„Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 12:00 Valsmenn byrjuðu tímabilið vel en hefur gengið skelfilega undanfarnar vikur. mynd/Hafliði Breiðfjörð „Maður veit einhvern veginn aldrei hvað gerist á Hlíðarenda. Það gætu verið teknar stórar ákvarðanir þar,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max-stúkunni þegar talið barst að liði Vals sem átt hefur vonbrigðatímabil á þessu fótboltasumri. Valur tapaði 4-1 gegn KA í gær og þarf að sætta sig við að missa af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrra. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hefur sagt að ekki standi annað til en að Heimir Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Gengið undanfarnar vikur hefur hins vegar verið skelfilegt og spurning hverju um er að kenna. Reynir sagðist telja farsælast fyrir Val að halda tryggð við Heimi og Atli Viðar Björnsson benti á að stór hluti leikmannahóps Vals væri nú að eiga sams konar vonbrigðatímabil og fyrir tveimur árum. „Ég hef trú á því að Heimir verði áfram þarna og að þeir gefi honum tækifæri til að fara inn í annað tímabil. Hann náði í Íslandsmeistaratitil á sínu fyrsta tímabili, en auðvitað er enginn ánægður með stöðuna eins og hún er. Fimm tapleikir í röð með bikartapinu. Það gerist ekki oft þarna,“ sagði Reynir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Hvað gerist á Hlíðarenda? „Menn eru að vinna í þessu umhverfi þar sem eru miklir fjármunir, góðir leikmenn fengnir til liðsins og færir þjálfarar. Einn færasti þjálfari liðsins er að stýra liðinu. Það hefur ekki gengið núna en ef ég ætti að ráðfæra þeim, þeir vita náttúrulega mikið meira þarna, þá myndi ég ráðleggja þeim að halda trúnni á Heimi. En ef þeir tapa síðasta leik og ljúka tímabilinu á sex töpum þá gæti þetta orðið ansi þungt,“ sagði Reynir. Þarf að gera eitthvað róttækt þarna Atli Viðar tók þá við boltanum og sagði: „Síðan þurfum við að velta fyrir okkur leikmannahópnum. Þetta er annað árið af síðustu þremur þar sem að tiltölulega svipaður hópur „crashar“. „Feilar“ algjörlega. Þarf ekki að uppræta eitthvað þar líka? Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi ef að menn eru ekki að leggja sig fram – kasta til hendinni eins og manni hefur sýnst undanfarið. Það þarf að gera eitthvað róttækt þarna. Gæðin eru til staðar en það eru ekki nema tvö ár síðan að þeir áttu lélegt tímabil í kjölfarið á titli, sem kostaði Óla Jó starfið, og mér finnst svipuð atburðarás vera að eiga sér stað núna. Það þarf að skoða málin út frá öllum hliðum á Hlíðarenda.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valur tapaði 4-1 gegn KA í gær og þarf að sætta sig við að missa af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrra. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hefur sagt að ekki standi annað til en að Heimir Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Gengið undanfarnar vikur hefur hins vegar verið skelfilegt og spurning hverju um er að kenna. Reynir sagðist telja farsælast fyrir Val að halda tryggð við Heimi og Atli Viðar Björnsson benti á að stór hluti leikmannahóps Vals væri nú að eiga sams konar vonbrigðatímabil og fyrir tveimur árum. „Ég hef trú á því að Heimir verði áfram þarna og að þeir gefi honum tækifæri til að fara inn í annað tímabil. Hann náði í Íslandsmeistaratitil á sínu fyrsta tímabili, en auðvitað er enginn ánægður með stöðuna eins og hún er. Fimm tapleikir í röð með bikartapinu. Það gerist ekki oft þarna,“ sagði Reynir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Hvað gerist á Hlíðarenda? „Menn eru að vinna í þessu umhverfi þar sem eru miklir fjármunir, góðir leikmenn fengnir til liðsins og færir þjálfarar. Einn færasti þjálfari liðsins er að stýra liðinu. Það hefur ekki gengið núna en ef ég ætti að ráðfæra þeim, þeir vita náttúrulega mikið meira þarna, þá myndi ég ráðleggja þeim að halda trúnni á Heimi. En ef þeir tapa síðasta leik og ljúka tímabilinu á sex töpum þá gæti þetta orðið ansi þungt,“ sagði Reynir. Þarf að gera eitthvað róttækt þarna Atli Viðar tók þá við boltanum og sagði: „Síðan þurfum við að velta fyrir okkur leikmannahópnum. Þetta er annað árið af síðustu þremur þar sem að tiltölulega svipaður hópur „crashar“. „Feilar“ algjörlega. Þarf ekki að uppræta eitthvað þar líka? Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi ef að menn eru ekki að leggja sig fram – kasta til hendinni eins og manni hefur sýnst undanfarið. Það þarf að gera eitthvað róttækt þarna. Gæðin eru til staðar en það eru ekki nema tvö ár síðan að þeir áttu lélegt tímabil í kjölfarið á titli, sem kostaði Óla Jó starfið, og mér finnst svipuð atburðarás vera að eiga sér stað núna. Það þarf að skoða málin út frá öllum hliðum á Hlíðarenda.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45