Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2021 22:50 Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Arnar Halldórsson Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá fóðurpramma sem matar eldiskvíar á Reyðarfirði en það var árið 2017 sem Laxar fiskeldi ehf. settu þar út fyrstu seiðin. Ári síðar, 2018, var fyrsta laxinum slátrað. Í ár verður fjórðu kynslóðinni slátrað, alls um tíu þúsund tonnum. Um borð í fóðurprammanum Fenri stýra þær Bylgja og Sara fóðrun laxins.Arnar Halldórsson „Núna erum við líklega með útflutningsverðmæti á milli níu og tíu milljarðar og vöxturinn bara heldur áfram,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Flest störfin, um sextíu, eru í vinnslunni á Djúpavogi, sem Laxar eiga hlut í. Í seiðaeldi fyrirtækisins í Ölfusi starfa um tuttugu manns og í kringum sjókvíaeldið í Reyðarfirði um fjörutíu manns en gert er út frá Eskifirði. „Mikið af menntuðu og flottu ungu fólki sem er að koma heim og er jafnvel að setjast hér að, sem er ekki brottflutt,“ segir Jens Garðar. Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur frá Norðfirði, starfar í stjórnstöð fóðurprammans á Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og það er sérstakt að sjá ungar konur um borð í fóðurpramma Laxa á miðjum Reyðarfirði en samt í innivinnu við skrifborð og tölvuskjái. Þaðan stýra þær nákvæmri fóðrun laxins. „Mér finnst það svo æðislegt. Að vera með þetta útsýni sitjandi inni á skrifstofu. Er það ekki draumurinn?“ segir Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur á Norðfirði. Þær segjast upplifa jákvæð áhrif fiskeldisins á samfélögin. Sara Atladóttir fiskeldisfræðingur býr á Eskifirði. Fyrir aftan má sjá tölvuskjáina í stjórnstöð fóðurprammans.Arnar Halldórsson „Það er allsstaðar verið að stækka þar sem þessi fyrirtæki koma fram. Og ef þú horfir bara vestur og hingað austur, - þetta eru oft bara líflínur bæjanna hérna,“ segir Sara Atladóttir, fiskeldisfræðingur á Eskifirði. Ísak Örn Guðmundsson hætti á sjónum og færði sig yfir í fiskeldið. „Þetta var svona skemmtilegri vinnutími. Og maður fær að sofa heima hjá sér og svoleiðis,“ segir Ísak Örn, sem er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi. Ísak Örn Guðmundsson er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi.Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið ríflega tvöfaldist á næstu árum. „Við stefnum að því að fullnýta leyfin okkar á næsta eða þarnæsta ári og það eru sextán þúsund tonn. En að sama skapi þá er ég nú líka að vonast til að það verði aukning í leyfum. Þannig að við eigum að geta farið upp í 20 til 22 þúsund tonn hér í Reyðarfirði,“ segir Jens Garðar Helgason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Sjávarútvegur Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá fóðurpramma sem matar eldiskvíar á Reyðarfirði en það var árið 2017 sem Laxar fiskeldi ehf. settu þar út fyrstu seiðin. Ári síðar, 2018, var fyrsta laxinum slátrað. Í ár verður fjórðu kynslóðinni slátrað, alls um tíu þúsund tonnum. Um borð í fóðurprammanum Fenri stýra þær Bylgja og Sara fóðrun laxins.Arnar Halldórsson „Núna erum við líklega með útflutningsverðmæti á milli níu og tíu milljarðar og vöxturinn bara heldur áfram,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Flest störfin, um sextíu, eru í vinnslunni á Djúpavogi, sem Laxar eiga hlut í. Í seiðaeldi fyrirtækisins í Ölfusi starfa um tuttugu manns og í kringum sjókvíaeldið í Reyðarfirði um fjörutíu manns en gert er út frá Eskifirði. „Mikið af menntuðu og flottu ungu fólki sem er að koma heim og er jafnvel að setjast hér að, sem er ekki brottflutt,“ segir Jens Garðar. Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur frá Norðfirði, starfar í stjórnstöð fóðurprammans á Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og það er sérstakt að sjá ungar konur um borð í fóðurpramma Laxa á miðjum Reyðarfirði en samt í innivinnu við skrifborð og tölvuskjái. Þaðan stýra þær nákvæmri fóðrun laxins. „Mér finnst það svo æðislegt. Að vera með þetta útsýni sitjandi inni á skrifstofu. Er það ekki draumurinn?“ segir Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur á Norðfirði. Þær segjast upplifa jákvæð áhrif fiskeldisins á samfélögin. Sara Atladóttir fiskeldisfræðingur býr á Eskifirði. Fyrir aftan má sjá tölvuskjáina í stjórnstöð fóðurprammans.Arnar Halldórsson „Það er allsstaðar verið að stækka þar sem þessi fyrirtæki koma fram. Og ef þú horfir bara vestur og hingað austur, - þetta eru oft bara líflínur bæjanna hérna,“ segir Sara Atladóttir, fiskeldisfræðingur á Eskifirði. Ísak Örn Guðmundsson hætti á sjónum og færði sig yfir í fiskeldið. „Þetta var svona skemmtilegri vinnutími. Og maður fær að sofa heima hjá sér og svoleiðis,“ segir Ísak Örn, sem er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi. Ísak Örn Guðmundsson er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi.Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið ríflega tvöfaldist á næstu árum. „Við stefnum að því að fullnýta leyfin okkar á næsta eða þarnæsta ári og það eru sextán þúsund tonn. En að sama skapi þá er ég nú líka að vonast til að það verði aukning í leyfum. Þannig að við eigum að geta farið upp í 20 til 22 þúsund tonn hér í Reyðarfirði,“ segir Jens Garðar Helgason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Sjávarútvegur Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22
Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35