„Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 12:00 Valsmenn byrjuðu tímabilið vel en hefur gengið skelfilega undanfarnar vikur. mynd/Hafliði Breiðfjörð „Maður veit einhvern veginn aldrei hvað gerist á Hlíðarenda. Það gætu verið teknar stórar ákvarðanir þar,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max-stúkunni þegar talið barst að liði Vals sem átt hefur vonbrigðatímabil á þessu fótboltasumri. Valur tapaði 4-1 gegn KA í gær og þarf að sætta sig við að missa af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrra. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hefur sagt að ekki standi annað til en að Heimir Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Gengið undanfarnar vikur hefur hins vegar verið skelfilegt og spurning hverju um er að kenna. Reynir sagðist telja farsælast fyrir Val að halda tryggð við Heimi og Atli Viðar Björnsson benti á að stór hluti leikmannahóps Vals væri nú að eiga sams konar vonbrigðatímabil og fyrir tveimur árum. „Ég hef trú á því að Heimir verði áfram þarna og að þeir gefi honum tækifæri til að fara inn í annað tímabil. Hann náði í Íslandsmeistaratitil á sínu fyrsta tímabili, en auðvitað er enginn ánægður með stöðuna eins og hún er. Fimm tapleikir í röð með bikartapinu. Það gerist ekki oft þarna,“ sagði Reynir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Hvað gerist á Hlíðarenda? „Menn eru að vinna í þessu umhverfi þar sem eru miklir fjármunir, góðir leikmenn fengnir til liðsins og færir þjálfarar. Einn færasti þjálfari liðsins er að stýra liðinu. Það hefur ekki gengið núna en ef ég ætti að ráðfæra þeim, þeir vita náttúrulega mikið meira þarna, þá myndi ég ráðleggja þeim að halda trúnni á Heimi. En ef þeir tapa síðasta leik og ljúka tímabilinu á sex töpum þá gæti þetta orðið ansi þungt,“ sagði Reynir. Þarf að gera eitthvað róttækt þarna Atli Viðar tók þá við boltanum og sagði: „Síðan þurfum við að velta fyrir okkur leikmannahópnum. Þetta er annað árið af síðustu þremur þar sem að tiltölulega svipaður hópur „crashar“. „Feilar“ algjörlega. Þarf ekki að uppræta eitthvað þar líka? Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi ef að menn eru ekki að leggja sig fram – kasta til hendinni eins og manni hefur sýnst undanfarið. Það þarf að gera eitthvað róttækt þarna. Gæðin eru til staðar en það eru ekki nema tvö ár síðan að þeir áttu lélegt tímabil í kjölfarið á titli, sem kostaði Óla Jó starfið, og mér finnst svipuð atburðarás vera að eiga sér stað núna. Það þarf að skoða málin út frá öllum hliðum á Hlíðarenda.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Valur tapaði 4-1 gegn KA í gær og þarf að sætta sig við að missa af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrra. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hefur sagt að ekki standi annað til en að Heimir Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Gengið undanfarnar vikur hefur hins vegar verið skelfilegt og spurning hverju um er að kenna. Reynir sagðist telja farsælast fyrir Val að halda tryggð við Heimi og Atli Viðar Björnsson benti á að stór hluti leikmannahóps Vals væri nú að eiga sams konar vonbrigðatímabil og fyrir tveimur árum. „Ég hef trú á því að Heimir verði áfram þarna og að þeir gefi honum tækifæri til að fara inn í annað tímabil. Hann náði í Íslandsmeistaratitil á sínu fyrsta tímabili, en auðvitað er enginn ánægður með stöðuna eins og hún er. Fimm tapleikir í röð með bikartapinu. Það gerist ekki oft þarna,“ sagði Reynir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Hvað gerist á Hlíðarenda? „Menn eru að vinna í þessu umhverfi þar sem eru miklir fjármunir, góðir leikmenn fengnir til liðsins og færir þjálfarar. Einn færasti þjálfari liðsins er að stýra liðinu. Það hefur ekki gengið núna en ef ég ætti að ráðfæra þeim, þeir vita náttúrulega mikið meira þarna, þá myndi ég ráðleggja þeim að halda trúnni á Heimi. En ef þeir tapa síðasta leik og ljúka tímabilinu á sex töpum þá gæti þetta orðið ansi þungt,“ sagði Reynir. Þarf að gera eitthvað róttækt þarna Atli Viðar tók þá við boltanum og sagði: „Síðan þurfum við að velta fyrir okkur leikmannahópnum. Þetta er annað árið af síðustu þremur þar sem að tiltölulega svipaður hópur „crashar“. „Feilar“ algjörlega. Þarf ekki að uppræta eitthvað þar líka? Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi ef að menn eru ekki að leggja sig fram – kasta til hendinni eins og manni hefur sýnst undanfarið. Það þarf að gera eitthvað róttækt þarna. Gæðin eru til staðar en það eru ekki nema tvö ár síðan að þeir áttu lélegt tímabil í kjölfarið á titli, sem kostaði Óla Jó starfið, og mér finnst svipuð atburðarás vera að eiga sér stað núna. Það þarf að skoða málin út frá öllum hliðum á Hlíðarenda.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45