Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2021 20:01 Þau Ragnhildur Hjaltadóttir og Alfreð Garðarsson giftu sig í Miðgarðakirkju og skírðu og fermdu börnin sína þar. Vísir/Sigurjón Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. Það var um ellefu leitið í gærkvöldi sem annar slökkviliðsmanna í Grímsey fékk tilkynningu um að Miðgarðakirkja í eyjunni væri orðin alelda. Strax varð ljóst að ekki tækist að bjarga kirkjunni en hins vegar var sprautað vatni á leiði og krossa í kring. Þá var lögð áhersla á að verja gamla prestsbústaðinn við hliðina. Slökkviliðið lauk störfum um klukkan tvö í nótt og þá var ljóst að altjón hafði orðið. Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar í Grímsey segir mikinn missi af kirkjunni fyrir alla eyjaskeggja. „Þetta er rosalega mikið tjón, aðallega tilfinningalegt. Það eru bara allir í áfalli sem urðu vitni að þessu. Svo voru þarna ótal munir sem eru óbætanlegir,“ segir Alfreð. Kirkjan var byggð úr rekaviði árið 1867 og byggt við hana 1932. Árið 1956 voru gerðar miklar endurbætur á henni og hún endurvígð. Kirkjan var svo friðuð 1. janúar 1990. Alfreð segir að mikil menningarverðmæti hafi falist í innanstokksmunum. „Þarna voru menningarverðmæti eins og skírnarfontur og útidyrahurð sem Einar djákni skar út um miðja síðustu öld. Þá málaði Snorri Guðvarðarson kirkjuna þannig að hún leit út eins og listaverk. Ég var hringjari í kirkjunni og nú eru ævafornar kirkjuklukkur horfnar. Þær komu frá Siglufirði. Ég held að engin hafi vitað hvað þær voru gamlar. Þarna voru gamlar kirkjubækur, gestabækur og ljósmyndir. Þetta er allt bara horfið,“ segir Alfreð. Alfreð á eins og allir eyjaskeggjar margar minningar úr kirkjunni. „Mínar fyrstu minningar voru að fara í messu þarna til séra Péturs sem síðar varð biskup og fá Jesúmyndir. Maður er búinn að ferma öll börnin þarna og við hjónin giftum okkur þarna. Og svo hafa verið sorglegir atburðir eins og jarðafarir. Þannig að það eiga allir í eyjunni miklar minningar um kirkjuna sína,“ segir Alfreð. Forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar búast við að allir flokkar myndu vilja setja fjármagn í að endurreisa kirkjuna. Alfreð segir að þegar sé byrjað að tala um að byggja kirkjuna á ný. „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag. Það eru bara allir að hringja og samhryggast. Flestir segja, „þið verðið ekkert kirkjulausir í Grímsey“. Við höfum aðeins rætt saman í sóknarnefndinni og menn eru að jafna sig og ná áttum. Okkur finnst þetta enn svo óraunverulegt. Við keyrum ekki í næstu kirkju þannig að við verðum eitthvað að skoða málin,“ segir Alfreð. Alfreð segir að styrktarreikningur hafi þegar verið stofnaður fyrir þá sem vilja taka þátt í endurreisn Miðgarðakirkju í Grímsey. Reikningnúmerið er: 565-04-250731-kt: 4602692539. Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Menning Fornminjar Akureyri Þjóðkirkjan Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Það var um ellefu leitið í gærkvöldi sem annar slökkviliðsmanna í Grímsey fékk tilkynningu um að Miðgarðakirkja í eyjunni væri orðin alelda. Strax varð ljóst að ekki tækist að bjarga kirkjunni en hins vegar var sprautað vatni á leiði og krossa í kring. Þá var lögð áhersla á að verja gamla prestsbústaðinn við hliðina. Slökkviliðið lauk störfum um klukkan tvö í nótt og þá var ljóst að altjón hafði orðið. Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar í Grímsey segir mikinn missi af kirkjunni fyrir alla eyjaskeggja. „Þetta er rosalega mikið tjón, aðallega tilfinningalegt. Það eru bara allir í áfalli sem urðu vitni að þessu. Svo voru þarna ótal munir sem eru óbætanlegir,“ segir Alfreð. Kirkjan var byggð úr rekaviði árið 1867 og byggt við hana 1932. Árið 1956 voru gerðar miklar endurbætur á henni og hún endurvígð. Kirkjan var svo friðuð 1. janúar 1990. Alfreð segir að mikil menningarverðmæti hafi falist í innanstokksmunum. „Þarna voru menningarverðmæti eins og skírnarfontur og útidyrahurð sem Einar djákni skar út um miðja síðustu öld. Þá málaði Snorri Guðvarðarson kirkjuna þannig að hún leit út eins og listaverk. Ég var hringjari í kirkjunni og nú eru ævafornar kirkjuklukkur horfnar. Þær komu frá Siglufirði. Ég held að engin hafi vitað hvað þær voru gamlar. Þarna voru gamlar kirkjubækur, gestabækur og ljósmyndir. Þetta er allt bara horfið,“ segir Alfreð. Alfreð á eins og allir eyjaskeggjar margar minningar úr kirkjunni. „Mínar fyrstu minningar voru að fara í messu þarna til séra Péturs sem síðar varð biskup og fá Jesúmyndir. Maður er búinn að ferma öll börnin þarna og við hjónin giftum okkur þarna. Og svo hafa verið sorglegir atburðir eins og jarðafarir. Þannig að það eiga allir í eyjunni miklar minningar um kirkjuna sína,“ segir Alfreð. Forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar búast við að allir flokkar myndu vilja setja fjármagn í að endurreisa kirkjuna. Alfreð segir að þegar sé byrjað að tala um að byggja kirkjuna á ný. „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag. Það eru bara allir að hringja og samhryggast. Flestir segja, „þið verðið ekkert kirkjulausir í Grímsey“. Við höfum aðeins rætt saman í sóknarnefndinni og menn eru að jafna sig og ná áttum. Okkur finnst þetta enn svo óraunverulegt. Við keyrum ekki í næstu kirkju þannig að við verðum eitthvað að skoða málin,“ segir Alfreð. Alfreð segir að styrktarreikningur hafi þegar verið stofnaður fyrir þá sem vilja taka þátt í endurreisn Miðgarðakirkju í Grímsey. Reikningnúmerið er: 565-04-250731-kt: 4602692539.
Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Menning Fornminjar Akureyri Þjóðkirkjan Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira