Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2021 12:32 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir vænlegast að rafhlaupahjól séu sett í hleðslu á afviknum stað fremur en inni í íbúðum fólks. Vísir/Samsett Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. Töluverður eldur kom upp í íbúð að Bríetartúni á föstudaginn. Meginkenning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sú að eldurinn hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu í íbúðinni. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, varar við því að fólk hlaði slík farartæki inni í íbúðum sínum. „Fólk þarf að fara varlega og hlaða þessi tæki þar sem er eins öruggt og hægt er. Menn þurfa aðvera mjög passasamir að þetta liggi ekki utan í einhverju öðru, og það séu ekki settar flíkur yfir viðkomandi grip,“ segir Jón Viðar. Slökkviliðið hafi verið kallað út nokkrum sinnum vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum eða rafhjólum. Eldur geti þó einnig kviknað út frá minni tækjum, eins og símunum okkar. „Þá höfum við minnisstætt útkall þar sem síminn var uppi í rúmi hjá viðkomandi og var í hleðslu. Svo kom í ljós við nánari skoðun að snúran var orðin trosnuð, hún var orðin léleg snúran sjálf. Það er að mörgu að hyggja í þessum málum. “ Stóru raftækin best hlaðin á afviknum stað Fólk verði alltaf að vera vakandi fyrir hættunum sem stafi af raftækjum á heimilinu. „Athuga hvort allar snúrur og tæki séu eitthvað farin að gefa sig, svo er gott að finna hvort sé einhver hitamyndun í gangi en aðalmálið er auðvitað að vera með þetta á þannig stað að það stafi sem minnst hætta af því,“ segir Jón Viðar. Þá sé ekki síður mikilvægt að fólk tryggi að reykskynjarar séu til staðar á heimilum, þeir séu í lagi, en best væri þó að hlaða þessi stóru raftæki á afviknum stað, til dæmis inni í bílskúr eða slíku rými. Greint var frá því á föstudag að rúða í íbúðinni að Bríetartúni hafi sprungið. Jón Viðar segir óljóst hvort sprengingin hafi verið út frá hlaupahjólinu sjálfu eða vegna gasefna sem losnuðu við eldinn. „Það er nú ekki alveg vitað hvort sprengingin hafi verið út frá viðkomandi hlut sem kviknaði í eða hvort það voru gösin sem mynduðust þarna og voru að valda sprengingunni, það er ekki alveg vitað en það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt í þessu,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Grunur um að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11. 17. september 2021 19:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Töluverður eldur kom upp í íbúð að Bríetartúni á föstudaginn. Meginkenning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sú að eldurinn hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu í íbúðinni. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, varar við því að fólk hlaði slík farartæki inni í íbúðum sínum. „Fólk þarf að fara varlega og hlaða þessi tæki þar sem er eins öruggt og hægt er. Menn þurfa aðvera mjög passasamir að þetta liggi ekki utan í einhverju öðru, og það séu ekki settar flíkur yfir viðkomandi grip,“ segir Jón Viðar. Slökkviliðið hafi verið kallað út nokkrum sinnum vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum eða rafhjólum. Eldur geti þó einnig kviknað út frá minni tækjum, eins og símunum okkar. „Þá höfum við minnisstætt útkall þar sem síminn var uppi í rúmi hjá viðkomandi og var í hleðslu. Svo kom í ljós við nánari skoðun að snúran var orðin trosnuð, hún var orðin léleg snúran sjálf. Það er að mörgu að hyggja í þessum málum. “ Stóru raftækin best hlaðin á afviknum stað Fólk verði alltaf að vera vakandi fyrir hættunum sem stafi af raftækjum á heimilinu. „Athuga hvort allar snúrur og tæki séu eitthvað farin að gefa sig, svo er gott að finna hvort sé einhver hitamyndun í gangi en aðalmálið er auðvitað að vera með þetta á þannig stað að það stafi sem minnst hætta af því,“ segir Jón Viðar. Þá sé ekki síður mikilvægt að fólk tryggi að reykskynjarar séu til staðar á heimilum, þeir séu í lagi, en best væri þó að hlaða þessi stóru raftæki á afviknum stað, til dæmis inni í bílskúr eða slíku rými. Greint var frá því á föstudag að rúða í íbúðinni að Bríetartúni hafi sprungið. Jón Viðar segir óljóst hvort sprengingin hafi verið út frá hlaupahjólinu sjálfu eða vegna gasefna sem losnuðu við eldinn. „Það er nú ekki alveg vitað hvort sprengingin hafi verið út frá viðkomandi hlut sem kviknaði í eða hvort það voru gösin sem mynduðust þarna og voru að valda sprengingunni, það er ekki alveg vitað en það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt í þessu,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Grunur um að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11. 17. september 2021 19:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Grunur um að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11. 17. september 2021 19:55