleypum þeim í skyndisóknir sem þeir eru góðir í en við náum svosem að verjast því ágætlega. Gerum svo tvö góð mörk í síðari hálfleik. Fyrra markið smá klafs en við erum að koma boltanum inn í teiginn, vinnum seinni bolta og Óskar klárar vel. Svo seinna markið okkar þá bara gerum við út um leikinn. Svo sáum við bara til þess að leikurinn myndi deyja út smátt og smátt,“ sagði Rúnar og bætti við „við vorum að fylgjast með stöðunni fyrir norðan allan tímann og vissum það snemma í fyrri hálfleik hver staðan væri. Það er erfitt að gera breytingar meðan leikurinn var í gangi í fyrri hálfleik. Það var fínt að geta tilkynnt strákunum stöðuna í hinum leikjunum inni í hálfleik og fá menn til að trúa að möguleikinn er til staðar.“ KR enda sem fyrr segir í 3.sæti deildarinnar eftir að ekki leit út fyrir lengi vel að þeir yrðu svo ofarlega. Rúnar segir markmið KR alltaf vera Íslandsmeistaratitill. „Nei við erum aldrei ánægðir ef við förum snemma út úr bikar og erum ekki í baráttu í síðustu umferð um að vinna titilinn. Við erum búnir að vera í fullmiklum eltingaleik í sumar og við setjum markið alltaf hátt. Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári. Það gengur ekki alltaf upp en markmiðin eru alltaf þau sömu. Við fáum á okkur fæst mörk, 19 að ég held, og vanalega vinnurðu Íslandsmótið ef þú færð á þig undir 20 mörk en við erum ekki búnir að skora nægilega mikið og höfum verið að missa leiki niður í jafntefli, sérstaklega í upphafi móts. Stutt á milli í þessu. Heilt yfir getum við verið ánægðir og tala nú ekki um ef við skyldum grísast í Evrópusæti,“ sagði Rúnar. Tímabilinu og er lokið og þá spyrja margir hvort allir verði áfram í Vesturbænum. Rúnar sagði það allt vera í vinnslu. „Ég er með samning áfram og fer ekki neitt nema þeir reki mig. Það eru einhverjir lausir endar. Einhverjir leikmenn sem eru að renna út á samningi en við erum búnir að vera í sambandi við flest alla þá. Það er búið að gefa mönnum aðeins undir fótinn og þeir vita að hverju þeir geta gengið hjá okkur og svo er bara spurning hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í því verkefni. Ég veit ekki um neinn sem er að fara en það gæti breyst á morgun,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Líður vel að hafa unnið sigur hér á Stjörnuvellinum. Það hefur gengið illa hérna undanfarið. Frábært að vinna og bónus a lenda í þriðja sæti en við erum gríðarlega ánægðir með það og ánægðir með að halda hreinu. Þetta gefur okkur smá drauma að eiga möguleika á Evrópusæti,“ sagði Rúnar í leikslok. Staðan var markalaus í leikhléi en KR-ingar komu grimmir út í síðari hálfleik og skoruðu þar tvö mörk. „Ég var ánægður með liðið að mestu leyti. Aðeins í fyrri hálfleik fannst mér við eiga full margar daprar sendingar og missa boltann illa. Hleypum þeim í skyndisóknir sem þeir eru góðir í en við náum svosem að verjast því ágætlega. Gerum svo tvö góð mörk í síðari hálfleik. Fyrra markið smá klafs en við erum að koma boltanum inn í teiginn, vinnum seinni bolta og Óskar klárar vel. Svo seinna markið okkar þá bara gerum við út um leikinn. Svo sáum við bara til þess að leikurinn myndi deyja út smátt og smátt,“ sagði Rúnar og bætti við „við vorum að fylgjast með stöðunni fyrir norðan allan tímann og vissum það snemma í fyrri hálfleik hver staðan væri. Það er erfitt að gera breytingar meðan leikurinn var í gangi í fyrri hálfleik. Það var fínt að geta tilkynnt strákunum stöðuna í hinum leikjunum inni í hálfleik og fá menn til að trúa að möguleikinn er til staðar.“ KR enda sem fyrr segir í 3.sæti deildarinnar eftir að ekki leit út fyrir lengi vel að þeir yrðu svo ofarlega. Rúnar segir markmið KR alltaf vera Íslandsmeistaratitill. „Nei við erum aldrei ánægðir ef við förum snemma út úr bikar og erum ekki í baráttu í síðustu umferð um að vinna titilinn. Við erum búnir að vera í fullmiklum eltingaleik í sumar og við setjum markið alltaf hátt. Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári. Það gengur ekki alltaf upp en markmiðin eru alltaf þau sömu. Við fáum á okkur fæst mörk, 19 að ég held, og vanalega vinnurðu Íslandsmótið ef þú færð á þig undir 20 mörk en við erum ekki búnir að skora nægilega mikið og höfum verið að missa leiki niður í jafntefli, sérstaklega í upphafi móts. Stutt á milli í þessu. Heilt yfir getum við verið ánægðir og tala nú ekki um ef við skyldum grísast í Evrópusæti,“ sagði Rúnar. Tímabilinu og er lokið og þá spyrja margir hvort allir verði áfram í Vesturbænum. Rúnar sagði það allt vera í vinnslu. „Ég er með samning áfram og fer ekki neitt nema þeir reki mig. Það eru einhverjir lausir endar. Einhverjir leikmenn sem eru að renna út á samningi en við erum búnir að vera í sambandi við flest alla þá. Það er búið að gefa mönnum aðeins undir fótinn og þeir vita að hverju þeir geta gengið hjá okkur og svo er bara spurning hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í því verkefni. Ég veit ekki um neinn sem er að fara en það gæti breyst á morgun,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira