Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2021 10:35 Kolbrún Benediktsson varahéraðssaksóknari er sannfærð um að Angjelin hafi setið fyrir Armando. Vísir/Vilhelm Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. Angjelin Sterkaj er ákærður fyrir að hafa skotið Armando Beqirai til bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn, sem hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Angjelin fer fram á það að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin verði dæmdur í 16 til 20 ára fangelsi, og þá frekar í fleiri ár en færri. Hin verði dæmd fyrir samverknað að manndrápinu, ef ekki þá hlutdeild. Lágmark fyrir slíkan dóm eru fimm ár í fangelsi. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag í síðustu viku og stóðu vitnaleiðslur yfir í fjóra daga. Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi. „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn“ Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, byrjaði á málflutningi sínum og fór ítarlega yfir þátt hvers og eins ákærða. Hún dró það fram að að mati ákæruvaldsins væri alveg ljóst að Angjelin hafi skipulagt morðið fyrirfram. Hún leiddi að því líkum að Angjelin hafi ekki viljað að fundur, sem átti að fara fram milli hans, Armando og fleiri aðila á mánudeginum eftir morðið, færi fram. Hann hafi því ákveðið að myrða Armando á laugardagskvöldið. Angjelin hafi verið staddur í Varmahlíð á Norðurlandi dagana fyrir morðið en snúið til Reykjavíkur síðdegis á laugardeginum. Fyrir hafi legið að Angjelin myndi snúa aftur norður, þar sem sumarbústaðurinn sem hann dvaldi í hafði verið leigður á laugardeginum eina nótt í viðbót. Verjendur ákærðu taka til máls að loknum málflutningi saksóknara.Vísir Það stæðist þá ekki, að mati ákæruvaldsins, að Angjelin og Armando hafi rifist áður en Armando hafi verið skotinn. 57 sekúndur hafi liðið frá því að Armando hafi gengið út úr bílskúrnum heima hjá sér, þar til Angjelin og Shpetim keyrðu í burtu. Þá hafi Angjelin jafnframt verið vopnaður, og búinn að skrúfa hljóðdeyfi á skammbyssuna, þegar hann kom að heimil Armandos. Fullyrðingar um rifrildi geti ekki staðist „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn. Ekki bara með skammbyssu heldur með skammbyssu með hljóðdeyfi. Hann er búinn að skrúfa hann á byssuna áður en hann er kominn,“ sagði Kolbrún. Þá dró hún það jafnframt fram að Angjelin hafi haldið því fram að brotist hafi út hávært rifrildi milli þeirra Armando fyrir framan Rauðagerði 28, Armando hafi verið ógnandi og Angjelin skotið hann í sjálfsvörn. Kolbrún sagði það ekki geta staðist, tvö vitni, sem búsett eru á neðri hæð hússins, hafi ekki heyrt neitt rifrildi fyrir utan og að jafnframt hafi varla gefist tími fyrir nokkuð rifrildi milli Angjelins og Armandos, á þeim 57 sekúndum sem liðu frá því að Armando gekk út úr bílskúrnum heima hjá sér og þar til Angjelin keyrði í burt. „Mat ákæruvaldsins er að þarna hafi átt sér stað hrein og klár aftaka. Það var enginn sáttafundur sem átti að eiga sér þarna stað. Hann [Angjelin] fór þarna til að svipta Armando Beqirai lífi og tókst það,“ sagði Kolbrún. Þá lagði hún áherslu á það að meðákærðu, Shpetim, Claudia og Murat hafi öll vitað af því sem væri yfirvofandi. Þau hafi öll verið meðvituð um það að Angjelin hygðist bana Armando og hafi tekið þátt í að skipuleggja það og unnu saman að því að banatilræðið gengi upp. Morð í Rauðagerði Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56 Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21 Lögreglan með viðveru við héraðsdóm vegna Rauðagerðismálsins Rauðagerðismálið þykir afar sérstætt á íslenskan mælikvarða og til marks um það þá hefur lögreglan haft talsverðan viðbúnað Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 15. september 2021 18:33 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Angjelin Sterkaj er ákærður fyrir að hafa skotið Armando Beqirai til bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn, sem hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Angjelin fer fram á það að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin verði dæmdur í 16 til 20 ára fangelsi, og þá frekar í fleiri ár en færri. Hin verði dæmd fyrir samverknað að manndrápinu, ef ekki þá hlutdeild. Lágmark fyrir slíkan dóm eru fimm ár í fangelsi. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag í síðustu viku og stóðu vitnaleiðslur yfir í fjóra daga. Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi. „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn“ Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, byrjaði á málflutningi sínum og fór ítarlega yfir þátt hvers og eins ákærða. Hún dró það fram að að mati ákæruvaldsins væri alveg ljóst að Angjelin hafi skipulagt morðið fyrirfram. Hún leiddi að því líkum að Angjelin hafi ekki viljað að fundur, sem átti að fara fram milli hans, Armando og fleiri aðila á mánudeginum eftir morðið, færi fram. Hann hafi því ákveðið að myrða Armando á laugardagskvöldið. Angjelin hafi verið staddur í Varmahlíð á Norðurlandi dagana fyrir morðið en snúið til Reykjavíkur síðdegis á laugardeginum. Fyrir hafi legið að Angjelin myndi snúa aftur norður, þar sem sumarbústaðurinn sem hann dvaldi í hafði verið leigður á laugardeginum eina nótt í viðbót. Verjendur ákærðu taka til máls að loknum málflutningi saksóknara.Vísir Það stæðist þá ekki, að mati ákæruvaldsins, að Angjelin og Armando hafi rifist áður en Armando hafi verið skotinn. 57 sekúndur hafi liðið frá því að Armando hafi gengið út úr bílskúrnum heima hjá sér, þar til Angjelin og Shpetim keyrðu í burtu. Þá hafi Angjelin jafnframt verið vopnaður, og búinn að skrúfa hljóðdeyfi á skammbyssuna, þegar hann kom að heimil Armandos. Fullyrðingar um rifrildi geti ekki staðist „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn. Ekki bara með skammbyssu heldur með skammbyssu með hljóðdeyfi. Hann er búinn að skrúfa hann á byssuna áður en hann er kominn,“ sagði Kolbrún. Þá dró hún það jafnframt fram að Angjelin hafi haldið því fram að brotist hafi út hávært rifrildi milli þeirra Armando fyrir framan Rauðagerði 28, Armando hafi verið ógnandi og Angjelin skotið hann í sjálfsvörn. Kolbrún sagði það ekki geta staðist, tvö vitni, sem búsett eru á neðri hæð hússins, hafi ekki heyrt neitt rifrildi fyrir utan og að jafnframt hafi varla gefist tími fyrir nokkuð rifrildi milli Angjelins og Armandos, á þeim 57 sekúndum sem liðu frá því að Armando gekk út úr bílskúrnum heima hjá sér og þar til Angjelin keyrði í burt. „Mat ákæruvaldsins er að þarna hafi átt sér stað hrein og klár aftaka. Það var enginn sáttafundur sem átti að eiga sér þarna stað. Hann [Angjelin] fór þarna til að svipta Armando Beqirai lífi og tókst það,“ sagði Kolbrún. Þá lagði hún áherslu á það að meðákærðu, Shpetim, Claudia og Murat hafi öll vitað af því sem væri yfirvofandi. Þau hafi öll verið meðvituð um það að Angjelin hygðist bana Armando og hafi tekið þátt í að skipuleggja það og unnu saman að því að banatilræðið gengi upp.
Morð í Rauðagerði Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56 Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21 Lögreglan með viðveru við héraðsdóm vegna Rauðagerðismálsins Rauðagerðismálið þykir afar sérstætt á íslenskan mælikvarða og til marks um það þá hefur lögreglan haft talsverðan viðbúnað Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 15. september 2021 18:33 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56
Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21
Lögreglan með viðveru við héraðsdóm vegna Rauðagerðismálsins Rauðagerðismálið þykir afar sérstætt á íslenskan mælikvarða og til marks um það þá hefur lögreglan haft talsverðan viðbúnað Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 15. september 2021 18:33