Í tilkynningu frá félaginu segir að Play sé með þessu að bregðast við aukinni eftirspurn á flugi til og frá Íslandi samhliða batnandi stöðu kórónuveirufaraldursins.
Félagið hafi fengið lendingarleyfi á Schiphol-flugvelli, sem er þriðji stærsti flugvöllur Evrópu, og hefst miðasala í dag.
Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að sala flugmiða hafi tekið kipp síðustu vikur og að félagið finni greinilega að fólk sé tilbúið að ferðast.
„Við teljum því tímabært að útvíkka leiðarkerfi okkar í Evrópu og bjóða viðskiptavinum upp á lág fargjöld til Amsterdam. Við eigum ekki von á öðru en að þessum nýja áfangastað okkar verði tekið mjög vel af Íslendingum sem og Hollendingum sem vilja ferðast til Íslands,“ er haft eftir Birgi.