Gefum milljarða! Friðjón Friðjónsson skrifar 21. september 2021 11:30 Við Íslendingar erum heppin þjóð, við unnum í lotteríi lífsins að því leyti að hér eru miklar auðlindir og mörg tækifæri. Það mætti jafnvel segja að við búum í landi tækifæranna. Okkur hefur auðnast að nýta hagsæld okkar til að mennta okkur og verða þannig enn betri í að takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Eins hefur okkur tekist að fara í gegnum heimsfaraldur með hætti svo vitnað er alþjóðlega um heilbrigðiskerfið okkar og samtakamátt. Nánast öll sem mega eru bólusett og við erum í öfundsverðri stöðu. Covax, samstarf þjóða í bólusetningum, sendi nýverið frá sér viðvörun þar sem fram kom að um 500 milljón færri skömmtum af bóluefnum yrði dreift á vettvangi samstarfsins en áætlanir stóðu til. Það er töluverð breyting því annað var upp á teningnum fyrir aðeins þremur mánuðum. Þótt við séum heppin þá er staðan víða alvarleg og því full ástæða fyrir okkur að leggja meira af mörkum. Því er það gleðiefni að sagt er frá því á heimasíðu Covax í gær að fyrstu gjafaskammtarnir frá Íslandi hafi borist til Fílabeinsstrandarinnar um sl. helgi, 35.700 skammtar. Þar er Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þakkaður stuðningurinn, sagt er frá því að heildargjöf Íslands sé 125.726 skammtar og að ríkisstjórnin hafi til viðbótar gefið 750 milljón krónur í Covax samstarfið. Þessi gjöf er vitnisburður um hve góð staðan er á Íslandi og að við getum auðveldlega gert meira. Bandaríkin hafa þegar gefið 110 milljón skammta sem er aðeins lægra hlutfall en við Íslendingar höfum gefið miðað við mannfjölda. Bandaríkjaforseti hefur þó gert samninga um 500 milljón skammta til viðbótar og ætlar að kaupa annað eins til að dreifa til fátækari þjóða. Við erum rík þjóð, staðan í heimsfaraldrinum er með besta móti hér á landi, við erum aflögufær vegna þess að við höfum verið skynsöm í fjármálum, skynsöm í viðbrögðum við faraldrinum og skynsöm í heilbrigðismálum. Við eigum að stíga fram og sýna að við getum tekið þátt - og gefa að lágmarki milljón bólefnisskammta inn í Covax samstarfið. Það kostar milljarða en við höfum efni á því af því að landinu hefur verið vel stjórnað. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Utanríkismál Friðjón Friðjónsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum heppin þjóð, við unnum í lotteríi lífsins að því leyti að hér eru miklar auðlindir og mörg tækifæri. Það mætti jafnvel segja að við búum í landi tækifæranna. Okkur hefur auðnast að nýta hagsæld okkar til að mennta okkur og verða þannig enn betri í að takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Eins hefur okkur tekist að fara í gegnum heimsfaraldur með hætti svo vitnað er alþjóðlega um heilbrigðiskerfið okkar og samtakamátt. Nánast öll sem mega eru bólusett og við erum í öfundsverðri stöðu. Covax, samstarf þjóða í bólusetningum, sendi nýverið frá sér viðvörun þar sem fram kom að um 500 milljón færri skömmtum af bóluefnum yrði dreift á vettvangi samstarfsins en áætlanir stóðu til. Það er töluverð breyting því annað var upp á teningnum fyrir aðeins þremur mánuðum. Þótt við séum heppin þá er staðan víða alvarleg og því full ástæða fyrir okkur að leggja meira af mörkum. Því er það gleðiefni að sagt er frá því á heimasíðu Covax í gær að fyrstu gjafaskammtarnir frá Íslandi hafi borist til Fílabeinsstrandarinnar um sl. helgi, 35.700 skammtar. Þar er Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þakkaður stuðningurinn, sagt er frá því að heildargjöf Íslands sé 125.726 skammtar og að ríkisstjórnin hafi til viðbótar gefið 750 milljón krónur í Covax samstarfið. Þessi gjöf er vitnisburður um hve góð staðan er á Íslandi og að við getum auðveldlega gert meira. Bandaríkin hafa þegar gefið 110 milljón skammta sem er aðeins lægra hlutfall en við Íslendingar höfum gefið miðað við mannfjölda. Bandaríkjaforseti hefur þó gert samninga um 500 milljón skammta til viðbótar og ætlar að kaupa annað eins til að dreifa til fátækari þjóða. Við erum rík þjóð, staðan í heimsfaraldrinum er með besta móti hér á landi, við erum aflögufær vegna þess að við höfum verið skynsöm í fjármálum, skynsöm í viðbrögðum við faraldrinum og skynsöm í heilbrigðismálum. Við eigum að stíga fram og sýna að við getum tekið þátt - og gefa að lágmarki milljón bólefnisskammta inn í Covax samstarfið. Það kostar milljarða en við höfum efni á því af því að landinu hefur verið vel stjórnað. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar