Íslenskur bar á alþjóðlegum topplista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2021 19:44 Hér eru þeir Jakob Eggertsson, Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktsson og Sindri Árnason eigendur Jungle. Jakob Eggertsson Íslenski hanastélsbarinn Jungle hefur verið valinn af 50 Best Discovery á lista yfir fimmtíu veitingastaði og bari í heiminum sem ferðalangar ættu að heimsækja. Þetta er fyrsta skiptið sem íslenskur bar kemst á þennan lista. Listinn er á vegum 50 Best Discovery. Á hverju ári kjósa sérfræðingar fimmtíu bestu bari í heiminum, sem enda á listanum 50 Best Bars, en sérfræðingarnir velja svo aukalega fimmtíu staði til viðbótar sem komust ekki inn á listann en þeim finnst vert að minnast á. Jungle hafnaði á síðari listanum. „Þetta kveikir rosalega í manni og sýnir að maður er á réttri braut,“ segir Jónas Heiðarr Guðnason, einn af eigendum Jungle. Í dómi 50 Best Discovery segir að Jungle sé alger 21. aldar kokteilbar. Augljóst sé að þúsaldarkynslóðin ráði ríkjum á kránni, þar sem plöntur séu í öllum hornum og skrautlegt veggfóður upp um alla veggi. Í dómi 50 Best Bars segir að drykkirnir á Jungle séu fjölbreyttir og skemmtilegir.Jakob Eggertsson „Þessi vinalega hugmynd um hverfisbarinn breytist eftir því sem líður á vikuna. Það er gleðistund allan daginn á mánudögum, róleg stemning um miðja vikuna og partý um helgar þegar teymið reynir að sinna barþjónastörfum og störfum plötusnúðs á sama tíma,“ segir í dómnum. „Drykkirnir eru mjög fjölbreyttir: einfaldir, fínir, framandi og áfengislausu drykkirnir ekki af verri endanum.“ Eigendur Jungle segja viðurkenninguna skipta miklu máli. Viðurkenningin sé hvatning til að gera enn betur. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að bæta okkur og það að fá svona viðurkenningu lætur okkur vinna ennþá harðar að því,“ segir Ólafur Andri Benediktsson, einn eigenda Jungle. „Við erum rétt að verða tveggja ára núna í nóvember, þannig þetta eru hrikalega skemmtilegar fréttir. Verður gaman að sjá hvað við getum gert þegar heimurinn fer að opnast allur á ný.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að Jungle væri á listanum yfir fimmtíu bestu barina en hann reyndist á lista yfir fimmtíu bari sem dómnefndinni fannst vert að minnast á. Þetta hefur verið leiðrétt. Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Listinn er á vegum 50 Best Discovery. Á hverju ári kjósa sérfræðingar fimmtíu bestu bari í heiminum, sem enda á listanum 50 Best Bars, en sérfræðingarnir velja svo aukalega fimmtíu staði til viðbótar sem komust ekki inn á listann en þeim finnst vert að minnast á. Jungle hafnaði á síðari listanum. „Þetta kveikir rosalega í manni og sýnir að maður er á réttri braut,“ segir Jónas Heiðarr Guðnason, einn af eigendum Jungle. Í dómi 50 Best Discovery segir að Jungle sé alger 21. aldar kokteilbar. Augljóst sé að þúsaldarkynslóðin ráði ríkjum á kránni, þar sem plöntur séu í öllum hornum og skrautlegt veggfóður upp um alla veggi. Í dómi 50 Best Bars segir að drykkirnir á Jungle séu fjölbreyttir og skemmtilegir.Jakob Eggertsson „Þessi vinalega hugmynd um hverfisbarinn breytist eftir því sem líður á vikuna. Það er gleðistund allan daginn á mánudögum, róleg stemning um miðja vikuna og partý um helgar þegar teymið reynir að sinna barþjónastörfum og störfum plötusnúðs á sama tíma,“ segir í dómnum. „Drykkirnir eru mjög fjölbreyttir: einfaldir, fínir, framandi og áfengislausu drykkirnir ekki af verri endanum.“ Eigendur Jungle segja viðurkenninguna skipta miklu máli. Viðurkenningin sé hvatning til að gera enn betur. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að bæta okkur og það að fá svona viðurkenningu lætur okkur vinna ennþá harðar að því,“ segir Ólafur Andri Benediktsson, einn eigenda Jungle. „Við erum rétt að verða tveggja ára núna í nóvember, þannig þetta eru hrikalega skemmtilegar fréttir. Verður gaman að sjá hvað við getum gert þegar heimurinn fer að opnast allur á ný.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að Jungle væri á listanum yfir fimmtíu bestu barina en hann reyndist á lista yfir fimmtíu bari sem dómnefndinni fannst vert að minnast á. Þetta hefur verið leiðrétt.
Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira