Afglæpavæðing er kjaftæði Sigurður Páll Jónsson skrifar 22. september 2021 12:00 Sumir eru tilbúnir að ráðast í samfélagstilraunir og skiptir engu þó þær tilraunir beinist að viðkvæmustu hópum samfélagsins og fólki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ein slík tilraun ber heitið „afglæpavæðing“ þó það sé hið mesta öfugmæli því engin barátta vinnst með því að gefast upp. Hér á Vísi birtist um helgina grein sem bar heitið „Afglæpavæðing - Ekkert kjaftæði.“ Greinina skrifaði ung kona sem ég efast ekki um að vill vel. Ég get meira að segja tekið undir sumt af því sem hún skrifar, svo sem það að viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst á undanförnum árum og að skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt. En það leysir okkur ekki undan þeim vanda að takast á við fíknina og afleiðingar hennar. Það er ekkert nýtt að það sé rætt um að lögleiða fíkniefni en það er seinnitíma skilgreining að tala um „afglæpavæðingu“. Í leiðara Læknablaðsins fyrir tæpum tveimur áratugum voru menn að bregðast við slíkum hugmyndum sem snérust einkum að kannabisefnum sem áttu að vera skaðlítil þó annað hafi komið á daginn. Í leiðaranum var hvatning til lækna um að benda á skaðsemina. „Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa nýju þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks.“ Það er nefnilega svo að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk er ekki tilbúið að taka þetta skref yfir í að lögleiðinga neysluskammta og afglæpavæðingu fíkniefna. Því er þessi leið röng. Ekki aðeins vegna þess að hún sendir ungu og óhörnuðu fólki röng skilaboð um þær hættur sem fylgja fíkniefnaneyslu heldur ekki síður vegna þess að útfærslan eins og hún hefur birst til þessa er nánast glæpsamlega vanhugsuð. Alvarlegt mein Neysla fíkniefna er eitt alvarlegasta mein okkar þjóðfélags, í flestum tilfellum má rekja aðra glæpi til þeirra, einfaldlega vegna þess að gerandinn veit ekki í þennan heim eða annan eða hefur misst stjórn á gerðum sínum. Neyslan getur síðan leitt persónulegar hörmungar yfir neytandann og hans nánustu. Það mun ekkert breytast þó að neysluskammtar verði leyfðir. Nánast daglega erum við minnt á afleiðingar fíkniefna þar sem neytandinn hefur stefnt sjálfum sér eða öðrum í voða. Þetta er stríð sem ekki vinnst í einni orrustu heldur þarf stöðugt að halda áfram við að reyna að halda í horfinu með mannúð og gæsku að vopni. Það er verið að byrja á röngum enda með því að ráðast í að lögleiða neyslu fíkniefna án þess að hafa tryggt heildstæða stefnu í vímuefnamálum. Þetta vita allir heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem vinna með vímuefnasjúklingum eða hafa reynslu af þeim. Þess vegna eru þeir á móti frumvarpi því sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrir Alþingi fyrr í vetur. Það væri líklega ráð fyrir þá sem hæst tala að kynna sér þær vönduðu umsagnir sem borist hafa inn í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks. Því miður virðist hafa orðið misbrestur á þessari fræðslu undanfarin ár. Hlutunum snúið á haus Látum ekki blekkjast af fagurgala þeirra sem halda því fram að hægt sé að vinna þessa baráttu með því að hætta henni og smíða ný hugtök eða umorða þau eldri. Það er risastökk milli þess að milda refsingar fyrir neysluskammta og að sleppa þessum markaði lausum. Afglæpavæðingin felst í að lögreglan þarf að útskýra afskipti sín af fólki í vímu og neyslu, alveg sama við hvaða aðstæður þau eru. Þannig er hlutverkunum snúið á haus og sjúklingurinn stýrir ferðinni. Hverjum dettur í hug að það sé til góðs? Höfundur er þingmaður Miðflokksins og skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Fíkn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sumir eru tilbúnir að ráðast í samfélagstilraunir og skiptir engu þó þær tilraunir beinist að viðkvæmustu hópum samfélagsins og fólki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ein slík tilraun ber heitið „afglæpavæðing“ þó það sé hið mesta öfugmæli því engin barátta vinnst með því að gefast upp. Hér á Vísi birtist um helgina grein sem bar heitið „Afglæpavæðing - Ekkert kjaftæði.“ Greinina skrifaði ung kona sem ég efast ekki um að vill vel. Ég get meira að segja tekið undir sumt af því sem hún skrifar, svo sem það að viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst á undanförnum árum og að skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt. En það leysir okkur ekki undan þeim vanda að takast á við fíknina og afleiðingar hennar. Það er ekkert nýtt að það sé rætt um að lögleiða fíkniefni en það er seinnitíma skilgreining að tala um „afglæpavæðingu“. Í leiðara Læknablaðsins fyrir tæpum tveimur áratugum voru menn að bregðast við slíkum hugmyndum sem snérust einkum að kannabisefnum sem áttu að vera skaðlítil þó annað hafi komið á daginn. Í leiðaranum var hvatning til lækna um að benda á skaðsemina. „Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa nýju þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks.“ Það er nefnilega svo að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk er ekki tilbúið að taka þetta skref yfir í að lögleiðinga neysluskammta og afglæpavæðingu fíkniefna. Því er þessi leið röng. Ekki aðeins vegna þess að hún sendir ungu og óhörnuðu fólki röng skilaboð um þær hættur sem fylgja fíkniefnaneyslu heldur ekki síður vegna þess að útfærslan eins og hún hefur birst til þessa er nánast glæpsamlega vanhugsuð. Alvarlegt mein Neysla fíkniefna er eitt alvarlegasta mein okkar þjóðfélags, í flestum tilfellum má rekja aðra glæpi til þeirra, einfaldlega vegna þess að gerandinn veit ekki í þennan heim eða annan eða hefur misst stjórn á gerðum sínum. Neyslan getur síðan leitt persónulegar hörmungar yfir neytandann og hans nánustu. Það mun ekkert breytast þó að neysluskammtar verði leyfðir. Nánast daglega erum við minnt á afleiðingar fíkniefna þar sem neytandinn hefur stefnt sjálfum sér eða öðrum í voða. Þetta er stríð sem ekki vinnst í einni orrustu heldur þarf stöðugt að halda áfram við að reyna að halda í horfinu með mannúð og gæsku að vopni. Það er verið að byrja á röngum enda með því að ráðast í að lögleiða neyslu fíkniefna án þess að hafa tryggt heildstæða stefnu í vímuefnamálum. Þetta vita allir heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem vinna með vímuefnasjúklingum eða hafa reynslu af þeim. Þess vegna eru þeir á móti frumvarpi því sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrir Alþingi fyrr í vetur. Það væri líklega ráð fyrir þá sem hæst tala að kynna sér þær vönduðu umsagnir sem borist hafa inn í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks. Því miður virðist hafa orðið misbrestur á þessari fræðslu undanfarin ár. Hlutunum snúið á haus Látum ekki blekkjast af fagurgala þeirra sem halda því fram að hægt sé að vinna þessa baráttu með því að hætta henni og smíða ný hugtök eða umorða þau eldri. Það er risastökk milli þess að milda refsingar fyrir neysluskammta og að sleppa þessum markaði lausum. Afglæpavæðingin felst í að lögreglan þarf að útskýra afskipti sín af fólki í vímu og neyslu, alveg sama við hvaða aðstæður þau eru. Þannig er hlutverkunum snúið á haus og sjúklingurinn stýrir ferðinni. Hverjum dettur í hug að það sé til góðs? Höfundur er þingmaður Miðflokksins og skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun