Þarf Austurland þingmenn? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 20. september 2021 16:30 Nú þegar dregur nær kosningum þá blasir raunveruleikinn við. Hvað á ég að kjósa? Hvernig á ég að ákveða mig? Hvað er það sem skiptir máli? Hér á Austurlandi erum við sárafá. Nú búa hér alls 10.820 manns, um 2,4% þjóðarinnar, sem þýðir að jafnaði, 0.7 íbúa á hvern ferkílómetra. Hér eigum við samt margar aflamestu löndunarhafnir landsins og samanlagt er um 40% af afla Íslendinga landað í austfirskum höfnum. Útflutningsverðmæti afurða Alcoa Fjarðaáls, á árinu 2020, nam 82,5 milljörðum íslenskra króna eða um 13% af útflutningsverðmætum landsins. Við leggjum vel til þjóðarbúsins en opinber þjónusta og innviðir hér kosta líka sitt og hér er til dæmis mikið vegakerfi sem enn þarf að bæta þó margt hafi áunnist. Verulegra framkvæmda er þörf og má þar nefna Fjarðarheiðargöng, Axarveg, Suðurfjarðaveg og nýja brú yfir Lagarfljót svo fátt eitt sé nefnt. Af verkunum skulum við dæma þá Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað á kjörtímabilinu að flokkurinn er landsbyggðaflokkur með mikinn hug á umbótum í vegakerfinu. Við höfum einnig margsýnt það og sannað að við erum framkvæmdaflokkur, hjá okkur eru ekki innantóm loforð á hátíðum og tyllidögum. Ýmsu er lokið, margt er hafið og annað er búið að undirbúa sem bíður eftir að verða hrint í framkvæmd. En þá skiptir máli að fólkið, sem vill og getur, sé í stöðu til þess að klára málin. Betri er einn fugl í hendi Hér á Austurlandi þarf að horfa þarf til þess hvaða flokkar það eru sem geta skilað öflugum Austfirðingum inn á þing. Það getur Framsóknarflokkurinn. Líneik Anna Sævarsdóttir skipar 2. sæti framboðslistans okkar. Hún hefur áralanga reynslu af þingstörfum, sveitarstjórnarmálum og innan úr opinbera geiranum en það sem ekki skiptir síður máli er að hún hefur áratuga reynslu af því að búa á Austurlandi og gerir það enn. Við vitum hvað Líneik hefur skipt Austfirðinga miklu máli, alla þá vinnu sem hún hefur innt af hendi fyrir okkur og hversu miklu máli skiptir að eiga hana að sem okkar fulltrúa á Alþingi. Það skiptir máli að geta tekið upp tólið, hringt í þingmanninn sinn og fengið að vita að málin verði skoðuð af yfirvegun og þekkingu sem byggir á persónulegri reynslu af umhverfi og aðstæðum. Við þurfum rödd við borðið Nú gefa skoðanakannanir það til kynna að Framsókn eigi upp á pallborðið hjá landsmönnum og íbúum Austurlands. Við fögnum því að eiga svo góða samleið með kjósendum og vonumst til að talning upp úr kjörkössum sýni það sannarlega. En hér verður að setja varnagla. Það er ekki hægt að stóla á að allir hinir muni kjósa það sem þér sjálfum líst nú ágætlega á. Ef þér líkar það sem við gerum, ef þú vilt sjá öflugan fulltrúa Austurlands á Alþingi og ef þú vilt að við séum í stöðu til að tala máli landsbyggðarinnar allrar og Austurlands sérstaklega, íbúanna, barnanna, vegakerfisins og alls hins, þá þarftu að setja X við B á kjördag. Höfundur er í 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Nú þegar dregur nær kosningum þá blasir raunveruleikinn við. Hvað á ég að kjósa? Hvernig á ég að ákveða mig? Hvað er það sem skiptir máli? Hér á Austurlandi erum við sárafá. Nú búa hér alls 10.820 manns, um 2,4% þjóðarinnar, sem þýðir að jafnaði, 0.7 íbúa á hvern ferkílómetra. Hér eigum við samt margar aflamestu löndunarhafnir landsins og samanlagt er um 40% af afla Íslendinga landað í austfirskum höfnum. Útflutningsverðmæti afurða Alcoa Fjarðaáls, á árinu 2020, nam 82,5 milljörðum íslenskra króna eða um 13% af útflutningsverðmætum landsins. Við leggjum vel til þjóðarbúsins en opinber þjónusta og innviðir hér kosta líka sitt og hér er til dæmis mikið vegakerfi sem enn þarf að bæta þó margt hafi áunnist. Verulegra framkvæmda er þörf og má þar nefna Fjarðarheiðargöng, Axarveg, Suðurfjarðaveg og nýja brú yfir Lagarfljót svo fátt eitt sé nefnt. Af verkunum skulum við dæma þá Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað á kjörtímabilinu að flokkurinn er landsbyggðaflokkur með mikinn hug á umbótum í vegakerfinu. Við höfum einnig margsýnt það og sannað að við erum framkvæmdaflokkur, hjá okkur eru ekki innantóm loforð á hátíðum og tyllidögum. Ýmsu er lokið, margt er hafið og annað er búið að undirbúa sem bíður eftir að verða hrint í framkvæmd. En þá skiptir máli að fólkið, sem vill og getur, sé í stöðu til þess að klára málin. Betri er einn fugl í hendi Hér á Austurlandi þarf að horfa þarf til þess hvaða flokkar það eru sem geta skilað öflugum Austfirðingum inn á þing. Það getur Framsóknarflokkurinn. Líneik Anna Sævarsdóttir skipar 2. sæti framboðslistans okkar. Hún hefur áralanga reynslu af þingstörfum, sveitarstjórnarmálum og innan úr opinbera geiranum en það sem ekki skiptir síður máli er að hún hefur áratuga reynslu af því að búa á Austurlandi og gerir það enn. Við vitum hvað Líneik hefur skipt Austfirðinga miklu máli, alla þá vinnu sem hún hefur innt af hendi fyrir okkur og hversu miklu máli skiptir að eiga hana að sem okkar fulltrúa á Alþingi. Það skiptir máli að geta tekið upp tólið, hringt í þingmanninn sinn og fengið að vita að málin verði skoðuð af yfirvegun og þekkingu sem byggir á persónulegri reynslu af umhverfi og aðstæðum. Við þurfum rödd við borðið Nú gefa skoðanakannanir það til kynna að Framsókn eigi upp á pallborðið hjá landsmönnum og íbúum Austurlands. Við fögnum því að eiga svo góða samleið með kjósendum og vonumst til að talning upp úr kjörkössum sýni það sannarlega. En hér verður að setja varnagla. Það er ekki hægt að stóla á að allir hinir muni kjósa það sem þér sjálfum líst nú ágætlega á. Ef þér líkar það sem við gerum, ef þú vilt sjá öflugan fulltrúa Austurlands á Alþingi og ef þú vilt að við séum í stöðu til að tala máli landsbyggðarinnar allrar og Austurlands sérstaklega, íbúanna, barnanna, vegakerfisins og alls hins, þá þarftu að setja X við B á kjördag. Höfundur er í 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun