Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. september 2021 13:12 Björn Rúnar Lúðvíksson er meðal fjögurra yfirlækna sem hafa áhyggjur af nýjum Landspítala. vísir/vilhelm Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. Yfirlæknarnir fjórir, þeir Björn Rúnar Lúðvíksson, Ísleifur Ólafsson, Jón Jóhannes Jónsson og Páll Torfi Önundarson, skrifa grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Gallar í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala. Björn Rúnar er yfirlæknir ónæmisfræði á Landspítala og segir athugasemdirnar einkum snúa að áformum um byggingu þyrlupalls á rannsóknarhúsinu og opnum rýmum. „Það hentar alls ekki að hafa stóran þyrlupall á þaki rannsóknarhúss eins og þessu. Sérstaklega hvað varðar tækjabúnað og titring. Þá er líka mengun af þyrlum, þær þyrla upp ryki. Við erum þarna að vinna með tæki sem eru mjög viðkvæm fyrir allri mengun og titringi. Loks er reynsla norskra sjúkrahúsa af þyrlupöllum slæm og hafa orðið alvarleg slys inni á lóðum sjúkrahúsa vegna stormsveipa frá stórum þyrlum,“ segir Björn. Frá byggingu nýja kjarnans við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Björn segir að hin gagnrýnin snúi að opnum vinnurýmum í húsinu sem henti alls ekki þeirri starfsemi sem eigi að vera í húsnæðinu. „Það er mikill urgur í öllum sérfræðingum ekki bara læknum vegna fyrirtætlana um opin vinnurými. Við erum að vinna með alveg gríðarlega viðkvæm málefni og upplýsingar. Við eigum oft á tíðum mjög erfið samtöl við skjólstæðinga okkar og finnst alveg útilokað að þau eigi sér stað í opnum rýmum. Eða þurfa að hlaupa um allt að leita að rýmum svo slík samtöl geti átt sér stað. Þetta eru oft ófyrirséð samtöl og mikilvægt að geta verið í næði þegar þau koma upp. Þetta snertir líka persónuvernd og vellíðan starfsfólks á vinnustað. Háskólasjúkrahús erlendis hafa oftar en ekki hætt við slík opin vinnurými eftir harða gagnrýni,“ segir Björn. Athugasemdirnar hunsaðar Björn segir að þessum athugasemdum hafi verið komið á framfæri. „Við höfum sent greinargerðir á þá sem sjá um lokaskipulag byggingarinnar, þ.e. til hönnuða og framkvæmdastjórnar spítalans og allra þeirra sem við teljum að málið varði,“ segir Björn. Hann segir að viðbrögðin hafi verið á einn veg. „Ábendingar okkar hafa verið hunsaðar,“ segir Björn. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15 Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Yfirlæknarnir fjórir, þeir Björn Rúnar Lúðvíksson, Ísleifur Ólafsson, Jón Jóhannes Jónsson og Páll Torfi Önundarson, skrifa grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Gallar í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala. Björn Rúnar er yfirlæknir ónæmisfræði á Landspítala og segir athugasemdirnar einkum snúa að áformum um byggingu þyrlupalls á rannsóknarhúsinu og opnum rýmum. „Það hentar alls ekki að hafa stóran þyrlupall á þaki rannsóknarhúss eins og þessu. Sérstaklega hvað varðar tækjabúnað og titring. Þá er líka mengun af þyrlum, þær þyrla upp ryki. Við erum þarna að vinna með tæki sem eru mjög viðkvæm fyrir allri mengun og titringi. Loks er reynsla norskra sjúkrahúsa af þyrlupöllum slæm og hafa orðið alvarleg slys inni á lóðum sjúkrahúsa vegna stormsveipa frá stórum þyrlum,“ segir Björn. Frá byggingu nýja kjarnans við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Björn segir að hin gagnrýnin snúi að opnum vinnurýmum í húsinu sem henti alls ekki þeirri starfsemi sem eigi að vera í húsnæðinu. „Það er mikill urgur í öllum sérfræðingum ekki bara læknum vegna fyrirtætlana um opin vinnurými. Við erum að vinna með alveg gríðarlega viðkvæm málefni og upplýsingar. Við eigum oft á tíðum mjög erfið samtöl við skjólstæðinga okkar og finnst alveg útilokað að þau eigi sér stað í opnum rýmum. Eða þurfa að hlaupa um allt að leita að rýmum svo slík samtöl geti átt sér stað. Þetta eru oft ófyrirséð samtöl og mikilvægt að geta verið í næði þegar þau koma upp. Þetta snertir líka persónuvernd og vellíðan starfsfólks á vinnustað. Háskólasjúkrahús erlendis hafa oftar en ekki hætt við slík opin vinnurými eftir harða gagnrýni,“ segir Björn. Athugasemdirnar hunsaðar Björn segir að þessum athugasemdum hafi verið komið á framfæri. „Við höfum sent greinargerðir á þá sem sjá um lokaskipulag byggingarinnar, þ.e. til hönnuða og framkvæmdastjórnar spítalans og allra þeirra sem við teljum að málið varði,“ segir Björn. Hann segir að viðbrögðin hafi verið á einn veg. „Ábendingar okkar hafa verið hunsaðar,“ segir Björn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15 Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00
Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15
Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01