Sérstaklega löng kosninganótt fram undan Snorri Másson skrifar 23. september 2021 22:31 Það þarf að flytja atkvæði landshlutanna á milli aðfaranótt sunnudags - og það getur alltaf tafist. Stöð 2 Landsmenn þurfa líklega að bíða langt fram á morgun eftir endanlegum niðurstöðum kosninganna um helgina. Slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða setja strik í reikninginn. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu. Spáin er að skána en veðrið verður í lykilhlutverki á laugardaginn. Ekki aðeins óttast fólk að vonda veðrið fæli fólk frá því að fara og kjósa, heldur gæti það einnig skapað töluverð vandræði um kvöldið þegar kemur að því að ferja atkvæðin frá kjördeildum landsins og á talningarstaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var í máli og myndum yfir umfangsmikla atkvæðaflutninga sem kjörstjórnir landsins þurfa að standa í aðfaranótt sunnudags: Þyrla og varðskip til taks Vanalega hafa Grímseyingar klárað að kjósa um hádegisbil og atkvæðin geta þá verið komin um miðjan dag til Akureyrar með skipi. Ef veðrið verður eins og verstu spár gera ráð fyrir gæti verið vandkvæðum bundið að sigla með atkvæðin í land og þá er verið að treysta á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veðrið á að versna með kvöldinu á laugardag. Kjörstaðir loka klukkan tíu í Vestmannaeyjum en formaður yfirkjörstjórnar segir ekki líta vænlega út miðað við núverandi spár að flytja atkvæðin í land. „Það eru allir valkostir opnir, þeir eru að skipuleggja að það geti verið varðskip í nánd til að stíga inn og þyrlan mögulega líka,“ segir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, í samtali við fréttastofu. Langar vegalengdir með atkvæði Ekki er hægt að byrja að telja hin sögulega mörgu utankjörfundaratkvæði, sem í ár stefnir í að geti orðið fleiri en 40.000, fyrr en eftir lokun allra kjörstaða. Þegar fréttastofa ræddi við sýslumann á þriðja tíma í dag voru atkvæðin orðin 37.000. Atkvæðum frá Austfjörðum er venjulega öllum flogið frá Egilsstöðum en ef veður leyfir það ekki, þarf björgunarsveitin að flytja þau með bíl á Akureyri. Þá eru þau ekki að berast þangað fyrr en kannski um fjögur eða fimmleytið um nóttina. Í Suðurkjördæmi eru atkvæðin frá Höfn í Hornafirði ekki að skila sér á Selfoss fyrr en í fyrsta lagi um fjögur eða fimm um nóttina og í Norðausturkjördæmi eru atkvæðin frá Ísafirði og Sauðárkróki ekki að skila sér í Borgarfjörð fyrr en um svipað leyti. Þá fyrst er hægt að byrja að telja utankjörfundaratkvæðin. „Við reynum bara að standa mjög vel að verki. Vöndum okkur við þetta og gerum þetta vel. Það getur vel verið að það taki lengri tíma nú en oft áður og það verður þá bara svo að vera,“ sagði Þórir. En hversu mikið lengri tíma? Vísir hefur rætt við yfirkjörstjórnir um allt land, einn segir að við verðum að til sex, annar sjö og sá þriðji til allt að tíu. Það er ljóst að það er sérstaklega löng nótt í vændum - gleðileg rússíbanareið fyrir suma en hægfara vonbrigði fyrir aðra. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Spáin er að skána en veðrið verður í lykilhlutverki á laugardaginn. Ekki aðeins óttast fólk að vonda veðrið fæli fólk frá því að fara og kjósa, heldur gæti það einnig skapað töluverð vandræði um kvöldið þegar kemur að því að ferja atkvæðin frá kjördeildum landsins og á talningarstaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var í máli og myndum yfir umfangsmikla atkvæðaflutninga sem kjörstjórnir landsins þurfa að standa í aðfaranótt sunnudags: Þyrla og varðskip til taks Vanalega hafa Grímseyingar klárað að kjósa um hádegisbil og atkvæðin geta þá verið komin um miðjan dag til Akureyrar með skipi. Ef veðrið verður eins og verstu spár gera ráð fyrir gæti verið vandkvæðum bundið að sigla með atkvæðin í land og þá er verið að treysta á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veðrið á að versna með kvöldinu á laugardag. Kjörstaðir loka klukkan tíu í Vestmannaeyjum en formaður yfirkjörstjórnar segir ekki líta vænlega út miðað við núverandi spár að flytja atkvæðin í land. „Það eru allir valkostir opnir, þeir eru að skipuleggja að það geti verið varðskip í nánd til að stíga inn og þyrlan mögulega líka,“ segir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, í samtali við fréttastofu. Langar vegalengdir með atkvæði Ekki er hægt að byrja að telja hin sögulega mörgu utankjörfundaratkvæði, sem í ár stefnir í að geti orðið fleiri en 40.000, fyrr en eftir lokun allra kjörstaða. Þegar fréttastofa ræddi við sýslumann á þriðja tíma í dag voru atkvæðin orðin 37.000. Atkvæðum frá Austfjörðum er venjulega öllum flogið frá Egilsstöðum en ef veður leyfir það ekki, þarf björgunarsveitin að flytja þau með bíl á Akureyri. Þá eru þau ekki að berast þangað fyrr en kannski um fjögur eða fimmleytið um nóttina. Í Suðurkjördæmi eru atkvæðin frá Höfn í Hornafirði ekki að skila sér á Selfoss fyrr en í fyrsta lagi um fjögur eða fimm um nóttina og í Norðausturkjördæmi eru atkvæðin frá Ísafirði og Sauðárkróki ekki að skila sér í Borgarfjörð fyrr en um svipað leyti. Þá fyrst er hægt að byrja að telja utankjörfundaratkvæðin. „Við reynum bara að standa mjög vel að verki. Vöndum okkur við þetta og gerum þetta vel. Það getur vel verið að það taki lengri tíma nú en oft áður og það verður þá bara svo að vera,“ sagði Þórir. En hversu mikið lengri tíma? Vísir hefur rætt við yfirkjörstjórnir um allt land, einn segir að við verðum að til sex, annar sjö og sá þriðji til allt að tíu. Það er ljóst að það er sérstaklega löng nótt í vændum - gleðileg rússíbanareið fyrir suma en hægfara vonbrigði fyrir aðra.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira