Svona virka nýjar meðalhraðamyndavélar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 20:30 Til skoðunar er að koma nýju tækninni upp í Hvalfjarðargöngum. vísir/vilhelm Samgönguráðuneytið hefur veitt lögreglu heimild til að styðjast við nýjar hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða bíla á löngum vegarkafla. Enn liggur ekki fyrir hvernig sektum fyrir of hraðan meðalakstur verður háttað. Heimildin til að sekta út frá meðalhraðamyndavélunum var veitt með nýjum samningum ráðuneytisins við Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Vegagerðina. Nýja tæknin hefur verið í prófun í bæði Norðfjarðargöngunum og á Grindarvíkurvegi síðustu mánuði. Nú er í bígerð að koma eins tækni fyrir á Þingvallavegi og þá eru fleiri vegarkaflar á landinu til skoðunar, til dæmis Hvalfjarðargöngin. Ferð ekki Hvalfjarðargöng á undir 5 mínútum En hvernig virkar þessi nýja tækni? Tökum Hvalfjarðargöngin sem dæmi en hægt er að sjá þetta betur myndrænt í fréttaklippunni hér að neðan: Myndavélum væri þá komið fyrir bæði við báða enda ganganna. Þegar bíll keyrir inn í þau er tekin af honum mynd. Hvalfjarðargöngin eru rúmlega 5,7 kílómetra löng. Hámarkshraðinn í þeim er 70 kílómetrar á klukkustund. Þetta þýðir að ef bíllinn fer á löglegum hraða í gegn um öll göngin ætti hann ekki að geta verið mikið fljótari en fimm mínútur á leiðinni. Þegar hann kemur út úr göngunum tekur hin myndavélin einnig af honum mynd og reiknar síðan út meðalhraða bílsins á leiðinni. Óljóst hvernig yrði sektað Og ef hann var ekki nema fjórar og hálfa mínútu að fara göngin þýðir það auðvitað sekt. En það virðist reyndar alls ekki verið búið að ákveða hvernig eigi að sekta fyrir of háan meðalhraða. Eins og er eru öll sektarviðmið lögreglunnar aðeins við hámarkshraða og með þessari nýju tækni er engin leið að vita hvort einhver keyrir á 110 kílómetra hraða í heila mínútu á vegarkafla í Hvalfjarðargöngum eða jafnvel á 140 kílómetra hraða í hálfa mínútu. Umferð Umferðaröryggi Lögreglan Samgöngur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Heimildin til að sekta út frá meðalhraðamyndavélunum var veitt með nýjum samningum ráðuneytisins við Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Vegagerðina. Nýja tæknin hefur verið í prófun í bæði Norðfjarðargöngunum og á Grindarvíkurvegi síðustu mánuði. Nú er í bígerð að koma eins tækni fyrir á Þingvallavegi og þá eru fleiri vegarkaflar á landinu til skoðunar, til dæmis Hvalfjarðargöngin. Ferð ekki Hvalfjarðargöng á undir 5 mínútum En hvernig virkar þessi nýja tækni? Tökum Hvalfjarðargöngin sem dæmi en hægt er að sjá þetta betur myndrænt í fréttaklippunni hér að neðan: Myndavélum væri þá komið fyrir bæði við báða enda ganganna. Þegar bíll keyrir inn í þau er tekin af honum mynd. Hvalfjarðargöngin eru rúmlega 5,7 kílómetra löng. Hámarkshraðinn í þeim er 70 kílómetrar á klukkustund. Þetta þýðir að ef bíllinn fer á löglegum hraða í gegn um öll göngin ætti hann ekki að geta verið mikið fljótari en fimm mínútur á leiðinni. Þegar hann kemur út úr göngunum tekur hin myndavélin einnig af honum mynd og reiknar síðan út meðalhraða bílsins á leiðinni. Óljóst hvernig yrði sektað Og ef hann var ekki nema fjórar og hálfa mínútu að fara göngin þýðir það auðvitað sekt. En það virðist reyndar alls ekki verið búið að ákveða hvernig eigi að sekta fyrir of háan meðalhraða. Eins og er eru öll sektarviðmið lögreglunnar aðeins við hámarkshraða og með þessari nýju tækni er engin leið að vita hvort einhver keyrir á 110 kílómetra hraða í heila mínútu á vegarkafla í Hvalfjarðargöngum eða jafnvel á 140 kílómetra hraða í hálfa mínútu.
Umferð Umferðaröryggi Lögreglan Samgöngur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira