Til skoðunar hvort gripið verði til aðgerða vegna Hugarafls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2021 15:58 Ásmundur Einar segist ekki ætla að tjá sig um mál Hugarafls á meðan það sé til skoðunar í ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir til skoðunar hvort og þá til hvaða ráðstafana verði gripið vegna athugasemda fyrrverandi skjólstæðinga grasrótarsamtakanna Hugarafls við framkomu stjórnenda þar á bæ. Einelti og ógnarstjórnun eru orð sem skjólstæðingarnir nota til að lýsa framkomu stjórnenda Hugarafls. Stefán Þór Stefánsson er í hópnum sem um ræðir og sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. Hann kynntist Hugarafli árið 2015, varð virkur í starfsemi og kynnist unnustu sinni sem svipti sig lífi fyrr á árinu. Unnustan, Tinna Finnsdóttir, hafði verið skjólstæðingur Hugarafls og er að sögn Stefáns ein þeirra sem hlaut mjög ómaklega meðferð af hálfu stjórnenda samtakanna. Stefán segir Tinnu hafa lýst fyrir sér undarlegum uppákomum og hegðun stjórnanda sem hann kannaðist sjálfur við en hafði þó leitt hjá sér. Það var síðan ekki fyrr en þau Tinna fóru að vera saman sem par, í byrjun þessa árs, sem hann fór að átta sig á að framkoma stjórnanda Hugarafls gagnvart henni hafi ekki verið eðlileg. Frásagnir Tinnu af því andlega ofbeldi sem hún varð fyrir í Hugarafli hafi opnað augu hans fyrir því að umhverfið þarna væri ekki eins og það ætti að vera. Forsvarsmenn Hugarafls hafna þessum ásökunum alfarið. Stjórn samtakanna sagði í yfirlýsingu að hún harmi þessar ásakanir og segir að svo virðist sem þeim sé ætlað að kasta rýrð á samtökin. Félagsmálaráðuneytið styrkti Hugarafl um átta milljónir króna í lok síðasta árs. Sá styrkur snýr að rekstri opins úrræðis þetta ár og það næsta. Í svörum ráðuneytisins í gær kom fram að starfsmenn ráðuneytisins hefðu skoðað þau gögn sem sexmenningarnir sendu og telji ábendingarnar alvarlegar. Enn sé verið að skoða málið og forsvarsmenn Hugarafls verði boðaðir á fund á næstunni. Enn fremur segir þar að þegar öll gögn málsins liggi fyrir verði lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif málið muni hafa á frekara samstarf við Hugarafl. Ásmundur Einar var spurður út í eftirlitið hjá samtökum á borð við Hugarafl. Ætlar ekki að ræða málið meðan það er á borði ráðuneytisins „Það er hjá ráðuneytinu og eftir atvikum eftirlitsstofnunum velferðarmála sem heyra undir ráðuneytið. Varðandi þetta mál þá hafa borist erindi til ráðuneytisins. Þetta er auðvitað ekki pólitískt á borði ráðherra heldur er ráðuneytið einfaldlega að fara yfir þetta og kalla til sín aðila. Það er svo sem ekki mikið meira efnislega að segja um þetta mál,“ segir Ásmundur Einar. „Almennt er það svo að þegar svona mál koma upp sem eru í ferli og samskiptum við ráðuneytið hef ég haft þá reglu að tjá mig ekki efnislega um málið á meðan ráðuneytið er að skoða það.“ Engin ástæða sé til að taka pólitískar ákvarðanir á meðan málið er í skoðun. „Það hef ég alltaf haft sem reglu sem ráðherra að á meðan mál er í skoðun, þá er ekki hægt að ræða pólitískar ákvarðanir.“ Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Stefán Þór Stefánsson er í hópnum sem um ræðir og sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. Hann kynntist Hugarafli árið 2015, varð virkur í starfsemi og kynnist unnustu sinni sem svipti sig lífi fyrr á árinu. Unnustan, Tinna Finnsdóttir, hafði verið skjólstæðingur Hugarafls og er að sögn Stefáns ein þeirra sem hlaut mjög ómaklega meðferð af hálfu stjórnenda samtakanna. Stefán segir Tinnu hafa lýst fyrir sér undarlegum uppákomum og hegðun stjórnanda sem hann kannaðist sjálfur við en hafði þó leitt hjá sér. Það var síðan ekki fyrr en þau Tinna fóru að vera saman sem par, í byrjun þessa árs, sem hann fór að átta sig á að framkoma stjórnanda Hugarafls gagnvart henni hafi ekki verið eðlileg. Frásagnir Tinnu af því andlega ofbeldi sem hún varð fyrir í Hugarafli hafi opnað augu hans fyrir því að umhverfið þarna væri ekki eins og það ætti að vera. Forsvarsmenn Hugarafls hafna þessum ásökunum alfarið. Stjórn samtakanna sagði í yfirlýsingu að hún harmi þessar ásakanir og segir að svo virðist sem þeim sé ætlað að kasta rýrð á samtökin. Félagsmálaráðuneytið styrkti Hugarafl um átta milljónir króna í lok síðasta árs. Sá styrkur snýr að rekstri opins úrræðis þetta ár og það næsta. Í svörum ráðuneytisins í gær kom fram að starfsmenn ráðuneytisins hefðu skoðað þau gögn sem sexmenningarnir sendu og telji ábendingarnar alvarlegar. Enn sé verið að skoða málið og forsvarsmenn Hugarafls verði boðaðir á fund á næstunni. Enn fremur segir þar að þegar öll gögn málsins liggi fyrir verði lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif málið muni hafa á frekara samstarf við Hugarafl. Ásmundur Einar var spurður út í eftirlitið hjá samtökum á borð við Hugarafl. Ætlar ekki að ræða málið meðan það er á borði ráðuneytisins „Það er hjá ráðuneytinu og eftir atvikum eftirlitsstofnunum velferðarmála sem heyra undir ráðuneytið. Varðandi þetta mál þá hafa borist erindi til ráðuneytisins. Þetta er auðvitað ekki pólitískt á borði ráðherra heldur er ráðuneytið einfaldlega að fara yfir þetta og kalla til sín aðila. Það er svo sem ekki mikið meira efnislega að segja um þetta mál,“ segir Ásmundur Einar. „Almennt er það svo að þegar svona mál koma upp sem eru í ferli og samskiptum við ráðuneytið hef ég haft þá reglu að tjá mig ekki efnislega um málið á meðan ráðuneytið er að skoða það.“ Engin ástæða sé til að taka pólitískar ákvarðanir á meðan málið er í skoðun. „Það hef ég alltaf haft sem reglu sem ráðherra að á meðan mál er í skoðun, þá er ekki hægt að ræða pólitískar ákvarðanir.“
Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38