Varð ekkert var við bílinn sem keyrði út af í símamyndbandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 18:50 Guðmundur Franklín varð ekki var við það þegar bíllinn keyrði út af fyrir aftan hann. Vísir „Þetta var allt Glúmi að kenna. Bílstjórinn hefur séð hann og ekki trúað eigin augum,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksin, um myndband sem hann tók á ferðalagi um landið vegna Alþingiskosninganna. Á myndbandinu sést bíll keyra út af veginum og hvorki Guðmundur né Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi flokksins urðu varir við nokkuð. „Við tókum ekkert eftir þessu. Ef við hefðum séð hann keyra út af hefðum við farið og athugað ástandið. Guð minn góður, ég þarf að horfa á þetta á eftir“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu og kannaðist ekkert við þetta. Guðmundur tók myndbandið upp þegar þeir Glúmur Baldvinsson og sonur Guðmundar voru á ferð um landið í síðustu viku í tilefni Alþingiskosninga. Myndbandið er tekið upp í Skagafirði á síma Guðmundar þegar bíll sést óvænt fara út af veginum í afturglugganum. Segir flokkinn hafa verið beittan ofbeldi af fjölmiðlum Guðmundur segir stemninguna í flokknum mjög góða svo stuttu fyrir kosningar. Hann sé þó ósáttur með að flokkurinn hafi ekki fengið næga umfjöllun í aðdraganda kosninganna. „Við höfum bara verið beittir ofbeldi, af Morgunblaðinu til dæmis og öðrum fréttamiðlum. Það hefur ekkert verið fjallað um okkur en samt veit fólk um okkur. Þetta hefur verið og ég held að þegar fólk fer að tala um það úti í bæ þá líki fólki ekki við það. Fólk sér í gegn um svona bolabrögð,“ segir Guðmundur. Ástæðuna telur Guðmundur vilja flokksins til að breyta kvótakerfinu. Guðmundur Franklín fær sviðið í kappræðum á RÚV í kvöld. Hann stefnir á að sveifla til sín atkvæðum á lokasprettinum.Vísir/Vilhelm „Þá hatar Morgunblaðið okkur og Samherji og allt þetta lið. En þetta er allt í lagi, við erum komin til þess að vera og það er bara gaman að standa í þessu og mannbætandi.“ Kosningabaráttan hafi einkennst af þöggun. „Algerri þöggun, sem er ofbeldi, það er eins og að segja ekki fréttir eru falsfréttir. En við erum glimrandi ánægð með kosningabaráttuna sem slíka en við erum ótrúlega óánægð með Morgunblaðið og Fréttablaðið. En það er einkablað og við getum ekki sett út á það en Morgunblaðið, þó það sé einka þá er það allt komið á ríkisstyrki núna. Eftir að við fórum að tala um kvóta frysti Morgunblaðið okkur úti algerlega í umræðunni um stjórnmálaflokka,“ segir Guðmundur. „Þó við værum tíundi flokkurinn, þó við værum inni og þó það væri allt hundrað prósent klárt þá var bara eins og það væru níu flokkar í framboði hjá þeim og þeir birtu ekki greinar frá okkur, birtu ekki fréttatilkynningar. Þannig að við erum ekki parhrifnir af Morgunblaðinu.“ Í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mældist Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,8% fylgi. Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skagafjörður Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Á myndbandinu sést bíll keyra út af veginum og hvorki Guðmundur né Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi flokksins urðu varir við nokkuð. „Við tókum ekkert eftir þessu. Ef við hefðum séð hann keyra út af hefðum við farið og athugað ástandið. Guð minn góður, ég þarf að horfa á þetta á eftir“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu og kannaðist ekkert við þetta. Guðmundur tók myndbandið upp þegar þeir Glúmur Baldvinsson og sonur Guðmundar voru á ferð um landið í síðustu viku í tilefni Alþingiskosninga. Myndbandið er tekið upp í Skagafirði á síma Guðmundar þegar bíll sést óvænt fara út af veginum í afturglugganum. Segir flokkinn hafa verið beittan ofbeldi af fjölmiðlum Guðmundur segir stemninguna í flokknum mjög góða svo stuttu fyrir kosningar. Hann sé þó ósáttur með að flokkurinn hafi ekki fengið næga umfjöllun í aðdraganda kosninganna. „Við höfum bara verið beittir ofbeldi, af Morgunblaðinu til dæmis og öðrum fréttamiðlum. Það hefur ekkert verið fjallað um okkur en samt veit fólk um okkur. Þetta hefur verið og ég held að þegar fólk fer að tala um það úti í bæ þá líki fólki ekki við það. Fólk sér í gegn um svona bolabrögð,“ segir Guðmundur. Ástæðuna telur Guðmundur vilja flokksins til að breyta kvótakerfinu. Guðmundur Franklín fær sviðið í kappræðum á RÚV í kvöld. Hann stefnir á að sveifla til sín atkvæðum á lokasprettinum.Vísir/Vilhelm „Þá hatar Morgunblaðið okkur og Samherji og allt þetta lið. En þetta er allt í lagi, við erum komin til þess að vera og það er bara gaman að standa í þessu og mannbætandi.“ Kosningabaráttan hafi einkennst af þöggun. „Algerri þöggun, sem er ofbeldi, það er eins og að segja ekki fréttir eru falsfréttir. En við erum glimrandi ánægð með kosningabaráttuna sem slíka en við erum ótrúlega óánægð með Morgunblaðið og Fréttablaðið. En það er einkablað og við getum ekki sett út á það en Morgunblaðið, þó það sé einka þá er það allt komið á ríkisstyrki núna. Eftir að við fórum að tala um kvóta frysti Morgunblaðið okkur úti algerlega í umræðunni um stjórnmálaflokka,“ segir Guðmundur. „Þó við værum tíundi flokkurinn, þó við værum inni og þó það væri allt hundrað prósent klárt þá var bara eins og það væru níu flokkar í framboði hjá þeim og þeir birtu ekki greinar frá okkur, birtu ekki fréttatilkynningar. Þannig að við erum ekki parhrifnir af Morgunblaðinu.“ Í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mældist Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,8% fylgi.
Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skagafjörður Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira