Sérstaklega löng kosninganótt fram undan Snorri Másson skrifar 23. september 2021 22:31 Það þarf að flytja atkvæði landshlutanna á milli aðfaranótt sunnudags - og það getur alltaf tafist. Stöð 2 Landsmenn þurfa líklega að bíða langt fram á morgun eftir endanlegum niðurstöðum kosninganna um helgina. Slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða setja strik í reikninginn. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu. Spáin er að skána en veðrið verður í lykilhlutverki á laugardaginn. Ekki aðeins óttast fólk að vonda veðrið fæli fólk frá því að fara og kjósa, heldur gæti það einnig skapað töluverð vandræði um kvöldið þegar kemur að því að ferja atkvæðin frá kjördeildum landsins og á talningarstaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var í máli og myndum yfir umfangsmikla atkvæðaflutninga sem kjörstjórnir landsins þurfa að standa í aðfaranótt sunnudags: Þyrla og varðskip til taks Vanalega hafa Grímseyingar klárað að kjósa um hádegisbil og atkvæðin geta þá verið komin um miðjan dag til Akureyrar með skipi. Ef veðrið verður eins og verstu spár gera ráð fyrir gæti verið vandkvæðum bundið að sigla með atkvæðin í land og þá er verið að treysta á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veðrið á að versna með kvöldinu á laugardag. Kjörstaðir loka klukkan tíu í Vestmannaeyjum en formaður yfirkjörstjórnar segir ekki líta vænlega út miðað við núverandi spár að flytja atkvæðin í land. „Það eru allir valkostir opnir, þeir eru að skipuleggja að það geti verið varðskip í nánd til að stíga inn og þyrlan mögulega líka,“ segir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, í samtali við fréttastofu. Langar vegalengdir með atkvæði Ekki er hægt að byrja að telja hin sögulega mörgu utankjörfundaratkvæði, sem í ár stefnir í að geti orðið fleiri en 40.000, fyrr en eftir lokun allra kjörstaða. Þegar fréttastofa ræddi við sýslumann á þriðja tíma í dag voru atkvæðin orðin 37.000. Atkvæðum frá Austfjörðum er venjulega öllum flogið frá Egilsstöðum en ef veður leyfir það ekki, þarf björgunarsveitin að flytja þau með bíl á Akureyri. Þá eru þau ekki að berast þangað fyrr en kannski um fjögur eða fimmleytið um nóttina. Í Suðurkjördæmi eru atkvæðin frá Höfn í Hornafirði ekki að skila sér á Selfoss fyrr en í fyrsta lagi um fjögur eða fimm um nóttina og í Norðausturkjördæmi eru atkvæðin frá Ísafirði og Sauðárkróki ekki að skila sér í Borgarfjörð fyrr en um svipað leyti. Þá fyrst er hægt að byrja að telja utankjörfundaratkvæðin. „Við reynum bara að standa mjög vel að verki. Vöndum okkur við þetta og gerum þetta vel. Það getur vel verið að það taki lengri tíma nú en oft áður og það verður þá bara svo að vera,“ sagði Þórir. En hversu mikið lengri tíma? Vísir hefur rætt við yfirkjörstjórnir um allt land, einn segir að við verðum að til sex, annar sjö og sá þriðji til allt að tíu. Það er ljóst að það er sérstaklega löng nótt í vændum - gleðileg rússíbanareið fyrir suma en hægfara vonbrigði fyrir aðra. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Spáin er að skána en veðrið verður í lykilhlutverki á laugardaginn. Ekki aðeins óttast fólk að vonda veðrið fæli fólk frá því að fara og kjósa, heldur gæti það einnig skapað töluverð vandræði um kvöldið þegar kemur að því að ferja atkvæðin frá kjördeildum landsins og á talningarstaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var í máli og myndum yfir umfangsmikla atkvæðaflutninga sem kjörstjórnir landsins þurfa að standa í aðfaranótt sunnudags: Þyrla og varðskip til taks Vanalega hafa Grímseyingar klárað að kjósa um hádegisbil og atkvæðin geta þá verið komin um miðjan dag til Akureyrar með skipi. Ef veðrið verður eins og verstu spár gera ráð fyrir gæti verið vandkvæðum bundið að sigla með atkvæðin í land og þá er verið að treysta á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veðrið á að versna með kvöldinu á laugardag. Kjörstaðir loka klukkan tíu í Vestmannaeyjum en formaður yfirkjörstjórnar segir ekki líta vænlega út miðað við núverandi spár að flytja atkvæðin í land. „Það eru allir valkostir opnir, þeir eru að skipuleggja að það geti verið varðskip í nánd til að stíga inn og þyrlan mögulega líka,“ segir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, í samtali við fréttastofu. Langar vegalengdir með atkvæði Ekki er hægt að byrja að telja hin sögulega mörgu utankjörfundaratkvæði, sem í ár stefnir í að geti orðið fleiri en 40.000, fyrr en eftir lokun allra kjörstaða. Þegar fréttastofa ræddi við sýslumann á þriðja tíma í dag voru atkvæðin orðin 37.000. Atkvæðum frá Austfjörðum er venjulega öllum flogið frá Egilsstöðum en ef veður leyfir það ekki, þarf björgunarsveitin að flytja þau með bíl á Akureyri. Þá eru þau ekki að berast þangað fyrr en kannski um fjögur eða fimmleytið um nóttina. Í Suðurkjördæmi eru atkvæðin frá Höfn í Hornafirði ekki að skila sér á Selfoss fyrr en í fyrsta lagi um fjögur eða fimm um nóttina og í Norðausturkjördæmi eru atkvæðin frá Ísafirði og Sauðárkróki ekki að skila sér í Borgarfjörð fyrr en um svipað leyti. Þá fyrst er hægt að byrja að telja utankjörfundaratkvæðin. „Við reynum bara að standa mjög vel að verki. Vöndum okkur við þetta og gerum þetta vel. Það getur vel verið að það taki lengri tíma nú en oft áður og það verður þá bara svo að vera,“ sagði Þórir. En hversu mikið lengri tíma? Vísir hefur rætt við yfirkjörstjórnir um allt land, einn segir að við verðum að til sex, annar sjö og sá þriðji til allt að tíu. Það er ljóst að það er sérstaklega löng nótt í vændum - gleðileg rússíbanareið fyrir suma en hægfara vonbrigði fyrir aðra.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira