Jón Rúnar ósáttur við það að menn segi að ÍTF hafi ætlað að ræna völdum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 12:00 Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með umræðuna um hagsmunarsamtökin Íslenskur Toppfótbolti. vísir/skjáskot Fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH og mikill reynslubolti innan knattspyrnuhreyfingarinnar fór aðeins yfir sína sýn á það sem hefur gengið á í íslenskri knattspyrnu síðustu vikurnar. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða um stöðu knattspyrnunnar á Íslandi sem hefur gengið í gegnum mikinn ólgusjó að undanförnu. Hann var líka mættur til þess að tala um ósakanar á hendur samtökunum Íslenskum Toppfótbolta sem voru sökuð um að reyna að koma formanni og stjórn KSÍ frá. „Auðvitað er mikil krísa núna en ef maður talar um fótboltann sem slíkan þá verður maður að leyfa sér að taka þennan kafla út fyrir sviga, það er KSÍ kaflann og þetta sem hefur verið að gerast núna. Það eru hlutir sem fæst okkar höfum nokkra þekkingu á og innsýn til að tjá okkur um það,“ sagði Jón Rúnar í viðtali við Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Hafa litið á fótboltasamfélagið sem mannbætandi samfélag „Mér finnst að þessi stóra umræða á samfélgsmiðlum hafa gengið svolítið langt í því að setja fótboltann undir einn hatt því það er nú þannig að allir sem hafa æft eða komið að þessu á einhvern hátt, hingað til, lengst af og halda áfram, þeir hafa litið á þetta sem mannbætandi samfélag það er fótboltasamfélagið,“ sagði Jón Rúnar. „Ég held að það verði þannig áfram og við höfum mikið mikið fram að færa,“ sagði Jón Rúnar. Fannst Jóni það sanngjarnt hvernig þetta endaði fyrir formann, stjórn og framkvæmdastjóra KSÍ. „Ég held að það sé engin sanngirni í þessu. Þarna koma þessi mál upp og ef við fengjum að bakka í tíma þá hefðu allir brugðist einhvern veginn öðruvísi við. Í rauninni gengur það ekki inn í einhverja framtíð að frjáls félagasamtök, sem þetta eru nú ennþá, sem er að stórum hluta borið upp af fólki sem er að vinna sjálfboðavinnu. Þó að það sé alltaf að breytast meira og meira,“ sagði Jón Rúnar. Við sem samfélag þurfum að laga hlutina „Það er ekki hægt að leggja það til að það fólk geti brugðist við alvarlegum málum sem þessum og öðrum. Það eru við sem samfélag, og það erum við sem erum hér inni og alls staðar, við þurfum að laga hlutina. En hvernig og hvað er best það veit ekki ég. Það hlýtur að vera þannig að við erum alltaf að bæta okkur og það tekur tíma. Það er vont að vita til þess að það er fólk sem verður fyrir tjóni. Það er vont að vita til að þess að það séu ekki greiðar leiðir fyrir það fólk,“ sagði Jón Rúnar en sér hann það þannig að það þurfti að skipta um alla hjá KSÍ eða vill hann bara sjá hugarfarsbreytingu. „Það sem gerðist núna að stjórn og formaður fara frá, það er það sem heitir að axla ábyrgð. Ég held að við séum ekki að skipta því fólki út sem vinnur inn í hreyfingunni. Við erum ekki að fá eitthvað fólk, sem er einhvers annars staðar, inn í hreyfinguna. Við erum það fólk sem hana skapar,“ sagði Jón Rúnar. „Sú vinna sem er nú fyrir höndum hjá sambandinu því það eru að gang í garð þeir mánuðir þar sem mest er að gera. Ef allt hefði verið eins og það hefur verið þá væri undirbúningur að ársþingi eins og með lagabreytingar og breytingar á mótum. Það er hellingur og það er rosaleg vinna sem fólk er að inna að hendi. Það dettur ekkert af himnum ofan fólkið sem vill gera þetta,“ sagði Jón Rúnar. Ósáttur við Sigurð G Jón Rúnar var ekki sáttur við ummæli hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar um að samtökin Íslenskur toppfótbolta hafi hafi nýtt tækifærið til að koma formanni og stjórn frá þegar pressan var hvað mest. „Það var talað um að hagmunafélagsskapur sem heitir Íslenskur Toppfótbolti. Það hefur farið svolítið fyrir því núna að þessi félagsskapur, sem samanstendur vísu af 27 félögum, félög í efstu deild karla og kvenna og í Lengjudeild karla. Þessi félög telja samtals yfir áttatíu prósent iðkenda í þessu landi. Að þessi félagsskapur væri mættur á staðinn til þess að ræna völdum,“ sagði Jón Rúnar ósáttur og hann var ekki sáttur við að Gunnlaugur Helgason hafi nefnt FH til sögunnar. Stutt í það að menn reyni að finna sökudólg „Þetta er svolítið einkennandi fyrir þetta allt saman. Það er svo stutt í það að að verði leitað að að einhverjum eða einhverju sem er einhvers konar sökudólgur eða valdur að einhverju. Þetta er svo langt frá því að vera hið sanna. Ég skal alveg taka undir það að sá sem hér situr að hann fór fyrir þessari knattspyrnudeild í ansi mörg ár. Ég held að það viti það allir sem að þessu hafa komið að hann fór fyrir henni og það fór oft á tíðum ekki lítið fyrir honum. Ég er að tala um sjálfan mig en ég held að hreyfingin sem slík virði það í hljóði,“ sagði Jón Rúnar. „Í þessu tilfelli er það alveg klárt að þarna eru forvígismenn 27 félaga og þarna kemur upp mjög alvarlegt ástand og alvarlegt mál. Menn álykta það að til þess að axla ábyrgð að þá sé óskað eftir aukaþingi og á þessu aukaþingi geti menn þá, þeir sem það vilja, fengið endurnýjað umboð sitt. Það er það sem menn sáu fyrir sér,“ sagði Jón Rúnar. Það má hlusta á allt viðtalið við Jón Rúnar hér fyrir ofan þar sem hann fer meðal annars yfir forsendur samtakanna Íslenskur Toppfótbolti. Hann ræðir líka peningamál íþróttafélaganna. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða um stöðu knattspyrnunnar á Íslandi sem hefur gengið í gegnum mikinn ólgusjó að undanförnu. Hann var líka mættur til þess að tala um ósakanar á hendur samtökunum Íslenskum Toppfótbolta sem voru sökuð um að reyna að koma formanni og stjórn KSÍ frá. „Auðvitað er mikil krísa núna en ef maður talar um fótboltann sem slíkan þá verður maður að leyfa sér að taka þennan kafla út fyrir sviga, það er KSÍ kaflann og þetta sem hefur verið að gerast núna. Það eru hlutir sem fæst okkar höfum nokkra þekkingu á og innsýn til að tjá okkur um það,“ sagði Jón Rúnar í viðtali við Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Hafa litið á fótboltasamfélagið sem mannbætandi samfélag „Mér finnst að þessi stóra umræða á samfélgsmiðlum hafa gengið svolítið langt í því að setja fótboltann undir einn hatt því það er nú þannig að allir sem hafa æft eða komið að þessu á einhvern hátt, hingað til, lengst af og halda áfram, þeir hafa litið á þetta sem mannbætandi samfélag það er fótboltasamfélagið,“ sagði Jón Rúnar. „Ég held að það verði þannig áfram og við höfum mikið mikið fram að færa,“ sagði Jón Rúnar. Fannst Jóni það sanngjarnt hvernig þetta endaði fyrir formann, stjórn og framkvæmdastjóra KSÍ. „Ég held að það sé engin sanngirni í þessu. Þarna koma þessi mál upp og ef við fengjum að bakka í tíma þá hefðu allir brugðist einhvern veginn öðruvísi við. Í rauninni gengur það ekki inn í einhverja framtíð að frjáls félagasamtök, sem þetta eru nú ennþá, sem er að stórum hluta borið upp af fólki sem er að vinna sjálfboðavinnu. Þó að það sé alltaf að breytast meira og meira,“ sagði Jón Rúnar. Við sem samfélag þurfum að laga hlutina „Það er ekki hægt að leggja það til að það fólk geti brugðist við alvarlegum málum sem þessum og öðrum. Það eru við sem samfélag, og það erum við sem erum hér inni og alls staðar, við þurfum að laga hlutina. En hvernig og hvað er best það veit ekki ég. Það hlýtur að vera þannig að við erum alltaf að bæta okkur og það tekur tíma. Það er vont að vita til þess að það er fólk sem verður fyrir tjóni. Það er vont að vita til að þess að það séu ekki greiðar leiðir fyrir það fólk,“ sagði Jón Rúnar en sér hann það þannig að það þurfti að skipta um alla hjá KSÍ eða vill hann bara sjá hugarfarsbreytingu. „Það sem gerðist núna að stjórn og formaður fara frá, það er það sem heitir að axla ábyrgð. Ég held að við séum ekki að skipta því fólki út sem vinnur inn í hreyfingunni. Við erum ekki að fá eitthvað fólk, sem er einhvers annars staðar, inn í hreyfinguna. Við erum það fólk sem hana skapar,“ sagði Jón Rúnar. „Sú vinna sem er nú fyrir höndum hjá sambandinu því það eru að gang í garð þeir mánuðir þar sem mest er að gera. Ef allt hefði verið eins og það hefur verið þá væri undirbúningur að ársþingi eins og með lagabreytingar og breytingar á mótum. Það er hellingur og það er rosaleg vinna sem fólk er að inna að hendi. Það dettur ekkert af himnum ofan fólkið sem vill gera þetta,“ sagði Jón Rúnar. Ósáttur við Sigurð G Jón Rúnar var ekki sáttur við ummæli hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar um að samtökin Íslenskur toppfótbolta hafi hafi nýtt tækifærið til að koma formanni og stjórn frá þegar pressan var hvað mest. „Það var talað um að hagmunafélagsskapur sem heitir Íslenskur Toppfótbolti. Það hefur farið svolítið fyrir því núna að þessi félagsskapur, sem samanstendur vísu af 27 félögum, félög í efstu deild karla og kvenna og í Lengjudeild karla. Þessi félög telja samtals yfir áttatíu prósent iðkenda í þessu landi. Að þessi félagsskapur væri mættur á staðinn til þess að ræna völdum,“ sagði Jón Rúnar ósáttur og hann var ekki sáttur við að Gunnlaugur Helgason hafi nefnt FH til sögunnar. Stutt í það að menn reyni að finna sökudólg „Þetta er svolítið einkennandi fyrir þetta allt saman. Það er svo stutt í það að að verði leitað að að einhverjum eða einhverju sem er einhvers konar sökudólgur eða valdur að einhverju. Þetta er svo langt frá því að vera hið sanna. Ég skal alveg taka undir það að sá sem hér situr að hann fór fyrir þessari knattspyrnudeild í ansi mörg ár. Ég held að það viti það allir sem að þessu hafa komið að hann fór fyrir henni og það fór oft á tíðum ekki lítið fyrir honum. Ég er að tala um sjálfan mig en ég held að hreyfingin sem slík virði það í hljóði,“ sagði Jón Rúnar. „Í þessu tilfelli er það alveg klárt að þarna eru forvígismenn 27 félaga og þarna kemur upp mjög alvarlegt ástand og alvarlegt mál. Menn álykta það að til þess að axla ábyrgð að þá sé óskað eftir aukaþingi og á þessu aukaþingi geti menn þá, þeir sem það vilja, fengið endurnýjað umboð sitt. Það er það sem menn sáu fyrir sér,“ sagði Jón Rúnar. Það má hlusta á allt viðtalið við Jón Rúnar hér fyrir ofan þar sem hann fer meðal annars yfir forsendur samtakanna Íslenskur Toppfótbolti. Hann ræðir líka peningamál íþróttafélaganna.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira